10 júlí 2005

fallin

jæja
það hlaut að koma að því

það hefur heyrst ískyggilega lítið í mér undanfarið
ekki vegna þess að ég sé svo súper bissý að taka uppúr kössum
ónei
ekki vegna þess að ég hafi svo brjálað mikið að gera í vinnunni
ónei
meira að segja lá ég heima í 2 og hálfan dag í síðustu viku með massa kvef og hálsbólgu og er núna svotil alveg raddlaus
akkuru blogga ég þá ekkert?
ekkert að segja?
jújú
svosem nóg
með skoðanir á flestu eins og flestir vita

það er bara þannig
að ég er fallin
á minni hættulegustu fíkn
úje

ákvað fyrst að vera súper praktísk
ekkert gaman að taka uppúr kössum án þess að hafa eitthvað til að hlusta á
svo ég náði mér bara í HP5 hljóðbók niðrí vinnu og blastaði henni yfir alla 120 fermetrana sem storebror var svo góður að lána mér, á meðan ég tók upp bækurnar mínar og þurrkaði af þeim rykið í rólegheitunum
sem var ágætt
nema
svo fór ég að lesa uppí rúmi líka
á kvöldin
og svo
á morgnanna (mætti skömmustuleg klukkan 10:30 á föstudaginn þó ég hafi vaknað fyrir klukkan 8)
og núna
er ég tímabundið búin að missa áhugann á veruleikanum og dottin inní Hogwarts og nr 12 Grimmould Place
og farin að telja niður dagana fram að HP6

5 dagar og 2 klukkutímar


bók + ævintýri = stórhættuleg blanda!

best að skríða undir sæng að lesa...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli