22 nóvember 2005

bara svona smá draumórar

í dag spurði ég Andrés hvort við gætum haft eplatré í garðinum
svona eins og í ævintýrunum
hann stakk uppá því að við flyttum á lítinn sveitabæ í Jótlandi
mmmmmmm
með eplatrjám og perutrjám
og fullt af útivistarsvæði
samt allt svo flatt að kona fer allra sinna ferða hjólandi

sé þetta alveg fyrir mér
semja, spila á hljóðfærin
vinna stundum
leika við fullt af ljóshærðum sprækum börnum
úti og inni
týna epli og perur og ýmislegt fleira og borða beint af tránum

svo myndi kona þurfa (og vilja) taka á sig nokkrar bóndakonuskyldur
svo sem að búa til skyr
og baka flatbrauð
og venjulegt brauð
og kanelsnúða
og einstaka sinnum kleinur og kókosbollur með aðstoð krakkanna

já, maður tengir jú mikið af góðu bakkelsi við sveitina

jamm, og hver veit nema við fengjum okkur hund þegar elstu börnin væru orðin nógu stór...


annars er það af raunveruleikanum að frétta að lagið sem ég er að vinna í fyrir skólann þokast áfram smátt og smátt
ég hef svo mikið að gera að ég fæ næstum samviskubit þegar ég stelst til að tala við Andres (en ég stelst nú samt ;)
þessi vika verður ansi strembin, en það er allt í lagi, því ég fæ svo æðisleg verðlaun í vikulokin...

...loksins loksins loksins er það Köben um helgina!

:D

12 nóvember 2005

nóvember og píanó

nóvember kom og allt í einu var allt komið á fullt.
ég skil ekki alveg hvernig það gerðist, en einhverra hluta vegna grunar mig að þetta hafi alltaf verið svona. þ.e.a.s. að nóvember hafi alltaf verið svona.

nóvember er mánuður vina minna, því stór hluti af mínu uppáhaldsfólki á afmæli í nóvember. nóvember er líka mánuðurinn þar sem allir eru að reyna að klára allt fyrir desember. mánuðurinn þegar allir vilja hittast til að lýsa upp skammdegið. já nóvember er skemmtilegur mánuður, en það er ekki mikill tími til að blogga ;)

stundum á ég að vera á 2 eða 3 stöðum á sama tíma og flestar vikur enda á því að ég hafi einhverra hluta vegna ekki fengið fullan svefn. en þetta er auðvitað allt saman svo skemmtilegt að það eina sem ég get kvartað undan er að hafa ekki nægan tíma til að setjast fyrir framan píanóið mitt og fá andann yfir mig. Nóg er nú af lögum sem ég þarf að klára...

já píanó píanó píanó
loksins píanó!
í sumar var ég búin að ákveða að steypa mér í 2ggja ára skuldabréf uppá 800 kílókrónur til að eignast virkilega gott píanó.
svo varð ég ástfangin og ákvað að 2ggja ára skuldbindingar á Íslandi væru bara alls ekki sniðugar. en mig vantaði píanó.
svo það varð úr að mamma lánaði mér gamla píanóið mitt sem við höfum annars gert óskrifaðan (og ómæltan) samning um að verði alltaf hjá henni. það er sumsé núna komið tímabundið til mín, og ég reyni að láta það duga, þó áslátturinn sé það stífur að stílbrigði eins og tremolo og píanissímó eru forréttindi sem ég fæ ekki að njóta.
það er samt svo óendanlega betra en ekki neitt, og yndislegt að geta sest við það og glamrað og glamrað upp úr mér í ró og næði.

reyndar fer ég bráðum að halda að ró og næði séu einhvers konar goðsögn. trúið þið að þau séu til í raun og veru?