18 maí 2007

sinaskeiðabólga attur

svo ekki mikið um blogg næstu vikurnar

en HÚRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRA! og TIL HAMINGJU ÍSLAND!!!!

með að stjórnin hætti

þá er bara að fara að biðja allar góðar vættir að vaka yfir heilbrigðiskerfinu
ein af bestu vættunum (mamman mín) er auðvitað alltaf að því, en hún gæti örugglega þegið smá hjálp...

10 maí 2007

Búnað kjósa

kom heim frá Köln á mánudagsmorguninn, illa sofin, illa étin og í hálfgerðu uppnámi yfir að vera að fara að kjósa.
kíkti á netið til að fara yfir framboðslistana og komst í ennþá meira uppnám.
hvernig átti ég að fara að því að velja á milli???

á endanum hringdi ég í pabba sem sagði mér að það skipti ekki máli hvort ég kysi svo framarlega sem það væri annað hvort V eða S og ekki annað
til að fella ríkisstjórnina
það lítur víst út fyrir að Ómar blessaður gæti hjálpað henni að halda velli, þó hann hafi örugglega alls ekki ætlað sér það :s

svo ég kaus
annað hvort

skiptir ekki svo miklu máli hvort, ég passa í rauninni inní hvorugt

vil frelsi
en ekki selja landið einhverjum útlenskum risum, hvort sem þeir framleiða ál eða eitthvað annað

vil fjárfesta í menntamálum og nýsköpun og þróun vetnisvéla og annarrar umhverfisvænnar tækni
gjörbreyta utanríkismálum
og hætta að ætlast til að heilbrigðiskerfið "borgi sig" á einhvern peningalega mælanlegan hátt
og koma skólatannlækningum á aftur
og margt margt fleira

ég passa í rauninni best inn
í Danmörku

land frelsis og félagshyggju


en ég held áfram að kjósa heima, enn um sinn, því ég get ekki látið mér standa á sama
og auk þess hef ég kosningaskyldu þar næstu 7 eða 8 árin.


:D