09 janúar 2008

Gleðilegt ár!

öll sömul og takk fyrir þau gömlu!

takk fyrir öll jólakortin þau voru æði!

eins og sumir tóku kannski eftir bárust engin jólakort frá okkur þetta árið. ég hugsaði samt til ykkar, og það sem meira var, ég náði að hitta langflesta !

fannst ég reyndar ekki hitta neinn nóg, hefði svo innilega viljað tala við hvern og einn svo miklu betur og lengur og...

fyrir utan að hafa verið með stanslaust samviskubit næstum því allan tímann á Íslandi yfir því að vera alltof lítið hjá mömmu og tengdó

fannst ég eiginlega hálf sundurslitin þegar ég kom heim til Köben

og var auðvitað lasin, því síðan hvenær þoli ég 10 stiga frost OG álag á sama tíma...

en hvað um það, okkur tókst að koma ótrúlega miklu í verk á stuttum tíma, og allt í einu erum við búin með stóran hluta af undirbúningi fyrir brúðkaupið!

búin að panta búning á mig, kaupa búning á Andrés, plana athöfnina með goðanum og matseðilinn með veisluþjónustunni (þ.e. frænda mínum)

og bara svona ef ég er ekki búin að segja það alveg öllum: ég verð í svörtu ! venjist tilhugsuninni, fáið sjokkið núna (eins og sumir hafa þegar gert) og verið svo tilbúin til að finnast það flott þegar þar að kemur.

2008 virðist ætla að verða eitt stærsta ár lífs míns. líklega það stærsta hingað til frá 1977. allt á eftir að breytast. eftir svona 9 vikur.

og vá hvað við hlökkum til !


en fyrst þarf ég reyndar að færa fjöll í vinnunni, svo líklega verða þessir síðustu 2 mánuðir af gamla lífinu fljótir að líða

ó og eitt enn
eins og er á síðasti vinnudagurinn minn að vera 29. febrúar, sem er föstudagur. en ég held ég verði heima þann daginn með lappirnar vandlega upp í loft og mæti frekar mánudaginn 3. mars til að klára. síðastavinnudagsstress væri einmitt eitthvað sem gæti komið fæðingu af stað, og ég vil ekki vera þess valdandi að litli stubburinn minn fái 4 sinnum færri afmælisdaga en allir aðrir.


:Dagbjört mömmudís

p.s. það mega allir búast við jólakortum, með mynd, næstu jól !