12 desember 2007

Heimilisfang

þessi jólin er það

Þinghólsbraut 27
200 Kópavogi


þ.e.a.s. hjá mömmu

síminn er sá sami og áður en ég flutti út, þ.e.a.s. númerið mitt hjá Og Vodafone sem byrjar á 661

ég kem á föstudagskvöldið
fer á jólatónleika Hrauns á laugardagskvöld (amk ef ég get staðið)
baka laufabrauð á sunnudaginn
vinn heiman að frá á mánudag, þriðjudag og miðvikudag
og svo kemur Andrés og þá fer ég í smá jólafrí

þetta voru svona smá upplýsingar, því einhverjir voru farnir að spyrja

hlakka til að sjá ykkur

*knús og kossar*

:Dagbjört

09 desember 2007

ekkert jólalag þetta árið

kæru allir!

vegna veikinda verður ekkert jólalag tekið upp þetta árið. þessi helgi var sú eina sem var aflögu, og það var annað hvort að taka upp jólalag eða kaupa jólagjafir. ég gat eiginlega ekki sleppt því síðarnefnda.
eftir að hafa legið í flensu í viku þar sem ég gat hvorki keypt jólagjafir né unnið, þá hrannaðist upp vinna og það varð enn erfiðara að komast frá í miðri viku til að skreppa í búðir. við vorum svo í 6 tíma niðrí bæ í gær og eftir það er ég aftur orðin kvefuð !!!

það er einfaldlega ekki tími og ég get ekki "búið til tíma" eins og ég er vön, því ég er með Stubb Andrésson í bumbunni og þarf að hvílast svo ég verði ekki aftur veik og má ekki vera stressuð og svo framvegis og svo framvegis.

var annars búin að semja lag og búin með 30% af texta. upptökuvinnan er bara svo svakalega mikil og ég flýg til Íslands eftir 5 daga.

svekk svekk :(

vonandi fyrirgefið þið mér þetta

við sjáum svo til hvernig farmhaldið verður á jólalagaframleiðslunni þegar ég er orðin mamma :þ


*knús og kossar*

:Dagbjört bumbudís

29 nóvember 2007

minnsti samnefnarinn

hér í Danmörku eru karlmenn móðgaðir trekk í trekk með að alhæfa um þá út frá minnsta samnefnara. það gerist reyndar oft líka með okkur konur.

hann Andrés minn varð frekar móðgaður þegar hann las bækling um að verða pabbi, þar sem stóð í dálki, um fyrstu dagana heima eftir fæðinguna, að það væri ágætt ef pabbi pantaði pizzu því mamman væri svo þreytt. meistarakokkurinn vildi meina að hann væri nothæfur í töluvert meira en það "og auk þess er þetta óhollasti skyndibitinn" bætti hann við.

nokkrar vinsælar bandarískar seríur ganga beinlínis út á þennan minnsta samnefnara karlmanna - frægastur af þeim er væntanlega Homer Simpson - svo smátt og smátt fer maður að halda að allir bandarískir karlmenn hljóti að vera fávitar.

og þar sem bandarískra áhrifa gætir alltaf sterkar heima á Íslandi þá kemur ekki á óvart að farið sé að tala niður til karlmanna út um allt. já og kvenna.

lélegir fjölmiðlar eru sérstaklega duglegir í þessu, og visir og mbl eru því miður ekki skrifaðir á dýran pappír.

en lægsti samnefnarinn yfir konur sem missa sig í 8000 fm verslunarhúsnæði tímunum saman og pína mennina sína með, og lægsti samnefnarinn yfir karlinn sem lætur pína sig með en vill helst vera heima og horfa á fótbolta er kannski bara aðalmarkhópur Hagkaupa. við konur sem finnst ekki svo gaman að versla, eða töpum okkur amk. ekki í neyslufylleríinu, við eyðum hvort eð er ekki nógu miklum peningum...

má samt ekki hafa annan skjá með einhverju öðru en fótbolta?
ég er nefnilega ansi hrædd um að ég verði dregin þarna inn af mínum manni, ef ekki nema til að sjá slottið, því það var tengdapabbi sem byggði herlegheitin...
og ég held það myndi líða yfir mig ef ég þyrfti að fara þarna í gegn án þess að fá að setjast niður

get alveg sætt mig við t.d. Top Gear, sem höfðar jú til beggja kynja
eða fréttir :D


fyrirgefiði, en þið Íslendingar eruð orðin klikk með allar þessar risaverslanir. hafiði í alvörunni ekkert betra að gera á laugardögum ???

ég veit að veðrið er vont, en væri ekki hægt að nota allt þetta pláss undir eitthvað annað skemmtilegt innandyra helgarfjör en verslanir ?


:Dagbjört prímtala sem er farin að lesa eyjuna oftar og mbl sjaldnar

28 nóvember 2007

ekki of mikið blátt takk

jæja, hangi lasin heima og hef þá loksins tíma til að blogga smá
hef ekki verið svona lasin síðan ég flutti til Danmerkur, svei mér þá!
kvef, hálsbólga og ljótur hósti

ljósmóðirin skipaði mér að synda tvisvar í viku, og svo hef ég verið í pílates líka, svo það er stíft prógram eftir vinnu og oft erum við fyrst komin heim um 8 leytið, frekar þreytt bæði tvö og í því ásigkomulagi bloggar maður nú ekki mikið af viti.


en að pælingu dagsins:

blá föt á litla drengi
áður en við fengum að vita kynið ræddum við mikið um hvernig við gætum komið í veg fyrir að fá alltof mikið bleikt ef þetta væri nú stelpa.
en eftir að hafa skoðað ungbarnaföt á stráka hef ég komist að þeirri niðurstöðu að blái liturinn á stráka er bara ekkert skárri !!!
það er alveg jafn slæmt og væmið að klæða stráka bara í blátt og að klæða stelpur bara í bleikt.
ekki að blátt geti ekki verið sætt, með öðrum litum, en vá hvað sumir foreldrar kaffæra litlu drengina sína í bláu!!!

og það eru einmitt til svo margir fallegir litir á litla drengi:

  • grænn

  • appelsínugulur

  • brúnn (líka fallegur með bláu)

  • hvítur

  • gulur

  • rauður (sem mér skilst að sé næstum ómögulegt að fá á drengi)



svo erum við voða hrifin af dýra og risaeðlumynstri enda sonur líffræðinörds á leiðinni :þ

ég er annars búin að fá fullt af barnafötum frá storesös, svo það er varla að mig vanti neitt, sérstaklega ekki í minnstu stærðunum.
ég ætla kannski að sauma einn bangasagalla úr rauðbrúnu flísefni sem ég keypti einu sinni í íkornabúning en notaði ekki...
kannski það verði heimkomugallinn hans.

er frekar svekkt að geta ekki prjónað neitt, en vegna sinaskeiðabólgu kemur það ekki til greina
mér finnst fátt eins sætt og prjónadót á svona lítil kríli


og þar kom fyrsta mömmubloggið
en þetta eru svona smá pólitískar pælingar líka

annars erum við Erna að taka upp aftur jólalagið frá í fyrra og svo er ég að reyna að hnoða saman texta fyrir jólalagið í ár, en það stendur til að við Andrés syngjum það saman.

hvenær maður á að hafa tíma í þetta allt er svo annað mál, því allt þarf að vera búið 14. des, því þá flýg ég heim til Íslands :D

knús og kossar

:Dagbjörtin með Andrésson í bumbunni

24 október 2007

Nótur og texti


nóturnar að "Du er min ene"
má finna hér

og hér er svo textinn:

Du er min i dag
Du min hjertesag
Du er smuk som solens første smil
Du er hjertets lys
Dine kram og kys
For du er min ene.

Du er lykkens fe
Du er den jeg først vil se
Hver morgen, hver eneste dag
Og i evighed
Har jeg hos dig mit sted
Min verdens bedste ven

Du min kærlighed
Du mig giver fred
Og dit smil gør vores lykke ren
Du er månens skær
du er mig så nær
For du er min ene.

Du er lykkens fe
Du er den jeg først vil se
Hver morgen, hver eneste dag
Og i evighed
Har jeg hos dig mit sted
Min verdens bedste ven

Du er min i dag
Du min hjertesag
Du er smuk som solens første smil
Du er hjertets lys
Dine kram og kys
For du er min ene – du.


:Dagbjört tónlistardís með kút í bumbunni

23 október 2007

Du er min ene

þá er loksins komið inn nýtt lag

það er lagið sem ég samdi fyrir brúðkaupið hjá Mie og Henrik, vinum okkar, og sem ég söng í kirkjunni, 6. okt

ég samdi textann meira að segja að mestu leyti sjálf, en fékk smá hjálp frá móður brúðarinnar sem fyllti útí erindin. viðlags-textann samdi ég alveg sjálf og er frekar montin af ;)

lagið heitir Du er min ene

ég hendi inn nótunum við næsta tækifæri ;)

:Dagbjört söngvaskáld með bumbu

14 október 2007

Allt að gerast

já það er lang í frá að vera gúrkutíð í um það bil öllum þeim málaflokkum sem ég hef mestan áhuga á, þ.e. pólitík, tónlist, tónlistarpólitík, bókmenntum, bókmenntapólitík, kvenréttindum, umhverfismálum og umhverfismálapólitík

þökk sé binga, radiohead og nóbelsnefndinni


Lessing fékk nóbelinn
og það er merkilegt fyrir m.a. það að


  • hún er bara 11. konan sem fær hann

  • henni var sagt fyrir áratugum að hún myndi aldrei fá hann (ef marka má heimildir)

  • hún ákvað á tímabili að nota vísindaskáldsögur sem ramma um sögur af manneskjum og skammaðist sín ekkert, á meðan snobbliðið sneri uppá nefið


verð svo að viðurkenna að ég hef ekki lesið eina einustu bók eftir hana, en þær hafa margar verið til heima hjá m&p síðan ég man eftir mér. ég fór auðvitað fyrst að hafa áhuga á svona bókum eftir að ég fæddist í þriðja sinn, og síðan (síðustu 2 og hálft árið) hefur verið sægur af bókum á "verðaðfaraaðlesaþessa" listanum. það er erfitt að vita hvar ég á að byrja, og líka erfitt að vita hvað ég eigi í raun eftir að fíla.

efst á listanum er núna Leif Panduro eins og hann leggur sig, og "Rend mig i traditionerne" liggur við rúmið mitt - en út af úlnliðunum þá hef ég verið í bókabindindi síðust vikur og það er EKKI GAMAN þegar ég eyði fullt af tíma í að "taka því rólega" síðan ég varð ófrísk

Doris Lessing er hér með komin á listann á eftir Panduro, og ég reikna með að byrja með "the fifth child" sem var kominn á listann minn fyrir - storesös vakti forvitni mína á henni fyrir löngu


Bingi
hefur aldrei verið í miklu áliti hjá mér, frekar en aðrir (virkir) framsóknarmenn, en hann óx þó nokkuð þegar ég las bloggið hans Einars K. um að Bingi hefði stungið rýtingi í bakið á Halldóri Ásgríms.
Einar K. skrifar eins og honum finnist bannað að gagnrýna ráðamenn, (eins og Sólveigu Péturs fannst ljótt að gagnrýna dómskerfið þegar hún var dómsmálaráðherra) en það er afstaða sem mér finnst lýðræðinu blátt áfram hættuleg og við vitum öll að tíðkast í fasistaríkjum. honum finnst alveg extra ljótt að gagnrýna Halldór, af því að hann er hættur, en Halldór hætti jú af því að þjóðin hafnaði þeirri stefnu sem flokkurinn hafði tekið undir hans forystu...

Bingi er bara að sýna sanna framsóknartækifærismennsku með að snúa frá óvinsælli stefnu Halldórs og takast á við nýja tíma og strauma í flokknum sínum

ég vona auðvitað ennþá að framsókn þurrkist á endanum út í Reykjavík, og helst hefði ég viljað að Dagur og Svandís hefðu fengið nægilegt umboð til að fá að stjórna án hans...
en þetta er spennandi allt saman, og forvitnilegt að fylgjast með hvernig eigi eftir að ganga. tapið í síðustu kosningum varð til þess að hreinsa út mikið af gömlu liði sem var orðið ansi þreytt og nú fá Dagur og Svandís og félagar að spreyta sig.
hvaða áhrif þetta hefur svo á næstu kosningar.... það á eftir að koma í ljós

mér finnst samt einkennilegt að heyra yfirlýsingar um að félagshyggjan sé komin til að bjarga borginni þegar það er ekki nema rúmt ár síðan hún stjórnaði þar síðast, og þá í 12 ár. vonum að ný forysta eigi eftir að sanna sig :)


ég var hissa
á að Gore fengi nóbelinn, þó að margir hefðu spáð því
kannski fannst mér hann fyrir neðan virðingu nóbelsverðlaunanna, þ.e. hans aðferðir allar, en það er auðvitað rétt að hann hefur náð árangri við að vekja fólk til meðvitundar um mikilvægt mál
við sem fylgjumst eitthvað örlítið með þessum málum vitum að hann er öfgafullur, ýkir mikið og fær sumt rökhyggjufólk til að hrista höfuðið og trúa ekki, því hann fer illa með heimildir
auk þess er hann amerískur pólitíkus sem notar orð eins og "anti-american" um loftlagsnefndina og var varaforseti Bandaríkjanna þegar ÞEIR SKRIFUÐU EKKI UNDIR KYOTO BÓKUNINA


ég er svo ánægð með framtak RADIOHEAD
að ég held að það eigi skilið blog-færslu út af fyrir sig
kannski seinna í dag eða í vikunni, þegar ég er búin að hlusta meira á "diskinn" ;)

núna þarf ég að fara að hafa mig í að taka upp lag...

:Dagbjört tónlistarpólitískaumhverfislestrardís

07 október 2007

Tveir góðir

um meðgönguna:

Andrés: þetta gefur hugtakinu "Þitt innra barn" alveg nýja merkingu!

Núrfah (sem er komin 7 mánuði á leið): þetta er 9 mánaða download

og þá er ég búin með rúmlega 40% - ágætis leið til að mæla framvinduna ;)

:D

02 október 2007

ÞRÍTUG!

og það er frekar meiriháttar :D

partýið var frábært, nema hvað ég var með magakveisu daginn áður og um morgunninn og gat ekkert borðað og varla staðið, svo allt í einu klukkan 16 á laugardeginum voru 3 tímar í partý og ekkert búið að þrífa og Andrés, sem var ekki heima daginn áður, kominn á haus í eldhúsinu eins og alltaf þegar von er á gestum!!!
þá mætti konið mitt á staðinn og gerði sér lítið fyrir og reddaði þessu bara fyrir litlu veiku ófrísku mig! heimsins besta besta besta vinkona!!!

svo vorum við hérna 17 manns og allir skemmtu sér svo vel, að við hættum við að fara í þá leiki sem við höfðum skipulagt til að halda uppi stuði, þess þurfti ekki :)
klukkan 12 á miðnætti var ég svo orðin 30 og þá settum við Andrés upp hringana (sem við keyptum í Gull og Silfursmiðjunni Ernu, og það var EINA gullsmiðjan sem við fórum í, enda frábær)
þarmeð erum við merkt hvort öðru, en auðvitað búin að vera trúlofuð í hálft ár :)

svo var skálað í freyðivíni (líka óáfengu)
og opnaðir pakkar :þ

fékk meðal annars dekur og nudd og skartgripi og geisladiska og æðisleg sængurföt
og svo dönsku "vísnabókina" sem inniheldur ÖLL barnalögin MEÐ nótum !
hún er alveg frábær, og það er fullt fullt af lögum í henni sem eru líka til á íslensku, en oft með bara svona oggu ponsu pínulítið öðruvísi laglínu!
t.d.
uppá grænum grænum himinháum hól
fram fram fylking
gekk ég yfir sjó og land
(íslenska útgáfan er lagrænt skemmtilegri)
og margt margt fleira
meirihlutinn af barnalögunum okkar, er til líka á dönsku
nema þau sem eru BARA íslensk (eins og þessi allra bestu)


annars bara fljúga vikurnar framhjá, bumban stækkar (nei það verða líklega engar bumbumyndir), það er nóg að gera í vinnunni, og ég er að fara að syngja í brúðkaupi á laugardaginn, sem verður í fyrsta sinn sem ég syng opinberlega, síðan á 8. stigs tónleikunum. kvíði soldið fyrir því, enda með stanslaust óléttukvef og get lítið æft mig hérna heima, vegna þess hvað veggirnir eru þunnir, og ég hef bara orku á morgnanna...

kannski ég reyni að blogga oftar og stutt í hvert sinn, en það er bara svo sjaldan sem ég næ að fara í tölvuna eftir að ég kem heim, þessa dagana :þ

en allavega, það er frábært að vera þrítug, lífið er frábært, og lífið vex inní bumbunni á mér

takk fyrir öll afmælis sms-in og tölvupóstana, það var frábært að heyra frá ykkur

*knús og kossar*

:Dagbjört bumbudís

04 september 2007

kríli á leiðinni





jæja, þá er það orðið opinbert, hvað hefur átt hug minn svo til allan síðustu 3 mánuðina og gert mig að ákaflega lötum bloggara.

ég er sumsé ófrísk, og komin 12 vikur á leið, og við Andrés erum frekar hátt uppi í skýjunum eftir að hafa fengið að sjá litla krílið í fyrsta sinn í sónar í dag.

það er 5,7 cm frá höfði að hala :D

nú ætla ég ekki að verða ein af þessum bloggaramömmum sem halda að allur heimurinn hafi jafn svakalega mikinn áhuga á börnunum hennar og hún, svo það verður bara að koma í ljós hversu dugleg ég verð að blogga um annað...

ferðin til Íslands var annars alveg frábær, fyrir utan að vera allt of stutt, og við náðum alls ekki eins miklu, né að hitta eins marga og við hefðum kosið - og nú þegar storesös er flutt heim frá Norge var heldur betur erfitt að skipta sér upp. strákarnir hennar skildu líka ekki alveg af hverju ég gisti ekki hjá þeim ;)

ég hélt aldrei að það gæti komið mér á óvart hvað útsýnið er æðislegt, loftið ferskt og vatnið gott... en það gerði það samt

ég fékk nefnilega allt í einu lyktarskyn á meðgöngunni, og ég verð að viðurkenna að það er frekar ógeðsleg lykt af Kaupmannahöfn á sumrin...

það var því frískandi að koma heim í rigningu og rok sem blæs öllum ógeðslega bílaútblæstrinum langt á haf út :)

en bara svona svo að enginn gleymi því:

!!! ég verð 30 ára á sunnudaginn !!!

:Dagbjört litla næstum þrítuga bumbudís

18 ágúst 2007

gítarraunir

var að reyna að spila á gítar, en vinstri höndin, sem er búin að jafna sig frekar vel, og hefur ekkert verið sár í mánuð, bara emjaði af sársauka !!!

buuuuuuuhuuuuuuuuuuuuuuuuu, það er meira en hálft ár síðan þetta helv. sinaskeiðavesen byrjaði, og ég má reikna með að vera í gítarbanni í amk hálft ár í viðbót.
þar fóru öll plön um rafmagnsgítarnámskeið í haust :(

er sem betur fer farin að geta spilað smá á píanó, og sjúkraþjálfarinn mælir með 15 mínútum á dag, en það er sumt sem er bara skemmtilegra að spila á gítar - og pikka upp
kannski neyðin kenni mér að spinna, ef ég neyðist til að pikka upp á píano...

endalaust mikið að gera í vinnunni, en frekar spennandi
ég er að læra á Ruby on Rails sem er bara eins og draumur hvers forritara, svo í þetta skiptið get ég sko ekki kvartað undan að vinnan mín sé ekki nógu krefjandi. var líka að hanna einn flóknasta gagnagrunn sem ég hef gert, en ég held barasta að hann sé frekar vel heppnaður. það eru samt ennþá að bætast við töflur, enda fylgi ég ítrunaraðferðinni fram yfir úrelda fossa.

hef ég einhvern tímann áður bloggað um vinnuna? hún hlýtur þá að vera spennandi ;)

eftir 3 vikur og 1 dag verð ég hvorki meira né minna en ÞRÍTUG!!! (9. sept, fyrir þá sem ekki nenna að reikna)
partýið verður kvöldið áður, ef einhver er á leiðinni hingað út...

annars kem ég til Íslands næsta föstudag (24. ágúst) og verð í bænum í viku, en fer svo norður, til að vera við brúðkaup eins uppáhalds frænda míns - en ég á reyndar nokkra svoleiðis
Andrés verður með, frá mánudeginum 27. svo maður þarf að deila sér í tvennt til að hitta hans fólk og mitt fólk og úff, ég fæ næstum hausverk af að hugsa um það

allavega, sýnið mér þolinmæði þó ég nái kannski ekki að hitta alla - við komum aftur um jólin og verðum lengur

*knús og kossar*

:Dagbjört handlama dísulísuþrítugskvísa

p.s. gleymdi að segja síðast að ég las loksins Persuasion og hún er alveg frábær! pottþétt sú besta frá Austen

05 ágúst 2007

votur lestrarjúlí

(þessi færsla inniheldur EKKI spoilera)

ég var alin upp við að það væri slökkt á sjónvarpinu allan júlímánuð
það var nú auðvitað útaf smá fasisma hjá stjórnvöldum í þá daga, en það er samt alveg fast í mér að það sé mikil synd að kveikja á imbanum þegar sólin skín næstum til miðnættis.

hér er líka bjart á kvöldin, þó júlí hafi verið jafn votur hér í Danaveldi og hann var sólskinsríkur á Íslandi. Trausti veðurfræðingur segir að veðrakerfin hafi áhrif hvort á annað, þannig að þegar þið fáið Háþrýstisvæði þá fáum við Lágþrýstisvæði og öfugt.

en þrátt fyrir votan júlí, þá vildi ég samt ekki kveikja á kassanum og Andrési tókst með herkjum að fá mig til að horfa á dvd kannski einu sinni í viku, og mátti þola mikil mótmæli í hvert sinn greyið. frekar mikil anti-sjónvarpisti og sérstaklega á sumrin, en það vissi hann nú alveg þegar hann hitti mig, og fílar það alveg. pabbi spurði mig um daginn hvort sjónvarpið hjá okkur virkaði, eða hvort það væri bara til skrauts. við keyptum það sko ekki, heldur fengum það gefins frá tengdapabba þegar hann fékk sér flatskjá (nema hvað)

en hver vill líka horfa á lygar í sjónvarpi, þegar maður getur lesið ???
í fyrirHPspenningnum fyrr í mánuðinum tætti ég í gegnum alls konar bækur, en það sem kom mér mest á óvart var að ég er allt í einu komin með áhuga á þroskasögubókum eins og t.d. Catcher in the Rye (sem mér fannst frekar leiðinleg fyrir 10 árum) og Leif Panduro bókum og fleiru. ég hef allt í einu áhuga á allt öðruvísi sögum en áður, og hef miklu minni þolinmæði fyrir hvers konar "tilgangslausri" froðu. er samt ekki komin í tilfinningaklámið, og efast um að það verði nokkurn tímann.

svo kom HP 7, og við keyptum okkur sitt hvort eintakið, sátum allan laugardaginn og hálfan sunnudaginn og lásum í kapp, en með sama hraða, svo það var meira spurning um hvort okkar fórnaði sér í að taka til mat, og hvort fór oftar á klósettið. að lokum varð þó úr að Andrés fékk að vera 2 - 5 blaðsíðum á undan mér, því ég snökkti alltaf upphátt þegar einhver dó, sem skemmdi fyrir honum, ef ég var á undan.

(smá rýni, en ENGINN spoiler)

bókin stóð fyllilega undir væntingum, og alveg hreint ótrúlegt hvað hún JKR var búin plana þetta allt frá upphafi, og hvað síðasta bókin bergmálaði þá fyrstu bæði vel og fallega. í heildina frábær bókaflokkur, ótrúlegt skipulagsafrek og sköpunarverk sem heimur og saga með mjög mikilvægan og góðan boðskap. hún er kannski ekki meistari á enska tungu eins og Tolkien, en hefur samt skemmtilegan og lifandi frásagnamáta sem nær greinilega betur til barna en flest annað. og það er það sem skiptir mestu máli.

eini gallinn er að ég er ekki enn búin að finna mér næstu bók til að lesa...

21 júní 2007

stelst til að skrifa smá

hún er þrálát, þessi sinaskeiðabólga

er núna með spelkur, gleypi bólgueyðandi og fæ rafstraums og hljóðbylgjumeðferð hjá sjúkraþjálfa.

svo ég hef ekki mikið getað bloggað

er annars byrjuð í nýrri vinnu, sem er frekar spennó, og alveg hrikalega krefjandi núna fyrstu vikurnar :p

geri samt lítið sem ekkert þar fyrir utan, minn ástkæri býr til mat, vaskar upp, hengir upp og brýtur saman þvott og þrífur húsið. svo þvær hann mér um hárið og greiðir það stundum líka

nú er komin dagsetning fyrir undirskrift stóra samningsins
þ.e. þegar ég skrifa undir að deila öllu sem ég á og eignast með betri helmingnum mínum og að við verðum framvegis nánasta fjölskylda hvors annars

það á að gerast 19. júlí 2008 og væntanlega á Þingvöllum. athöfnin í kringum undirskriftina verður að heiðnum sið, og ég þarf að fara að koma mér í gang við að semja tónlist...

ég set þetta svona fram vegna þess að mér finnst allt brúðkaupstal á netinu og í samfélaginu snúast um athafnirnar og umbúðirnar en ekki innihaldið, þ.e. þennan ótrúlega mikilvæga samning við stofnun fjölskyldu (sem maður getur lent í miklum vandræðum án)

mér finnst þetta í rauninni ótrúlega einfalt, og get ekki annað en haft á tilfinningunni að þeir sem vilja ekki gifta sig, en vilja samt eignast börn, séu einfaldilega ekki nógu ástfangnir. annars væri varla neitt mál að veita ástinni sinni það veraldlega öryggi sem felst í því að skreppa niðrí ráðhús og skrifa undir samninginn.

ekki misskilja, það er skárra að sleppa því en að skrifa undir með hangandi hendi, en þá er bara málið að hætta þessu rugli og hætta saman.

en það er auðvitað auðvelt þegar maður er ástfanginn að þykjast vera að gera allt rétt ;)

18 maí 2007

sinaskeiðabólga attur

svo ekki mikið um blogg næstu vikurnar

en HÚRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRA! og TIL HAMINGJU ÍSLAND!!!!

með að stjórnin hætti

þá er bara að fara að biðja allar góðar vættir að vaka yfir heilbrigðiskerfinu
ein af bestu vættunum (mamman mín) er auðvitað alltaf að því, en hún gæti örugglega þegið smá hjálp...

10 maí 2007

Búnað kjósa

kom heim frá Köln á mánudagsmorguninn, illa sofin, illa étin og í hálfgerðu uppnámi yfir að vera að fara að kjósa.
kíkti á netið til að fara yfir framboðslistana og komst í ennþá meira uppnám.
hvernig átti ég að fara að því að velja á milli???

á endanum hringdi ég í pabba sem sagði mér að það skipti ekki máli hvort ég kysi svo framarlega sem það væri annað hvort V eða S og ekki annað
til að fella ríkisstjórnina
það lítur víst út fyrir að Ómar blessaður gæti hjálpað henni að halda velli, þó hann hafi örugglega alls ekki ætlað sér það :s

svo ég kaus
annað hvort

skiptir ekki svo miklu máli hvort, ég passa í rauninni inní hvorugt

vil frelsi
en ekki selja landið einhverjum útlenskum risum, hvort sem þeir framleiða ál eða eitthvað annað

vil fjárfesta í menntamálum og nýsköpun og þróun vetnisvéla og annarrar umhverfisvænnar tækni
gjörbreyta utanríkismálum
og hætta að ætlast til að heilbrigðiskerfið "borgi sig" á einhvern peningalega mælanlegan hátt
og koma skólatannlækningum á aftur
og margt margt fleira

ég passa í rauninni best inn
í Danmörku

land frelsis og félagshyggju


en ég held áfram að kjósa heima, enn um sinn, því ég get ekki látið mér standa á sama
og auk þess hef ég kosningaskyldu þar næstu 7 eða 8 árin.


:D

09 apríl 2007

Besta myndin

Einn góðan veðurdag ákvað Guillermo del Toro að búa til mynd bara handa mér. Hann bretti upp ermarnar, sagði: "jæja, nú ætla ég að búa til mynd handa henni Dagbjörtu" og svo bjó hann til El Laberinto del fauno eða Pan's Labyrinth sem gæti útlagst á íslensku sem Völundarhús fánsins.

Hún er bara æðisleg.
Tónlistin, myndatakan, leikurinn, brellurnar, ímyndunaraflið, fegurðin, hryllingurinn, ævintýrið...
og þessi fallega saga

mér leið eins og ég væri fullorðin að upplifa Bróður minn Ljónshjarta í fyrsta skiptið en með kvenkyns hetjum
mér leið eins og ég væri lítil stelpa á töfraskóm
ég grét yfir fegurðinni og tók andköf yfir hryllingnum

ég er ennþá að hugsa um hana
og ég er búin að pikka upp vögguvísuna

við sem eigum ævintýrið, við eigum alltaf lítinn glugga til að komast út um - eða krít...

30 mars 2007

lofuð

"hvaða vikudagur er áttundi áttundi núllátta?" spurði Andrés fyrir nokkrum vikum

*hint hint*

...

við Andrés eigum voða erfitt með að slíta okkur hvort frá öðru á morgnanna. Okkur tekst stundum að vakna uppúr 6, en förum sjaldnast á fætur fyrir klukkan 7.
Í morgun var svo útvarpsvekjarinn með hljóðið skrúfað niður, svo við sváfum fastast til klukkan 8 :)

það þýddi samt ekki að við stykkjum upp og drifum okkur af stað. Andrés er í próflestrarfríi, og ég bara er ekki þannig manneskja.
og þó ég færi framúr og klæddi mig var hann líka alltaf að toga mig aftur til sín. þannig er hann soldið.

svo bað hann mig að giftast sér :D
og ég sagði auðvitað já, enda ekki erfið spurning :)

svo nú erum við trúlofuð, fyrir þá sem ekki eru ennþá búnir að frétta það, og brúðkaup er áætlað í júlí eða ágúst 2008

samt ekki 8. ágúst, engar áhyggjur afmælisbörn, það er ekki einu sinni laugardagur, eins og útskýrði fyrir Andrési þegar hann spurði ;)

góða helgi allir

*knús og kossar*

:Dagbjört trúlofaða

25 mars 2007

hvað á ég að kjósa?

úff, mér finnst ég í alveg ferlega erfiðri aðstöðu.
Var um það bil búin að ákveða að kjósa eftir þeim 2 málefnum sem mér finnast skipta mestu máli hvað varðar mun á flokkunum tveimur, þ.e. umhverfismál og utanríkismál...

svo komst ég að því að ég er í Reykjavík Suður.
Efst á S listanum í reykjavík suður er... já þið vitið hver.
Fyrir 13 árum í dag vann ég sjálfboðavinnu eftir skóla fram á kvöld á hverjum degi í amk. 2 vikur og hjálpaði þannig til að gera hana að Borgarstjóranum í Reykjavík og að gera Reykjavík að því sem hún er í dag. En ég fékk ekki að kjósa hana sjálf. Þá vantaði mig nefnilega hálft annað ár í kosningaréttinn.
Svo 4 árum seinna voru m&p flutt í Kópavoginn, og ég með. 4 árum eftir það bjó ég í Kanada...

en núna má ég loksins loksins kjósa hana
og þá...

Solla var frábær í kvennalistanum. Og frábær borgarstjóri. En eftir að hún hætti sem slíkur hefur hún ekki staðið undir mínum væntingum. Það er líklega erfitt að hafa völdin í svona mörg ár og fara svo allt í einu yfir í stjórnarandstöðu. Góðir leiðtogar eru sjaldnast góðir í andstöðu... ég get alveg fattað það. Vandamálið er líka ekki hún, heldur flokkurinn sem hún leiðir og stefnan og stefnuleysið og tækifærismennskan sem sá flokkur stendur fyrir.

í 2. grein stefnuskrár þeirra (Heilbrigðismál) stendur m.a.:

Skilgreina þarf hlutverk heilbrigðisstofnana og heilbrigðissviða og hafa valfrjálst stýrikerfi.

valfrjálst stýrikerfi? hvað meiniði eiginlega? var það gamla pr-teymið frá OZ sem skrifaði þetta?

úr 3. grein (Menntamál):
Þeim sem útskrifast með framhaldsskólapróf og háskólapróf í hverjum árgangi verði fjölgað um fjórðung á næstu árum.

uh, hvernig er þetta stefna? hvernig þið ætlið að ná þessu fram væri stefna.

aftur úr 2. grein:
Auka vægi einkareksturs, útboða og þjónustusamninga í heilbrigðisþjónustu þar sem markmið jafnaðarstefnunarinnar eru tryggð.

Það eru bara ein rök með tískufyrirbærinu einkarekstri í þessum geira: frelsi lækna.
Heilbrigðiskerfið snýst hins vegar ekki um frelsi lækna, heldur velferð sjúklinganna. Þetta kerfi er miklu dýrara fyrir ríkiskassan (fleiri ónauðsynlegar aðgerðir) og verra fyrir sjúklingana (fleiri ónauðsynlegar aðgerðir). Hver vill kerfi sem býður uppá að (gróða)hagsmunir læknisins sjálfs hafi áhrif á ákvörðunartöku. Jú margir læknar "myndu aldrei" og svo framveigis, en þeir eru alls ekki allir heilagir og algóðir englar í mannsmynd. Þeir eru líka mannlegir og eiga bara aldrei að þurfa að vera í svona aðstöðu. Miklu hærri útgjöld eru niðurstöðurnar sem liggja fyrir í þeim löndum þar sem einkarekstur hefur verið reyndur (t.d. Ástralíu), og svo hef ég prófað heilbrigðiskerfið í 3 ólíkum löndum og m.a. orðið vitni að svona ákvarðanatöku sjálf.

og svo mikilvægast (fyrir mig við þessa ákvarðanatöku) úr 11. grein (utanríkismál):
Breiða samstöðu þarf að skapa meðal þjóðarinnar um samningsmarkmið sem látið verði reyna á í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Niðurstöðurnar verði lagðar undir þjóðaratkvæði.

Evrópusambandið sem var stofnað til að vernda hagsmuni Evrópu gagnvart öðrum heimshlutum. Sem niðurgreiðir landbúnað svo mikið að það er ódýrara fyrir sælgætisverksmiðju í S-Afríku að kaupa danskan sykur en þann sem er framleiddur á bóndabænum við hliðiná. Og kemur svo í veg fyrir að Afríkuríki geti sett upp sams konar styrkjakerfi, með viðskiptaþvingunum. Sem er alltaf að senda Afríku styrki en bara ef þeir eru notaðir til að kaupa vörur frá Evrópu. Já, sem níðist á nágrannanum sínum í suðri ekkert síður en kaninn. Og banna Dönum að banna hættuleg efni í mat, af því að franskir eða spænskir matvælaframleiðendur vilja halda áfram að nota þau. Og ákveða á gulrætur séu ávextir, af því að þær eru notaðar í sultur (ok ekki mikilvægt, en hjálp! hvað það er fáránlegt). Fyrir utan fiskinn fiskinn fiskinn, sem kemur í veg fyrir að það verði nokkurn tímann mögulegt að vera með í þessu félagi. Hamingjunni sé lof fyrir það.

Umhverfismálin eru líka alltof tækifæriskennd hjá þeim, svona álíka og Hillary Clinton og Íraksstríðið. Fyrst með og svo á móti eftirá. Ekki beinlínis trúverðugt.

Ef ég væri blaðamaður myndi ég líka spyrja Sollu: "Ef þú yrðir forsætis- eða utanríkisráðherra, og George Bush myndi svo hringja í þig og biðja um (eða heimta) stuðning við árás á Íran, hvernig myndirðu bregðast við?" Ég veit hvað Steingrímur myndi gera...

ég las stefnuskrá V um daginn og þó ég sé ekki sammála öllu og kannski vel frjálslyndari en þeir þá eru þeir samt með hluti eins og:
Skóli án aðgreiningar - Tryggja ber að allir nemendur eigi jafnan rétt og jafna möguleika á að stunda nám þar sem hæfileikar þeirra njóta sín best. Skólar þurfa að geta mætt þörfum hvers og eins...

Svo þeir styðja þá ekki "allir eiga að vera eins" skólakerfið sem reyndi að gera út af við okkur systkinin. Þ.e. ekki eins gamaldags stefna í þeim málum og ég hélt áður.

Já, málefnaskráin hjá V er sumsé að stærstu leyti betri en hjá S
en listinn hjá S í Reykjavík Suður er bara svo svakalega sterkur...

og það verður erfitt að mega loksins kjósa Sollu og gera það svo ekki

argh

já langur pistill, en þetta er líka erfitt mál

p.s. Af hverju er Jóhanna Sigurðardóttir ekki í 1. sæti í Reykjavík Norður? Hún er einhver pottþéttasti og duglegasti alþingismaður sem við eigum!

p.p.s. ds: Það er ekki svo mikið að allt verði að vera bara grænt, heldur fyrirhyggjusemin og spillingin og þessar framsóknar patentlausnir sem eru ekki lausnir heldur oft bara ný vandamál. Lestu Draumalandið, Andri er hægri grænn og hann færir fullt af bæði hægri og grænum rökum á móti þessu öllu saman. Fyrir utan hvað hann er frábær penni. Vinur minn í frjálshyggjufélaginu er líka á móti þessari yfirgengilegu fyrirhyggju. Bið annars að heilsa ;)

p.p.p.s. já og það er óþarfi að stinga uppá að ég kjósi eitthvað annað en annan hvorn þessara tveggja. Ég ber virðingu fyrir D, amk. þeim þar, sem trúa því að D stefnan sé landinu og okkur öllum fyrir bestu (þ.e. ekki bara þeim sjálfum), og margir eru með af mikilli hugsjón. En ég er þeim ósammála um grundvallaratriði.

20 mars 2007

Grátt eða grænt?

jæja, ef svo ólíklega vill til að þið hafið ekki heyrt um hann, þá er Sáttmálinn um framtíð Íslands kominn á netið til undirskriftar hér.

Meðal þess helsta er:

1. Við höfum kjark til að byggja upp fjölbreytt og lifandi samfélag á Íslandi þar sem hugvit og sköpunargleði einstaklinga fær að njóta sín þeim sjálfum og öðrum til heilla.

2. Við sýnum komandi kynslóðum virðingu með því að láta lögfesta áætlanir um náttúruvernd áður en nokkuð frekar er aðhafst í orkuvinnslu.
3. Við öxlum ábyrgð á tímum viðsjárverðra loftslagsbreytinga í heiminum með því að fylgja alþjóðlegum skuldbindingum um losun gróðurhúsalofttegunda.


Og það er líka bent á að núverandi áætlanir í stóriðjumálum:
1. Takmarka nýtingu á fjölbreyttari og verðmætari tækifærum
2. Krefjast gríðarlegra fórna á náttúruverðmætum
3. Skuldbinda orkulindir Íslands til einhæfra nota til langs tíma
4. Leiða af sér aukna losun gróðurhúsalofttegunda


Það sem fer hvað mest í taugarnar á mér er ósvífnin í stjórnmálamönnum sem halda að þeir séu með bestu lausnina til að skaffa 200 manns vinnu. Hvað varð um hæfileika þessara 200 manna til að finna og velja sér vinnu sjálfir? Eða eins og Andri skrifaði, geta ekki 200 heilar fundið fleiri möguleika en einn?

:Dagbjört skógardís

01 mars 2007

Apar

Ef þið eruð ekki búin að lesa Bakþankana eftir Þráin Bertelsson frá því á mánudaginn, þá verð ég bara að benda á þá hér.

Gætið þess að lesa þá með vott af kaldhæðni, einhver sem skrifaði skoðun virðist hafa misskilið hann örlítið.

Ég vona annars að nýjustu rannsóknir á Simpönsum verði til þess að við förum að fara betur með þá greyin og hættum að loka þá inní einhverjum pínulitlum búrum. En nú finnst mér líka grimmt að halda hunda í borg...

13 febrúar 2007

islandsbryggja.dk

kæru allir sem þetta lesa

undanfarið hef ég í atvinnuleysi mínu verið að vefa heimasíðu fyrir tengdó.
þannig er mál með vexti að tengdó býr á Íslandi en keypti sér glænýja lúxusíbúð á Íslandsbryggju síðasta vor. Hugmyndin er að hafa alltaf vísan stað þegar þau kíkja í heimsókn, og geta komið oftar og vera óháð okkur. Og svo á þess á milli að leigja íbúðina út til annarra Íslendinga sem heimsækja Køben. En hvernig getur fólk vitað af íbúðinni? Jú með heimasíðu, að sjálfsögðu, og þar sem ég hef verið minna upptekin undanfarið (en ég er vön) þá skellti ég mér í verkefnið. Síðan fór svo í loftið í síðustu viku, og þó við eigum etv. eftir að skrifa meira innihald hér og þar, þá erum við mjög ánægð með útkomuna. Það eina sem vantar er að hún googlist, og til þess þarf fólk að skoða hana. Svo mig langar að biðja ykkur, öll sem hafið tíma, til að kíkja á síðuna (og sjá hvað ég er búin að vera dugleg). Hún er á www.islandsbryggja.dk og þar eru líka alls konar sniðugir hlekkir til að kynna sér Kaupmannahöfn og hvað er að gerast. Og ef þið þekkið einhvern á leiðinni til Køben sem vantar góða gistingu, þá megið þið auðvitað benda á hana ;)

takk allir

*knús og kossar*

:Dagbjört vefari

ilmurinn

ólíkt Grenouille hef ég alltaf haft frekar lélegt lyktarskyn. það hefur svosem nokkra ágæta kosti, svo sem að geta unnið í fjósi án þess að finna fyrir neinu, en mér finnst frekar leiðinlegt að missa af lyktarminninu sem flestir hafa, t.d. gagnvart sínum nánustu.

ég hef alltaf verið hrædd um að þetta gæti leitt til þess að ég sjálf lyktaði illa án þess að vita það, og þess vegna verið extra passasöm með að baða mig og þvo fötin mín. hins vegar komst ég aldrei upp á lag með að nota ilmvötn. kannski var það bara vegna þess að ég kunni engan veginn að velja mér ilmvötn og þau sem ég fékk gefins pössuðu mér ekki (fyrir utan eitt sem ilmaði af sólskini og appelsínum og ég notaði á hverjum degi um 17 ára aldurinn þangað til það kláraðist).

Svo í nóvember 2004 vorum við söngskólapíurnar með kórnum í New York og eins og hver annar ungkvennahópur eyddum við ca. hálfum degi inni í Victoria's Secret. Þar keypti ég sérstaka gjafaöskju sem var bara til fyrir jólin (jólavertíðin þar vestra hefst 1. nóv) sem innihélt 6 mismunandi ilmandi bodyspray í litlum brúsum. Þetta var einmitt það sem ég þurfti, þ.e. tækifæri til að prófa ilmina á sjálfri mér, hvern fyrir sig. Og ég var sko ekki lengi að finna mitt uppáhald: Jasmin, ástríðuávöxtur og mangó blandað saman í ilminn sem Victoria's Secret Garden kallar "Forbidden Fantasy". mmmmmm

Síðan hef ég fengið vesturfara til að kaupa þennan ilm fyrir mig eða einfaldlega pantað yfir netið, þannig að ég eigi alltaf nokkra brúsa.

Fyrir akkúrat 18 mánuðum í gærkvöldi var ég líka vel og vandlega úðuð með honum, þegar ungur maður sem finnst fátt jafn gott og mangó bar mig augum og nösum í fyrsta sinn. Ef konur eiga að ilma eins og matur, þá valdi ég amk. hárrétta ávöxtinn handa Andrési ;)

Og svo í dag þegar við erum búin að vera saman í 18 mánuði (eitt og hálft ár), þá hringdi hann í mig klukkan 9 í morgun og spurði hvort ég væri á leiðinni í bað? og svo bað hann mig um að kíkja inní skáp. Þar var hvorki meira né minna en PAKKI !!! handa mér !!!

og inní pakkanum var Body Shop gjafaaskja með ástríðuávaxtarilmandi sápum og kremi og alls konar. mmmmmmm. og við sem eigum enga sturtu og erum alltaf í baði og oftast saman og Andrés sem þvær á mér hárið núna þegar ég er puttabrotin. sérstaklega í því ljósi, var þetta alveg extra extra rómó og sætt og mér hefði líka bara aldrei dottið í hug að ég fengi pakka á eins og hálfsárs deginum okkar.

og í kvöld þegar Andrés kemur heim af körfuboltaæfingu (sem ég ætti að vera á), þá ætlum við að gæða okkur á Sushi hér heima og hafa það kósí :p
kannski ég reyni að gera soldið fínt hérna heima. hvernig ætli sé að ryksuga puttabrotin? ég ætla svo að bæta mér upp að geta ekki spilað körfu með því að hjóla alla leið á uppáhalds Sushi staðinn okkar á Nørregade til að sækja matinn og fá þannig smá hreyfingu :p

18 mánuðir
þar af 10 í sambúð
ekki slæmt ha?

*knús og kossar*

:Dagbjört dísulísuilmvatnsskvísa

08 febrúar 2007

Vín, Wien

jibbí ég var að panta miða til Vínarborgar að heimsækja tvær af mínum uppáhalds söngdívum, Dóru og Rannveigu sem einmitt leigja þar saman og eru í söngnámi :D

fer eftir rúmar 2 vikur :p

ég var næstum búin að kaupa miða heim til Íslands en m&p eru upptekin allan febrúar. svo er líka ódýrara og styttra að fara til Vínar og ég sakna stelpnanna alveg helling.

það verður mikið kjaftað og haft mjög hátt :D

annars fer vonandi að færast smá hiti í atvinnuleitina, þar sem ég er búin að útvega mér skínandi skrifleg meðmæli.

slysó hringdi á mánudaginn til að láta vita að yfirlæknirinn hefði farið yfir röntgenmyndirnar af puttanum og komist að því að hann er meira brotin. hann á því að vera teipaður við baugfingur allar 3 vikurnar sem hann er að gróa. ég er fegin því, því spelkan sem ég var komin með var mjög óþægileg og sársaukafull á stundum og ég bara fann á mér að það væri ekki nógu gott að vera með hana.
svona líður mér miklu betur, en nú hef ég bara 2 fingur á vinstri hendi til að nota á lyklaborðinu, svo ég geri mikið af innsláttarvillum. langatöng er í 300% starfi greyið. hún verður bara að venjast því.

við erum annars alltaf að verða hjónalegri hjónaleysin. nú er Andrés komin með gleraugu í fyrsta skipti á ævinni, og eftir mjög sársaukafulla leit (kærastan er mjög erfið við að velja gleraugu) þá fannst rétta umgjörðin sem er auðvitað dökkbrún og einföld og létt frá Hugo Boss (mín umgjörð er líka brún og einföld- þetta er liturinn sem fer okkar litarhætti best og smellur við andlitið). ég skoðaði helling handa sjálfri mér líka, enda mín gleraugu orðin 8 ára og töluvert slitin, en þau gleraugu sem eru í tísku núna eru skelfileg. þykkar litsterkar ýktar umgjarðir. fínar sem tískuvara á einhverju módeli, en ekki á andlitinu á mér á hverjum virkum degi. ég vil að það sjáist í andlitið, takk fyrir. grrrrrrr

svo göngum við oft í eins grænum buxum...

jæja, best að fara að gera eitthvað að viti
fallega fallega fallega Essex píanóið mitt kallar á mína einu og hálfu hendi
það er æðislegt að eiga svona aðlaðandi píanó, meira að segja Andrés langar að læra núna :p

*knús* á alla

:Dagbjört dís

01 febrúar 2007

sjldn er ein brn stök

því mér tókst ð brjót örlitl flís f minnst beininu í minnst puttnum ´ vinstri hendi

sem hljómr svo sem ekkert svo skelfileg
fyrr en mður fttr ð hnn gerir svo ótrúleg mrgt

hnn er einmitt gettu hvr ´ lyklborðinu...

:(

og hnn er BSSINN pínóinu :( :( :(
og 8undin fyrir vinstri
og nuðsynlegur í næstum öllum skemmtilegu gítrhljómunum

og nú er hnn teipður fstur við bugfingurinn og úr leik næstu þrj´r vikurnr
og ég þrf ð lær ð skrif (?) með bugfingri

gngi mér vel
þkk fyrir ð þð er hvorki kú né set í íslensku

umingj litliputtinn minn

Dgbjört litl puttbrotn

29 janúar 2007

sinaskeiðabólga

kemur í veg fyrir blogg þessar vikurnar

fann píanókennara
byrjaði að æfa mig

við erum að vinna í þessu

á morgun fæ ég mér kannski píanó


:D

11 janúar 2007

tvö ein á aðfangadagskvöld

við Andrés vorum 2 ein saman á aðfangadagskvöld
það var það sem okkur langaði mest, en það var svo fyndið að fullt af fólki vorkenndi okkur voða mikið :þ

ég var í fríi vikuna fyrir jól, og það fór hrikalega mikill tími í að versla jólagjafir og jólaföt. samt vorum við búin að öllu, þmt. öllum þrifum og skreytingum klukkan 21 á Þorláksmessukvöld. það fannst mér reyndar aðeins of snemmt, ég hefði viljað halda áfram til svona 24 ;) sauð bara hangikjötið og dundaði mér við einhverja músastiga, en það vantaði alveg stemninguna sem er heima á Þorláknum.

Aðfangadagur var hins vegar fullkominn. við skruppum í pakkaleiðangur til storebror, spiluðum Matador, fórum í langt langt langt bað, og ég fékk fullt af tíma til að gera mig sæta fyrir kvöldið. maturinn var tilbúinn á slaginu 18, án þess af við höfum ætlað okkur það. við borðuðum rækjufyllt avokado í forrétt, og heimsins bestu grilluðu nautalundir (já grillaðar úti!), sem bráðna uppí manni og eru svo rauðar að þær baula næstum ennþá í aðalrétt. klukkan rétt fyri 19 setti ég á rás 1 í beinni og hlustaði á þegar jólin voru hringd inn heima. Útvarp Reykjavík, útvarp Reykjavík, gleðileg jól!
við höfðum ekki pláss fyrir ísinn fyrr en seinna um kvöldið en hann var auðvitað heimatilbúinn - ég bjó til heila 10 lítra af ís, 3 mismunandi tegundir.

við vorum ekki með alvöru jólatré, aðallega vegna þess að við áttum svo lítið skraut og enga seríu og hér er ekkert svona Blómaval til að kaupa allt svoleiðis. í staðinn var litla sæta ljósleiðarajólatréð mitt í glugganum með litlum rauðum kúlum og jólasveinastelpu og strák á toppnum. og það skraut sem við áttum á víð og dreyf um íbúðina, en mest í stofunni. við stöfluðum öllum pökkunum á sófaborðið okkar, og það var sko alveg fullt, því fólk var svo duglegt að pakka öllu inn í marga litla mismunandi pakka. við fengum margar alveg æðislegar gjafir, eins og bækur og lopapeysu og sokka og inniskó og húfu og vettlinga og sokka og handmálaðan dúk og sequence og bolla og sokka og geisladiska og tösku og dagbók og sokka, en hápunkturinn var þegar Andrés opnaði síðasta pakkann sinn sem var stafræn myndavél frá mér, mömmu hans og m&p. hann var búið að langa í svoleiðis í mörg ár, en grunaði samt ekki neitt, og hann fer ennþá með hana hvert sem hann fer, líka í skólann :þ

svo tókum við upp jólakortin og það var meiriháttar, því ég fékk svo mörg og varð svo glöð að fólk skyldi muna eftir mér hérna í útlegðinni :D

svo var hringt heim, borðaður ís, spilað sequence og lokst skriðið í bólið með góðar bækur :)

yndislegt kvöld, og við vorum skælbrosandi og sæl allt kvöldið.
það sem eftir var af jólunum vorum við með fullt af fólki næstum alla dagana.

takk takk takk fyrir jólakortin og pakkana

*knús og kossar*

:Dagbjört litla

2006

smá uppgjör

árið 2006 var gott ár
lærdómsríkt
stundum erfitt
en gott
og skemmtilegt

ég lærði að búa með manni
sameina tvö líf

ég lærði að það er eðlilegt að takast á, svo framarlega sem leyst er úr því, og við leysum alltaf úr því. En við fyrstu átök fór ég í algjört kerfi og langaði til að hlaupa eins langt í burtu og ég gæti. núna reyni ég að anda rólega, setjast niður í einrúmi og róa mig ef ég kemst í uppnám, svo ég geti séð hlutina í skýru ódramatísku ljósi áður en við leysum úr þeim.
ég er þeirrar skoðunar að það sé þúsund sinnum betra að tala um hlutina frekar en að láta sig hafa það og grafa þá niður í undirmeðvitund þangað til sambandið er orðið biturt eða kona er orðin sjálfskipaður píslarvottur af því að hún nennir ekki að byðja manninn sinn um að hjálpa til við heimilisverkin (því hann á sko að fatta það sjálfur). það kemur bara ekki til greina að ég verði þannig, eða þjónn, og Andrés fær alveg að heyra það ef hann tekur ekki eftir því sem ég geri, eða það er langt síðan hann tók uppvaskið. honum finnst það líka allt í lagi af því að það kemur svona stöku sinnum allt í einu, en alls ekki nöldur á hverjum degi. svo er líka hægt að haga orðum og tóni þannig að það sé frekar sætt en pirrað...

á þessu ári fékk ég upplifa tilfinningaveruna mig eins og hún hefur ekki verið síðan ég var unglingur, og mér finnst það bara frekar æðislegt. kannski hef ég ekki verið svona mikið lifandi síðan '97 ?
hún er samt algjör rússíbani og ótrúlegt að ég hafi fundið mann sem er hennar jafnoki í öllu og einu. smátt og smátt höfum við verið að finna ákveðið jafnvægi, en við erum samt bæði þannig að engir tveir dagar eru eins.

það var nú ekki pláss á þessu ári fyrir mikið annað en Andrés
tónlistin fékk að sitja töluvert á hakanum, og það eina sem ég náði að klára var jólalagið, en ástandið skánaði með haustinu þegar það fór að vera mikið að gera í skólanum hjá Andrési.

ég fékk algjöra óbeit á vinnunni minni, og þurfti að pína mig á fætur á mornanna. skemmtilegasti hluti dagsins var að hjóla í og úr vinnu. ég er ennþá með ógeð, og fæ eiginlega í magann þegar ég hugsa um tölvuvinnu. stundum langar mig bara til að gerast bréfberi...

annars eyddi ég alltof miklum tíma á flugvöllum, fór til Montreal og Noregs og Köben og flutti til Köben og fór til Íslands og Noregs og labbaði Fimmvörðuhálsin og slapp naumlega úr klónum á Krossá. svo byrjaði ég í körfu og varð miklu betri í dönsku og las nokkrar frábærar bækur. ég samdi líka nokkur flott lög, þó þau séu ekki alveg tilbúin ;)

takk fyrir árið 2006

*knús og kossar*

:Dagbjört dísulísutónlistarskvísa