17 janúar 2005

best

bara svona til að hafa það á hreinu!

krakkar eru æði, og við vitum það öll
samt er eins og maður geti ekki hætt að tala um það þegar eitthvað sniðugt gerist

þessi yngsti sem ég á (ok tæknilega séð þá á bróðir minn hann...), hann er allgjör pjakkur:

  • 3ggja og hálfs
  • ljóshærður
  • brúneygður!!!
  • alltaf í slag við 3 vini sína í leikskólanum og saman mynda þeir skaðræðis gengi í leikskólanum
  • klæðist venjulega 5 - 6 flíkum með einhvers konar spiderman myndum (nærbol, nærbuxum, sokkum, bol, peysu, osfrv.)
  • finnst skemmtilegast að láta Megaman, Bósa ljósár, Spiderman og fleiri kalla slást
  • er mikill fegurðarunnandi og alls ekki hrifinn af feitum!
  • bleikur er allt annað mál...


hann hefur ekki verið alveg jafn mikill Dagbjartaraðdáandi og hin 3, sér aðallega mömmu sína, pabba sinn og stóru systur sína, Önnu 3, sem elskar allt bleikt

eeeeeen:

fékk að gista hjá mér á laugardaginn
í fyrsta sinn
leika sér með þau fáu leikföng sem ég tók með mér frá m&p (maður verður nú að hafa eitthvað þegar smáfólkið lítur við)
það voru:
  • 5 lukkutröll
  • 3 tuskumýslur
  • 1 bleikur baby pony-hestur
  • 1 blár baby pony-sæhestur
  • 1 árgangur af Andrésblöðum

auk þess hafði hann tekið með sér að heiman:
  • Megaman
  • Spiderman
  • Vonda kallinn (grænn ljótur kall með 22 augu út um allt)

þetta er nú ekki mikið á nútíma mælikvarða, en eins og við vitum öll er það ýmindunaraflið sem skiptir höfuðmáli:

fyrst lék hann músamömmu
svo valdi hann tröllastrák með beikt hár ("heldurðu að þú verðir einhvern tíman með bleikt hár?" - "Nei!") og ég fékk að leika hina tvo
þá sá hann fallegasta leikfangið á svæðinu, litla bleika baby pony-hestinn. hún fékk að heita Dúlla
og eftir örskamma stund var Dúllan búin að stinga tröllastrákana af yfir á aðra plánetu þar sem hún lamdi vonda kallinn í klessu eins og ekkert væri sjálfsagðara!
með þessu var auðvitað hlaupið út um allt með öskrum og látum, hoppað í sófanum og farið nokkra kollhnýsa!

"jæja, eigum við að lesa?"
"já!"
úr fötunum, í náttfötin, burstaði tennurnar og upp í rúm á 10 mínútum, og ekkert múður.
svo svaf hann eins og... ljón?... ég fékk allavega minn skammt af hnefum í andlitið... en hann rumskaði ekki í 12 tíma!
draumur í dós

skilaði honum svo heim um hádegið á sunnudeginum, eftir stutta en hressandi ferð í sund
og svo, um kvöldið, í sunnudagsmatnum hjá m&p, fékk ég að heyra eftirfarandi:

"Dagbjört, þú ert best"

:D

12 janúar 2005

ekkert líf næstu 8 vikurnar

Kæru vinir!

Hér með er orðið ljóst að ég mun ekki eiga neitt líf næstu 8 vikurnar og engan hitta utan skóla, vinnu og hljómsveitar.
Á dagskránni er:

  • að setja upp 2. sýningu nemendaóperunnar á þessum vetri, en þar fer ég með hlutverk Meg Peg í Falstaff eftir Verdi. Sýningin sjálf verður samsett úr 4 óperum.
    Frumsýnd í byrjun mars.
  • 8. stig í hljómfræði 1. mars - scary og mjög mikilvægt
  • annað söngskólapuð vegna 8. stigs prófs og tónleika í maí
  • 8 vikna Pilates námskeið til að koma mér í gang aftur hreyfingarlega
  • vinna vinna og vinna
  • 3 lög sem hljómsveitin Mín/Mien þarf að klára ASAP!!!


Svo sko, þið skiljið vonandi ef ég hef ekki samband. Þeir sem láta það fara í taugarnar á sér... því miður, svona er ég bara vond vinkona. Þetta er einfaldlega það sem maður þarf að leggja á sig til að vera í fullu námi án lána og getað borðað og reyna að brjótast inní hinn harða heim atvinnutónlistar...

Um leið og þessari törn er svo lokið ætla ég svo að stinga af til storesös í Norge yfir alla páskana, og skella mér á skíði með guttunum mínum, sem ég hef ekki séð í þá hálft ár

svo:
við sjáumst eftir páska :)

*knús og kossar*

:Dagbjört klikkhaus

p.s. blogga samt kannski stundum til að láta vita af mér... :D

03 janúar 2005

2005

Gleðilegt ár öllsömul og takk fyrir öll þessi gömlu og góðu!

Satt best að segja kveið ég þessu ári alveg ógurlega fyrir viku síðan.
Árið sem langtímaplanið mitt rann út
þvílík martröð
hefði allt eins getað bara lokað augunum 15. maí 2005 og ekki opnað þau aftur.
vissi ekkert hvað ég átti að gera við mig.

alveg ómeðvitað,
fór ég þá að velta þessu öllu saman fyrir mér.

og viti menn!!!

hér er komið gróft langtímaplan sem getur enst mér næstu 5 - 6 árin!!!


  1. verð á Íslandi amk. til haustsins 2007 og gef þar með íslenskum karlmönnum séns í 2 og 1/2 ár í viðbót!

  2. ef enn einhleyp haustið 2007 (og þá þrítug eins og pabbi benti mér á!) þá fer ég í Sibeliusarakademíuna (æðsti tónlistarháskóli Norðurlanda, staðsettur í Helsinki) að læra tónsmíðar

  3. ef ekki einhleyp, þá neyðist ég víst til að aðlaga plönin að annarri manneskju, en þá gæti ég líka hugsað mér að fara til Austur Evrópu, t.d. Tékklands.

  4. fram að þessu mun ég:
    • klára gamla planið, sem felst í að taka 8. stig í vor

    • halda áfram að semja eins og ég fái borgað fyrir það

    • halda áfram með hljómsveitina Mín

    • flytja í Grænuhlíðina

    • læra meira í pródúseringu

    • verða betri á píanó

    • kaupa rafmagnspíanó

    • skipta um vinnu (hvenær sem það nú gerist...)

    • læra á bongótrommur

    • taka burtfararpróf sem samsvarar B.A. gráðu í tónlist

    • koma í veg fyrir að m&p deyji úr barnaleysi þar til annað hvort storesös eða storebror klára sínar gráður og drattast heim!





svo, framtíðin er spennandi, ævintýraleg og full af fjöri!

knús og kossar

:Dagbjört, version 2005