17 apríl 2008

ýmislegt annað sem við köllum hann Pétur Huga

smá listi:


  • Stubbur (situr ennþá pínu fast á honum)

  • Pétur ofurHugi (kom rétta leið en með rassinn fyrst)

  • litli rass (á helst við kollinn hans, sem ég klappaði alltaf þegar hann var inni í maganum og kallaði "litla rass" - sem við héldum að hann væri)

  • Barbakær (því hann fæddist með svo mikið, úfið, dökkt hár)

  • litla bóludýr (er með "gestabólurnar" eins og er)

  • átvaglið mitt

  • elsku hjartans Pétur

  • hjartans hjartans (þær eru svo væmnar þessar mömmur!!!)

  • Andrésson

  • Tröllabarn (með pínulítinn risastóran æðislegan tröllanebba)

  • ljósálfur (í einum ákveðnum galla með hettu)



úff! það sem þessum foreldrum dettur í hug