19 desember 2006

Jólakveðja


Kæru vinir!
Með jólalaginu í ár langar mig að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Smellið hér til að hlusta á jólalagið.

Takk fyrir að muna eftir mér og kíkja hérna inn, þó svo að ég sé komin í útlegð til Danaveldis.

Hafið það sem allra best yfir hátíðirnar, og munið að jólin snúast um ljós, hlýju og umfram allt fólk.

*knús og kossar* til ykkar allra

:Dagbjört jóladís

P.s. Þar sem sendingakostnaður á geisladiskum milli landa er töluverður, þá vona ég að þið fyrirgefið mér að þið fáið lagið yfir netið þetta árið. Ef einhver óskar sérstaklega eftir geisladisk, látið mig vita.

15 desember 2006

Woxit

Hann Maggi vinur minn og nokkrir félagar hans hafa eytt öllum sínum frítíma undanfarið í að skrifa nokkuð sniðuga bókamerkjaþjónustu.
Þjónustuna kalla þeir woxit, en hún virkar þannig að maður gætur bætt við og skoðað bókamerkin sín í hvaða tölvu sem er, hvar sem er í heiminum.

Ef þú, til dæmis, sér einhverja sniðuga síðu í vinnunni, sem þú vilt skoða þegar þú kemur heim, þá smellirðu bara á voxit hnappinn á vafranum þínum (sem þú setur upp þegar þú færð þér woxit), og síðan bætist inn í bókamerkin þín. Svo þegar kemur heim opnarðu woxit og smellir á bókamerkið.

Woxit les líka öll bókamerkin sem þú átt fyrir í vafranum þínum og bætir þeim inn.

Svo er þetta auðvitað bæði á íslensku og ensku, og styður Firefox jafnt sem IE vafra.

Endilega kíkið á þetta á www.woxit.is

12 desember 2006

Bangsi bestaskinn

man einhver eftir honum?

hérna er smávegis til að rifja upp

netið er yndislegt :D

07 desember 2006

Konunglegur Ballet

Já við fórum á frægasta ballett allra tíma, Svanavatnið, í nýja flotta óperuhúsinu í gærkvöldi.
vááá hvað það var æðislegt!!!

í hléinu skiptum við um sæti, því það voru tvö laus við hliðina á okkur, sem voru nær miðju
en það var ekkert allt of sniðugt því fyrir framan mig sat ákaflega hávaxin kona, höfðinu hærri en mennirnir í kringum hana, svo ég þurfti að sitja hálfskökk til að sjá danssýninguna sem er í upphafi annars þáttar, með spænskum, rússneskum og austurlenskum (vá vá vá) dönsum.
en svo kom svarta prinsessan og plataði prinsinn til að halda að hún væri svanaprinsessan, svo hann sveik raunverulegu svanaprinsessuna og ég steingleymdi því að það væri neinn fyrir framan mig.

og svona fyrir ykkur sem hafið bara séð teiknimyndina: Ballettinn endar illa. Af því að prinsinn var gabbaður til að svíkja svanaprinsessuna, þá losnar hún ekki undan álögunum.
Hún fyrirgefur honum og svo kveðjast þau áður en hún breytist aftur í svan.

og þessi lokasena er einhver flottasta tónlist sem til er, og nóg til að fá mig til að tárast, án þess að horfa líka á svona áhrifaríka dansa
en hjálp hvað það var flott!
20 svanir auk prinsessunnar, og í hvert skipti sem þær voru á sviðinu var það bara töfrum líkast.

mmmmmmmm

við skemmtum okkur sumsé konunglega
og í konunglegum félagsskap, þar sem hennar konunglega hátign mætti til að horfa á konunglega ballettflokkinn sinn.

svo þegar þau hneigðu sig, þá hneigðu þau sig fyrst fyrir henni og svo fyrir okkur :þ

ætli ég verði ekki að fara að bera meiri virðingu fyrir henni fyrst ég hef séð hana í eigin persónu...

Vigdís er samt alltaf flottust ;)

svo má ekki gleyma að minnast á það að Andrési fannst þetta líka mjög skemmtilegt, og pældi mikið í þessum ystu mörkum líkamlegrar getu sem ballet-dans er. alveg hreint ótrúlegt sem hægt er að gera við líkamann.

mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

*knús og kossar*

Dagbjört dísulísa sem dansar ekki lengur ein

05 desember 2006

Auli Jónsson

jólalagið er alveg að verða tilbúið, og vantar bara hljóðræna fyllingu, ef svo má segja
svo ég kíkti inná popplandsvefinn til að athuga hvenær fresturinn til að skila inn lögum rynni út...
og þá var það í GÆR !!!!!!!

buuuuuuuuuuuuhuuuuuuuuuuuuuuhuuuuuuuuuuuuuuuuuu
hvernig er hægt að vera svo mikill bjáni að vera ekki búin að athuga þessa dagsetningu fyrr??? Fannst það bara ekki mögulega geta verið fyrir 10. des ! Minnti að það hefði verið 14. síðast en það er örugglega algjört RUGL. grrrrrrrrrrrrrrrrrrrr nú er ég ósátt við mína

vonandi fyrirgefur Erna mér ;(

og þetta er eitt sætasta lag sem ég hef samið...

þið fáið nú auðvitað að heyra það sem jólakort en mikið svakalega get ég verið mikill endemis AULI að klúðra þessu

*grenj*

Dagbjört klúðurdís

30 nóvember 2006

Desember á morgun!

og ég er farin að hlakka SVO mikið til

í fyrramálið 1. des ELDSNEMMA flýg ég til Noregs í jólabakstur, hygge og fjör hjá storesös, strákunum hennar og litlu snúllunni þeirra sem fæddist fyrir akkúrat 4 vikum í gær :D

verð þar um helgina en á meðan þarf aumingja Andrés að fara í 2 julefrokost-a, en danski julefrokost-inn er nú efni í heilt blogg út af fyrir sig...

svo á miðvikudaginn 6. des þá förum við á Svanavatnið í nýja æðislega óperuhúsinu, en ég hef ALDREI séð það, þó ég hafi kunnað ALLA tónlistina utanað í áratugi ! Keypti æðislega fín sæti fyrir alveg helling af peningum, því ef maður ætlar á uppáhalds balletinn sinn á annað borð, þá er eins gott að gera það almennilega. (best að taka síðpilsið upp og reyna að slétta það á eftir)

og á föstudaginn 8. des þá fæ ég "the next best thing" við að fá mömmu í heimsókn, þ.e. systur hennar mömmu :D Þau hjónin verða hérna í Köben þá helgi og Andrés yfirkokkur ætlar að elda eitthvað voða gott handa þeim :D jibbíí ! Hún er nebblilega uppáhalds móðursystir mín í öllum heiminum ;)

laugardaginn 9. des mætum við snemma til Mie og Henrik (sem eru vinir okkar í sömu raðhúsalengju) þar sem við verðum allan daginn við jólabakstur með jólaglögg í góðra vina hópi, á meðan ættin heima sker út laufabrauðin án mín...

laugardaginn 16. des verður svo julefrokost hjá vinahópnum, og ég er fyrsta kærastan hans Andrésar sem kemur þangað í annað skiptið :D (við erum jú komin yfir 15 mánuði saman)
Það var mjög gaman í fyrra en verður margfalt skemmtilegra núna því ég þekki þau öll svo miklu betur og tala líka betri dönsku. Vinir hans Andrésar eru barasta alveg meiriháttar :D

sunnudaginn 17. des kemur tengdó til landsins og þá verður nú örugglega eitthvað hygge (frábært orð sem því miður vantar í Íslensku) með þeim hjúum áður en þau fljúga til Cairo...

þriðjudaginn 19. des (held ég) verður svo karlinn minn búinn í skólanum, og konið mitt líka einhvern tímann um þetta leyti, og svo þarf maður að kaupa jólatré og skreyta skreyta, thíhíhí

laugardaginn 23. des er það svo ég sjálf sem sýð hangikjötið!!! í fyrsta skipti. Það fer í pottinn seint um kvöldið, sýður vel og lengi, og er svo látið standa í honum alla nóttina :p

og svo eru barasta komin jól jól jól!!!

og ég er búin að kaupa hvorki meira né minna en 10 jólagjafir af 18, en búin að ákveða um það bil allar hinar líka, svo þá þetta nú bara fjör héðan í frá.

og svo keypti ég líka soldið handa sjálfri mér...

;)

*knús og kossar*

:Dagbjört jóladís

29 nóvember 2006

Tónlist með lífinu

Hún Hafrún mín var með voða sniðugan leik á síðunni sinni sem heitir

Ef líf þitt væri bíómynd, hvernig væri tónlistin í henni?

Og reglurnar eru:

1.Opnaðu spilarann sem þú notar (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Settu á shuffle
3. Ýttu á spila(play)
4. fyrir hverja spurningu seturðu það lag sem er að spilast
5. Þegar þú ferð í næstu spurningu, ýttirðu á next takkan fyrir næsta lag.
6. Ekki svindla og þykjast vera kúl settu inn hvaða lag kemur…

Tónlistarnördinn ég stenst auðvitað ekki að prófa, en ég ákvað samt að aðlaga spurningarnar að mínu lífi, sem er ekki amerískur farsi. Veit auðvitað ekkert hvað á eftir að gerast eftir "Köben" (nema auðvitað að ég mun einhvern tímann deyja) svo ég held mig mest við "farsann" eftir það, en giska á að það verði pínu streð næstu árin :p

Ég hef ákveðið að setja iPodinn minn á shuffle, en auðvitað var ég alls ekki með svona kúl tónlistarsmekk fyrir 10 árum og hvað þá fyrr :p

Opnunarlag: The Fool on the Hill / The Beatles / Magical Mystery Tour (LOL - vel byrjar það)

Vöknun: Weeping Willow / The Verve / Urban Hymns

Fyrsti skóladagur: Corpus Christi Carol /Jeff Buckley / Grace

Árið í Edinborg: Luktar-Gvendur / Björk Guðmundsdóttir & Tríó Guðmundar Guðmundssonar / Gling Gló

Gaggó: Saturn The Bringer of Old Age / Holst / The Planets (já gott ef ég var ekki byrjuð að hlusta á klassík í gaggó)

árin í MH: Mr. Tambourine Man / Bob Dylan / The Essential Bob Dylan 1 (Ég var samt ekki ein af þeim 50% sem reykti hass í MH)

Skólaball: Summer is gone / Jet Black Joe / You ain't here (jeij ! Jet Black Joe var sko it þegar ég var að byrja í menntó)

Ævintýrið í Miðausturlöndum: Dream Brother / Jeff Buckley / Live a l'Olympia (kúl)

Kærastastand: Everybody's Got Something to Hide Except Me and My Monkey / The Beatles / The White Album (hahahahahahaha, myndi kannski ekki kalla hann apa...)

Háskólakona: With these hands / Tom Jones / Edward Scissorhands (Tom Jones??? fylgdi víst með Edward Scissorhands Soundtrackinu, en ég skippa alltaf yfir þetta lag. Er samt ekkert hræðilegt núna þegar ég heyri það. En samt, Tom Jones !!! ógeð dónakall með litað hár frameftir aldri :s)

Ástarsorg: Run to the Water / Live / The Distance to Here ( "I will not be moved", "Let yourself be wounded", "Rest easy baby". Passar vel. Og bara æðislegt lag, svo ég ætla að hlusta á það áður en ég svara næsta)

Kanada: Sulk / Radiohead / The Bends (LOL! Well, what can I say, Canada wasn't all that great....)

Söngskóladís: Squeeze Box / The Who / The Who's Greatest Hits (Kannski ekki alveg "ég" lag, soldið gamaldags rokk, en titillinn passar ágætlega :p)

Baráttulag: China Girl / David Bowie / ... (thíhíhí)

Ástfangin: Happy Jack / The Who / The Who's Greatest Hits (hmmmm, hefði nú valið "Nothing Else Matters". Kannski sé kominn tími til að taka The Who útaf ipodnum. Var að gefa þeim séns, því þeir sömdu jú "My Generation" ofl.)

Köben: You / Radiohead / Pablo Honey ( "You are the sun and moon and stars" "I could never run away from you" awwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww og æði rokkgítar)

Fæðing barns: The Christmas Song / Maren Ord /Christmas Songs [Nettwerk] (þetta er ansi góður Kanadískur jóladiskur, með m.a. Barenaked ladies og Söruh McLachlan, og reyndar stöku lagi sem ég hleyp yfirleitt yfir. En hvað, á ég að eignast jólabarn eða fæ ég kannski að geta barn um jólin :þ ? Maren Ord er annars voða kósí söngkona, kannski ég ætti að athuga með að nota hana sem slökunartónlist við fæðingu, skylst á storesös að það muni miklu að hafa góða tónlist :þ)

Streð: IV Offertorium No. 2 Hostias / Mozart / Requiem (hmmmm, þetta er tónlistin sem ég ætla að deyja við, vona að ég deyji ekki fyrir aldur fram... Eitt flottasta tónverk í heimi)

Ellin: Kinetic / Radiohead / Pyramid Song ( F**k, hljómar eins og ég verði með Alzheimer. Ringlað lag.)

Dauðasenan: Savoy Truffle / The Beatles / The White Album (hmmm, ekki alveg. Fer að efast um þetta shuffle, er þetta ekki 3. lagið af White Album? )

Jarðarfararlagið: Quando m'en vo / Verdi / La Bohem ( Já takk! Opera! mmmmm)

Lokalagið: Mín jól / Dagbjört dís / Jóladiskurinn í fyrra (:D Vel við hæfi að enda á lagi eftir mig sjálfa :þ)


jæja, ætli sé ekki best að senda Andrési SMS með "You are the sun and moon and stars" :þ

og spá svo hvaða lög ég myndi sjálf velja. Sakna soldið Arvo Pärt af listanum, hann er jú stórt númer á iPodnum mínum. Held ég myndi velja hann í Ellina

20 nóvember 2006

frystikista sem hlær

ja, eða fær hún mig amk til að hlæja :D

var að koma heim, glorhungruð og ekki of glöð yfir því að þurfa að fara útí búð til að kaupa í matinn, þegar ég mundi að ég á frystikistu FULLA af mat :D

jeij

nú get ég skellt matnum á pönnuna og hann verður tilbúinn eftir 15 mín

húrra húrra húrra

við Andrés fórum loksins og fjárfestum í einni góðri 200 lítra Frystikistu sem passar svona akkúrat í útskot í þvottahúsinu og er kjörinn til að brjóta saman þvott á :þ

OG líka uppþvottavél, en eins og flestir vita þá var uppþvotturinn það húsverk sem var hvað mest að drepa okkur (já og innkaupin því við erum með svo lítinn ísskáp og þurftum að fara á hverjum degi í búðina áður)

ég reikna með að klukkutímunum sem ég eyði í húsverk fækki við þetta um svona 7-10 á viku

jibbbbbbbbbbíííííííí

já ég er ekki mikil húsverkakona, það er svona helst þvotturinn sem ég stend mig vel í og þrifin þegar ég kem mér í gang.

við vorum líka svo slæm að þegar við vorum búin að panta uppþvottavélina, á laugardegi, þá vöskuðum við ekkert upp aftur alla vikuna, þangað til við fengum hana í gagnið á föstudegi. við bara komum okkur alltaf undan því ;)

eldhúsið var auðvitað í rúst....
en nú er það alltaf frekar snyrtilegt og fínt, og svosem ekki mikið mál að þvo einn eða tvo potta ;)

best að fara að fá sér að borða og nota svo þennan auka klukkutíma sem ég græddi í dag, þökk sé frystikistu og uppþvottavél, í að vinna í jólatónlistinni ;)

knús og kossar allir

p.s. það fyrsta sem fór ofan í frystikistuna var alíslenskt úrbeinað eðal hangikjötslæri, sérreykt frá mömmu, sem verður í matinn á jóladag :D

16 nóvember 2006

Dagur íslenskrar tungu

til hamingju með daginn

Jónas Hallgrímsson fæddist fyrir 199 árum á þessum degi, það hlýtur að verða mikil hátíð næst :D

Afi minn fæddist fyrir 84 árum á þessum degi, en hann dó fyrir 7 árum síðan. Hann var alltaf mjög stoltur af að eiga sama afmælisdag og Jónas :D

Þeir voru báðir skáld og báðir í uppáhaldi hjá mér :D

Ég settist niður í gærkvöldi til að klára þennan blessaða jólalagstexta. Fyrsta erindið er reyndar soldið moð, en ég er mjög ánægð með hin, sérstakleg það þriðja. Það hljóta að vera einhver af genunum hans afa í mér :)

Jólakveðja

Langt í burtu á Norðurslóð
glitrar frost á götu og lóð
veröldin undurhljóð

Jólanótt er enn á ný
í hjarta þínu og rúmi hlý
brosir þú draumi í

Stjörnurnar vaka
við gluggann þinn hljótt
dreymi þig jólasnjó
sofðu rótt
dreymi þig frið á jólanótt

Hvar sem ég um jólin fer
heima er í hjarta mér
hugur minn er hjá þér

Stjörnurnar vaka
við gluggann þinn hljótt
dreymi þig jólafrið
sofðu rótt
dreymi þig ljós á jólanótt

06 nóvember 2006

blóm blóm og meiri blóm

síðan líffræðinördinn minn fór að læra um plöntur, þá má varla senda hann einan út í búð án þess að hann komi heim með ný pottablóm.
fyrst voru það tvær kjötætuplöntur, sem við dunduðum okkur við að gefa flugur og köngulær í haust, svo þrjár litlar plöntur í sambýli, svo bonzai tré og bleikur nóvemberkaktus og annar hvítur og brómelía og svo...

já svo einn föstudaginn (fyrir 1 og 1/2 viku) hringdi dyrabjallan og fyrir utan stóð sendill með blómvönd til Andrésar. Andrés var ekki heima svo ég setti blómin í vatn, og sendi honum SMS "það var verið að senda þér blóm"
aumingja Andrés fór alveg í kerfi
"hver myndi senda mér blóm?"
"allir sem vita hvar ég bý, vita að ég á kærustu!!!"

thíhí
ég vissi sko alveg frá hverjum þau voru. þau voru frá vinnunni minni, til að bæta makanum mínum óhóflegt vinnuálag á mér þá vikuna...

svo kom Andrés heim með æðislegar bleikar rósir í potti (sem hann vissi að mig langaði í) og sagði að fyrst hann fengi blóm þá ætti ég að fá líka

blómvöndurinn er að sjálfsögðu dauður (enda heimsins mesti hégómi að rækta blóm til að vera falleg í 3 daga og deyja svo - finnst okkur pottaplöntufólkinu), en rósirnar mínar verða bara fallegri og fallegri

svo má ekki gleyma risa-friðarliljunni sem m&p gáfu okkur í auka-innflutningsgjöf (stóra innflutningsgjöfin var æðisleg gluggatjöld í stofuna)

samtals gera þetta svo 11 pottablóm :þ

og bleiki nóvemberkaktusinn er allur að blómstra og stofan er bara svo heimilisleg og fín :D

*knús*

:Dagbjört blómadís

22 október 2006

innblásið uppvask

fátt er jafn gott fyrir innblástur og að vaska upp í útvarpslausu eldhúsi
það er ekki seinna vænna að byrja á jólalögunum, sem eiga að vera 2 þetta árið, eitt handa Ernu og eitt handa mér
jólalagið handa Ernu er alveg að verða samið
laglínan kom endanlega á fimmtudaginn, og núna áðan samdi ég textann við viðlagið yfir leirtausfullum vaskinum.

Stjörnurnar vaka
við gluggann þinn hljótt
dreymi þig jólaljós,
sofðu rótt
dreymi þig frið
á jólanótt

jeij

lag og texti er auðvitað auðveldi hlutinn, útsetning upptaka og hljóðblöndun er miklu meiri vinna.
mesta vandamálið er að mig vantar svo Danny Elfman diskana mína 2 (Nightmare before Christmas og Edward Scissorhands) til að fá pínu innblástur fyrir svona ekta jólatöfra. þeir eru báðir á Íslandi

já og svo þarf ég auðvitað að semja mitt jólalag...

18 október 2006

Óskalisti fyrir sveitina okkar


  • Ávaxtaskógur með kirsuberja, epla og perutrjám og jarðarberjum og fullt fullt af blómum

  • gróðurhús með tómötum og agúrkum og papriku og jarðarberjum

  • kartöflu og jurtagarð

  • lítil heima bjór og vínframleiðsla með mörgum sortum

  • bændaverslun

  • lítið stöðuvatn með kjötætuplöntum og fullt fullt af froskum og fleiri skemmtilegum lífverum

  • sjórinn (með öllum sínum óteljandi skemmtilegu lífverum)

  • kræklingarækt

  • köfunarhraðbátur

  • vindmyllur (helst 3)

  • 3 - 4 strent hús helst ca. 400 fm með plássi fyrir gestaíbúð og stúdíó fullu af hljóðfærum og verkstæði og risafiskabúr og fleira

  • grunnskóli í hjólafjarlægð

  • menntaskóli innan 30 mín aksturs

  • etv. 2 kýr og nokkrir hestar

  • hundur

  • dádýr

  • ofnæmisfríir kettir (til að drepa mýs)

  • safnkassar til að framleiða lífrænan áburð úr lífrænum úrgangi

  • rauð dráttarvél með skóflu

  • trampólín

  • sundlaug (vindmyllurnar sjá um að framleiða næga orku)

  • svepparækt (með skrýtnum dýrum sveppum sem kosta milljón kílóið)

  • strútar

  • frjálsar hænur

  • páfuglar

  • hunangsframleiðslu

  • heimatilbúnir fuglakassar í öllum trjám

  • já og 4 börn



knús og kossar

:Dagbjört og Andrés

p.s. þetta er bara það sem við munum núna, það verður auðvitað margt margt margt fleira :D

13 október 2006

föstudagurinn þrettándi og íslenskir netmiðlar

ég er búin að fá um það bil upp í kok af íslenskum netmiðlum
þeir eru svo lélegir að varla er tárum takandi
sérstaklega mbl.is

þar stendur meðan annars í dag:

Fram kemur á vefnum Wolfram MathWord að algengast sé að þrettándi dagur mánaðar komi upp á föstudegi.


Hefur fólk enga sjálfstæða hugsun á þessum miðli? Kann það ekki að telja?
Hvernig í ósköpunum getur einhver dagur verið oftar á föstudegi en öðrum dögum? Mánaðardagarnir ganga í hringi eftir 7 dögum vikunnar og hoppa yfir 4. hvern dag sökum hlaupára. En þar sem 4 gengur ekki upp í 7, (sem betur fer) þá ganga þeir dagar sem hoppað er yfir líka (í aðeins óreglulegri) hringi.

Ef einhver þarf sönnun er hún hér (þeir sem fatta þetta geta auðvitað sleppt henni):
Afmælisdagurinn minn hoppar t.d. næst yfir mánudag, svo yfir laugardag, svo yfir fimmtudag, svo yfir þriðjudag, svo yfir sunnudag, svo föstudag og loks miðvikudag. Þá er hann búinn að hoppa yfir hvern einasta vikudag einu sinni áður en hann hoppar yfir nokkurn þeirra aftur. Afmælisdagurinn minn fellur því jafn oft á hvern einasta vikudag, eins og allir aðrir dagar í öllum mánuðum ársins.

Fyrir utan þetta eru stanslausar rangfærslur og blátt áfram áróður í fréttaflutningi hjá mbl. Tók einhver eftir því að fyrirsögnin hjá mogganum þegar stíflan var tekin í notkun var "Jökla hamin". Eins og það væri bara þrekvirki og ekkert sorglegt að slökkva á ánni. Ekki "Jökla horfin" sem er sannleikurinn, nei "Jökla hamin" það hljómar svo miklu betur.

visir.is er töluvert betur upp settur vefur. t.d. getur kona valið næstu frétt til að lesa úr hlekkjum fyrir neðan fréttina sem verið er að lesa, í stað þess að þurfa að fara sífellt til baka á forsíðu eins og á mbl.is. Svo er líka frábært að geta lesið allar greinarnar og Silfur Egil osfrv.
fréttaflutningurinn er hins vegar alveg jafn óábyrgur og hjá mogganum.
Hvað er t.d. málið með að halda því fram að Jón Baldvin sé að ljúga? Halda þeir að maðurinn sé fáviti? Halda þeir að við séum fávitar að trúa ruglinu í þeim um að hann sé að ljúga? Eru allir búnir að gleyma hvað kolkrabbinn var öflugur á sínum tíma? Jón átti auðvitað mikið undir Bláu höndinni á þessum árum og fékk sendiherramennsku að launum fyrir að haga sér vel. Núna hefur hann hins vegar engu að tapa. En nei, best að kenna litla landsímamanninum um allt saman.


Hvað varðar óheppileika hinnar annars frábæru tölu 13, þá er það nú bara frekar augljóst í mínum augum.
Talan 12 er mjög góð og þægileg tala. 1, 2, 3, 4 og 6 ganga allar upp í 12. Þar af leiðandi ef þú ert t.d. með 12 gullpeninga og þarft að skipta þeim jafnt á milli einhverra, þá gengur það yfirleitt mjög vel. Eins að deila 12 manns upp á 2 - 3 borð. En komi 13. gullpeningurinn eða manneskjan til sögunnar þá geturðu lent í töluverðum vandræðum. 13 er nefnilega prímtala sem ekkert gengur upp í (nema 1 og 13). Þá verður alltaf einn gullpeningur eftir, eða einn sem fær meira en hinir, og ein manneskja sem verður útundan við sætaskipan. Minna hefur nú orsakað blóðbað í gegnum aldirnar.

hér er annars þessi rugl-frétt eins og hún leggur sig á mbl.is

Skemmtið ykkur svo vel í kvöld (ef einhver ætlar út) og ekki hafa áhyggjur. Eina áhrifin sem föstudagurinn 13. mun hafa er að sumum finnast þeir hafa afsökun til að haga sér extra illa.

p.s. reyndar verða allir starfsmenn BioBars (Líffræðinema-barinn hér í Köben) frekar illa leiknir í tilefni dagsins, þökk sé Andrési, en uppáhalds fyrstuhjálparnördinn minn ætlar að sminka þá alla með gerviskurðum og marblettum og beinbrotum :þ

12 október 2006

12. október

ég er í haustinu
vef mig inní
vettlinga
fölnar
blóð

sofið veinar
andaþungt
stúrið
kalt
og rakt

haustið er í mér

04 október 2006

Haustdagar

mmmmmm
það er svo fallegt veður
haust haust haust
ég elska haustið
og það er yndislegt að vera ástfangin á björtum haustmorgni
og rölta saman í hressandi morgunkuldanum

svo á ég svo flott sjal og vettlinga (ammælisgjafir) svo kuldinn er bara æði

allt er á skrilljón
hitta fólk
hitta fólk
hitta fólk
september barasta hvarf
og við erum nú þegar bókuð í 2 djömm í oktober og 2 í desember
danir eru soldið klikk með að bóka mánuði fram í tímann
og eitt djamm á mánuði er meira en nóg fyrir mig...

félagslíf fyrir 2 er aðeins fyrirferðarmeira en fyrir 1

ég reyni að troða tónlistinni inní þetta einhvern veginn
er amk komin í gang og það munar miklu
náði alveg 3 tímum á mánudaginn
vildi samt ná 3 tímum á hverjum degi
nema þriðjudögum
þá er karfa



já það er gott að vera til í haustinu
og ástfangin

28 september 2006

Ísland im Memoriam

klukkan er 9 á Íslandi á þessum hræðilega degi í sögu landsins.

hvað er hægt að segja nema

Faðir minn átti fagurt land sem margur grætur
því ber ég harm í hjarta mér um daga og nætur

22 september 2006

bæn

elsku besti Súpermann

viltu vera svo vænn að fljúga til Íslands og taka ljóta sementsvegginn sem stíflar vantið við Kárahnjúka
hann var búinn til til að eyðileggja landið fyrir öllum kynslóðum framtíðarinnar
gerðu það taktu hann og fljúgðu með hann langt langt útí geiminn

vonandi verður enginn nógu vitlaus til að byggja hann aftur

gerðu það, Súpermann, bjargaðu Íslandi

knús og kossar

:Dagbjört

p.s. ef hún er of þung fyrir þig, þá veit ég um rosalega sterka stelpu sem heitir Lína og býr í Svíþjóð, hún væri örugglega til í að hjálpa :D

20 september 2006

karfa 101

jeij!

byrjaði í körfubolta í gær
karfa fyrir byrjendur
80 mínútur einu sinni í viku
bara stelpur

nema auðvitað þjálfarinn
sem er þvílíkt myndó ;)

þetta var alveg ferlega gaman
æðislegt hvað allir voru líka lélegir
gerðum fyrst æfingar til að æfa okkur í að skjóta og drippla og kasta á milli
svo fengum við að spila
vá hvað ég tók mikið á
og vá hvað tíminn flaug

í dag er ég eins og gömul kona, veina næstum því í hverju skrefi :D
æðislegt að geta tekið svona á og skemmt sér á sama tíma
svo er þetta fín leið til að kynnast fólki og æfa dönskuna

þjálfarinn má auðvitað ekki tala við mig íslensku fyrr en eftir æfingu :þ
(var ég búin að koma því að hvað hann er sætur?)

hjólaði heim með stórt bros á vör í gærkvöldi
en í dag gat ég ekki einu sinni hjólað í vinnuna :þ

gleði :D

:Dagbjört körfudís sem er skotin í þjálfaranum sínum

18 september 2006

fordómar

þið sem haldið að fordómar séu það sama og kynþáttafordómar, smá íslenskukennsla:
fordómar:
for-dómar að dæma fyrirfram, eða vera með fyrirframgefnar hugmyndir um eitthvað eða einhvern án þess að hafa kynnt sér það eða þann.

ég veit ekki með ykkur en ég hef orðið fyrir alveg góðum slatta af fordómum í gegnum lífstíðina, bæði frá ókunnugum, og þeim sem ég þekki

það hefur aldrei tengst litarhætti, en oft háralit, klæðaburði, gleraugum, vexti eða háum hælum

oftast tengist það þó kjánaskap viðkomandi, en stundum einfaldlega því að ég sýni ekki öllum allar mínar hliðar, hvað þá í einu.

ég held barasta að allir sem "þekkja" mig séu með fordóma gagnvart mér nema konið (af því að hún þekkir mig best) og m&p (af því að þau eru einfaldlega of þroskuð og klár til að hafa svoleiðis)
svo er auðvitað alltaf til perlufólk sem er bara sama og tekur öllum eins og þeir eru ;)

það sem ég hef lengst þurft að þola, og fer mest í taugarnar á mér þegar það kemur frá svokölluðum vinum, er frekar kjánaleg einföldun.

Hún er sú að af því að mér finnst fáránlegt að reykja og hef aldrei látið eiturlyf inn fyrir mínar varir eða æðar, þá hljóti ég að vera þvílíkt square.
Ég lenti t.d. í því ítrekað á mínum fyrstu menntaskólaböllum að vera spurð:
"OMG, hvað ert ÞÚ að gera hérna?"
jájá kjánaunglingar
en þetta er bara ennþá að gerast

fyrir kannski 3 vikum eða svo var ég stödd á Íslandi og hitti strákana í hádegismat
við strákarnir eigum mjög skemmtilegar samræður þar sem er leyfilegt að láta allt flakka
hins vegar ef það bætist stelpa í hópinn þá breytast samræðurnar óhjákvæmilega.
þannig var það að þessu sinni, því vinkona mín var með, þó hún sé reyndar líka þekkt fyrir að láta ýmislegt flakka.
það skiptir svosem ekki máli hvað ég lét flakka, enda man ég það ekki, en ég fékk þetta líka svaka hneikslaða "Dagbjört !!!!"
ég held ég hafi sagt henni að þegja

Andrés lendir líka í þessu
um daginn vorum við með gesti í mat, og hann fékk sér rándýran Havana-vindil sem honum hafði verið gefinn. Hann hefur auðvitað aldrei reykt frekar en ég, en má hann þá ekki smakka (púa) vindil einu sinni á svona 10 ára fresti?
Neibb, gestirnir okkar gjörsamlega misstu sig yfir því að hann, ljósið, smakkaði vindil. "OMG ert ÞÚ að reykja vindil???"
hann er sko ekkert ljós og ekkert square, þó hann sé nógu skynsamur að reykja ekki, og þetta jaðraði við einelti hvernig þau létu.

hvað þarf fólk að verða gamalt áður en það fattar að við erum öll margslungin og margskonar og get over yourselves!

"how many roads must a man walk down, before you can call him a man?"

annars er Andrés líka með pínu fordóma gagnvart mér
hann hefði t.d. ekki reynt við mig ef ég hefði ennþá verið með hringinn í augabrúninni (sem mig er ansi mikið farið að langa í aftur)
svo er hann líka fullviss um að ég verði erfið ólétt (hvenær sem það nú verður), bara af því að ég er erfið á pillunni
en hann veit auðvitað ekkert um það, og ekki ég heldur

það eru líka fordómar

er ég með fordóma?
jájá örugglega einhverja
held ég sé með fordóma gagnvart þeim sem reykja, mér finnst þeir ýmist heimskir eða aumingjar að geta ekki hætt
svo er ég með fordóma gagnvart svörtum og hvítum ungum mönnum sem klæða sig eins og nauðgararapparar og hlusta á nauðgararapp. ég held að þeir beri ekki virðingu fyrir konum né öðru fólki.
en kannski fatta þeir bara ekki hvað textarnir í lögunum þýða...

þið vinir mínir sem ég nefndi sem dæmi í þessum pistli
ég veit að ég hef ekki rætt þetta við ykkur, en við höfum bara ekki átt almennilegt spjall síðan, og þetta var pottþétt á dagskránni. tölumst vonandi bráðum

knús og kossar

:Dagbjört

rokk rokk rokk og önnur tónlist

ég labbaði bara yfir til mannsins sem blastar poppinu allan daginn og spurði hann hvort það væri til eitthvað rokk í Danmörku
já hann hélt það nú
á dr punktur dk er netradio
þar er hægt að velja um Rokkútvarp sem blandar nýju og gömlu og svo modern-rock-útvarp sem spilar bara nýtt og ferskt en reyndar mismerkilegt rokk :p (soldið amerískt vælu-menntaskólarokk með)

við Andrés erum að setja saman soldið action-plan til að koma í veg fyrir að hversdagsleikinn drepi tónlistina mína. aðalatriðið í þessu plani, þó það hljómi svolítið undarlega, er að kaupa frystikistu sem allra allra fyrst. já þá get ég nefnilega farið að slátra fólki og komist almennilega í samband við mínar dekkri hliðar. eða. þá getum við hætt að (smá innskot, poppstöðin sem þeir blasta er núna að spila Muse !!! reyndar er nýja platan þeirra ekkert svaka rokkuð :s ) þá get ég hætt að eyða mörgum mörgum tímum á viku í að fara útí búð á hverjum einasta degi til að kaupa í matinn. þá getum við fyllt frystikistuna og planað matinn fyrir vikuna. sparar bæði tíma og peninga. og þá getum við keypt frosinn fisk og lambakjöt og rækjur frá Íslandi :)

tókst að koma mér aðeins í gang um helgina
glamraði á píanóið í gær og hugmyndirnar fóru að fæðast
Rolandinn minn er með svona Rotary-organ stillingu sem hljómar mjög Jet-Black-Joe-lega og svona Vibrafone stillingu sem er fullkomin fyrir jólalög ;)

svo er ég búin að kaupa nýjan streng í Fenderinn, en ég þarf ennþá að stilla hann eftir ca. annað hvert lag :p

ég er voða mikið að dúrast núna, eftir ævilanga ást á mollum, þá er ég búin að uppgötva fegurð dúranna. vonandi fáið þið að heyra afraksturinn af því áður en þetta ár er alveg liðið.

talandi um rokk
svakalega er Magni flottur
það verður spennandi að fylgjast með honum á næstunni, en ég vona bara að hann eigi ekki of erfitt með að vera kominn heim og aðlagast
hef sjálf prófað að búa með hóp af fólki alls staðar að úr heiminum í húsi langt í burtu í heilt sumar og koma svo heim aftur
að vera búinn að breytast en allir þekkja konu eins og hún var

en ég fékk reyndar fullt af fordómum og kannski kominn tími á að tjá sig um það
fordómar frá "vinum"
undarlegt fyrirbæri
kannski næsta blogg

:D

12 september 2006

Danir rokka ekki

jæja
ég hef nú ekkert bloggað nema góða hluti um vini mína Dani
er ekki kominn tími á að gera pínu grín að þeim?

bara smá

Var að koma úr sumarbústað með allri fjölskyldunni hér á Sjálandi
héldum uppá 60 ára afmælið hans pabba með samveru, góðum mat, söng og gleði

nema hvað
í herberginu okkar Andrésar, var hálfur ljósabekkur hangandi yfir öðru rúminu!!!

jamms
þeir eru ekki alveg sjálfum sér samkvæmir þessir blessuðu Danir
á meðan þeir eru meðal fremstu þjóða í að banna illa með farin matvæli og eitur og ógeð úr matvörubúðunum sínum, þá hefur "ljósabekkir-eru-hættulegir-og-sólarljósið-líka" boðskapurinn bara alls ekki borist á þeirra strendur. nei ekki frekar en "reykingar-drepa" boðskapurinn

á meðan hver sólbaðstofan á fætur annarri heima á Fróni keppist við að skipta út ljósabekkjum fyrir úðaklefa (eða loka ellegar sjoppunni), er hér allt krökkt af sólbaðsstofum og konum sem greinilega sækja þær hættulega mikið. (Hef líka hvergi séð brúnkukrem í Matas...)

danskar konur eru líka alveg hreint ótrúlega krumpaðar í framan tiltölulega ungar, líka þær sem ekki reykja, og held ég næst að kenna þessari ótæpilegu sólardýrkun þar um

já þeir Danir sem ná ekki að drepa sig á reykingum né skorpulifur, hljóta bara að deyja úr húðkrabbameini...

en ætli sé ekki bara best að líta á björtu hliðarnar
ef Andrés ákveður að yngja upp eftir 15 ár eða svo, þá hef ég ótvírætt og ókrumpað forskot á endurvinnslumarkaðnum ;)

en ég er auðvitað þvílíkt ómóðins hérna svona hvít og hmmm... slétt? og að maður tali nú ekki um klæðaburðinn...

gallabuxur, svartir strigaskór, svartur þröngur rokkbolur, svartur leðurjakki, svört sólgleraugu, svartur ipod með svörtum heyrnatólum og rautt gaddaúr

nei Danir eru súper-metró
sem er svosem stundum gott (hreinni karlmenn :þ)

en
þeir
bara

rokka ekki

neitt

þeir hlusta á ...
nauðgararapp
popp (já líka "karlmenn")

og eitthvað samsull bara
sem er ekki
rokk

það er ekki ein einasta útvarpsstöð sem spilar svo mikið sem gamalt og gott
hvað þá nýtt og frumlegt
rokk

þarf að gera könnun hérna á skrifstofunni bráðum (þeir hafa oftast kveikt á einhverri samsullsútvarpsstöð sem spilar allt frá Bylgju sulli uppí KissFM tónlist þannig að ég þarf að hafa heyrnartólin á allan daginn) og tékka á því hvort þessir 30+ karlar hafi heyrt um Jeff Buckley, Radiohead eða Queens of the Stone Age
eða bara Nirvana eða Pixies

oj er ég orðin ógó tónlistarsnobb vibbi eða hvað?

:Dagbjört rokkdís

p.s. ætla samt að kaupa mér pínu kvenleg stígvél bráðum

p.p.s. er búin að vera með ipodinn minn á shuffle síðustu daga - æðisleg blanda af Jeff Buckley, David Bowie, Dikta, Arvo Pärt, Dvorak, the Who, Live, rokkuðu Bítlunum (henti öllu poppinu þeirra út), Rolling Stones, Porcupine Tree, óperu, Emiliönu og nokkrum fleirum. Það eina sem ég fíla ekki í botn er Enya (sem hefur þróast neitt í 10 ár), en hún er nú bara þarna til að sofa við í flugferðum.
Það besta er að ég hef ekki ennþá heyrt sama lagið 2svar, enda með 50 klst af tónlist til að shuffla :D

11 september 2006

paint it black

"I see a rainbow and I want to paint it black
I see a pink blog and I want to paint it black"


rokkið ræður
bleikur rokkaði þegar þetta var skrifað

en ekki lengur

paint it black

heimatilbúnar afmælisgjafir

ekkert smá ánægð!

ég sem er vön að vera sú sem bý til gjafir handa fólki (var það allavega í gamla daga), fékk hvorki meira né minna en tvær afmælisgjafir sem voru sérstaklega búnar til handa mér !!!

Anna 3 málaði handa mér mitt eigið málverk!
og Anna 1 (oftast kölluð mamma) heklaði handa mér æðislegt dökkrautt sjal :D

er alveg í skýjunum með það

svo fékk ég heilt köfunarnámskeið frá kærastanum, með leigu á útbúnaði og öllu saman,
og baðsalt af því að við erum svo mikil baðdýr

konið gaf mér æðislega vettlinga og eyrnalokka
storesös gaf mér snákahálsmen og bók
og pabbinn gaf mér reyfara :þ

svo er ég nýbúin að fá lánaðar 3 bækur hjá pabba hans Andrésar, til að lesa meiri dönsku, svo það er sko nóg að lesa á næstunni. held ég verði heppin ef ég verð búin með þetta allt saman fyrir jól

takk takk takk fyrir mig !!!

og takk þið sem senduð ammælis-SMS

og til hamingju H&H með litla dýrið, og takk fyrir að bíða fram á sunnudag ;)

08 september 2006

ammæli á morgun

jæja
mér tókst að næla mér í einhverja pest daginn fyrir ammælið mitt

ég held að ég hafi verið einum of dugleg við að hjóla og vinna og soldið gleymt að borða á meðan...

ég kemst því ekki í búð til að kaupa ammælisgjöf handa mömmu, né kort á gjöfina til storesös...
mamma reddast kannski í næstu viku, en ætli ég ætti ekki bara að reyna að föndra handa storesös???

ég saumaði þvílíkt flottan munkabúning á Andrés um daginn (fyrir Rustúrinn (sem er djammferð í upphafi náms í Danmörku svo allir kynnist)) og þá mundi ég eftir íkornabúningnum, kattabúningunum og stólabúningunum sem ég bjó til fyrir Prakkaran fyrir 2 árum.
kannski maður ætti bara að verða búningahönnuður :þ

jæja, best að skríða aftur uppí svo ég verði orðin hress fyrir afmæliskaffið sem mamma ákvað að halda handa mér í fyrramálið
(hún er heima hjá storebror núna að baka snúða með Önnu 3 :D )
og svo auðvitað stóru veisluna hans pabba annað kvöld

*knús og kossar*
:Dagbjört afmælisdís

p.s. til hamingju með daginn í dag uppáhalds nornin mín ;)

ást, hamingja og bleah

einu sinni horfði ég á English Patient og gat ekki talað við þáverandi það sem eftir var dagsins. vissi uppá hár að svona var þetta ekki hjá okkur.

hélt samt eiginlega að þannig gæti það aldrei verið í alvörunni

svo sá ég the Constant Gardner (já líka Ralf Fiennes) um páskana og fannst ekkert eðlilegra. svona líður konu jú í dag.

en svo er stóra spurningin: getur ástin lifað hversdagsleikann af?
af hverju eru allar stóru ástarsögurnar þær þar sem þau barasta deyja?
(og nei Rómeó og Júlía telst ekki með þar sem þau voru bara krakkar og þekktust ekki neitt og Bubbi hitti naglann á höfuðið)

ef ástin gerir konu hamingjusama og hversdagsleikinn gerir konu óhamingjusama, hvar endar hún þá?

þeir sem skipta of oft um vinnu teljast seint góðir starfskraftar, en af hverju þurfum við að gera það sama alla ævi?

bleah

06 september 2006

hjartans strengir veina

mig langar svo mikið til að fara að tónlistast almennilega aftur að ég er að deyja!

Andrés er kominn á fullt í skólanum en ég hef ekki einu sinni komist til að kaupa nýjan streng í gítarinn minn :(

það er auðvitað allt vitlaust út af þessari risa ammælisviku
m&p eru í Köben og pabbi 60 á morgun :p

svo ætlum við í sumarbústað um helgina og allir koma :)

en ég fékk svo æðislegt lag í hausinn í sturtunni í morgun að ég táraðist næstum því, og svo er ég búin að gleyma því núna....


þetta verður bara að vera skárra í næstu viku

mííííík

31 ágúst 2006

ágústþunglyndi

búin að vera að væla yfir því að sumarið sé búið
Andrés er byrjaður í skólanum og allt komið á fullt, en ég var alveg til í eina afslappaða viku í viðbót
hélt einhvern veginn að svona væri lífið í Danmörku
eftir klikkun síðustu... 10? ára, þá þurfti ég svo sannarlega á svona afslöppun að halda

einhvern veginn ekki tilbúin til að hella mér í hasarinn aftur
bíð eftir því að orkan hellist yfir mig
en enn hefur ekkert gerst

erum búin að semja um að í hvert skipti sem Andrés þarf að læra hérna heima þá spili ég undir á píanó eða gítar

og talandi um !

ÞAÐ ER SLITINN STRENGUR Í FENDERNUM MÍNUM !!!!!! háa EEEEEEE af öllum !!!

buuuuuuuuuuuuuuuuuhuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu

á morgun er 1. sept
þetta hlýtur að skána þá

á morgun ætla ég að:


  • skrifa undir samning um skrifstofu handa mér sem er mitt á milli konsins míns og miðbæjarins og alveg oní Söerne

  • kaupa ammælisgjöf handa storesös (sem átti ammæli á föstudaginn síðasta)

  • kaupa ammælisgjöf handa mömmu (sem átti ammæli fyrir alveg 3 vikum)

  • fara með hjólið mitt í stillingu

  • kaupa nýjan E streng í Fenderinn

  • kaupa millistykki fyrir shock-mountinn fyrir mike-inn minn

  • borga síðustu skuldina mína



svo er pabbi 60 eftir bara 2 vikur og það verður svaka veisla handa honum á afmælisdaginn minn, og við verðum öll saman aftur, öll 13 og bráðum 14 manna nánasta fjölskyldan mín :D

en í dag er ennþá ágúst, ennþá hálf-leiðinlegt veður og ég er ennþá slöpp og down og orkulaus

af góðum fréttum að þá er ég að hlusta á svo mikið af frábærri tónlist núna, eftir að hafa fengið loksins að vita með hvaða hljómsveit hin og þessi lög sem ég hef alltaf fílað, eru. það er að sjálfsögðu í gegnum rockstar þættina, sem þið eruð öll að fylgjast með líka.

djö... eru Íslendingar annars klikk að skekkja svona kosninguna! hversu stór hluti þeirra sem kusu hetjuna okkar í nótt myndi t.d. kaupa SuavePorn plötuna ef hann yrði söngvari???

ekki þar fyrir, ég hefði líklega grenjað ef hann hefði farið heim...

jæja, best að grafa dýpra eftir orku og vinna soldið

bleah

:D

15 ágúst 2006

innrás

í blogginu hér að neðan vitnaði ég í wikipedia, sem er fyrir margt frábær síða, en líður auðvitað fyrir það í sumum málaflokkum að vera amerísk...
er sumsé farin að efast um heimildirnar, sérstaklega eftir það sem ég frétti í dag (reyndar mest frá múslimskum vinum mínum)

ég tengist Líbanon auðvitað ekkert svakalega, en samt sem áður meira en margir Íslendingar.

ég veit t.d. hvað þar er fallegt, því ég horfði stundum yfir Líbönsku þorpin hinum megin við landamærin fyrir 10 árum þegar ég var í Ísrael í 2 mánuði. ég bjó alveg við landamærin að Líbanon.

ég þekki líka fólk beggja megin landamæranna, en það er sko alveg á hreinu hver er að brjóta á hverjum.

hér er líka ágætis vísbending um hvers vegna

þetta var sumsé allt planað fyrir löngu til að afvopna Hezbollah, svo BNA geti ráðist á Íran án þess að hafa áhyggjur af hefndaraðgerðum gagnvart Ísrael. Allavega samkvæmt þessu.

AF HVERJU er Ísland ekki búið að fordæma þessa INNRÁS?
ég var að velta þessu fyrir mér áðan. svo velti ég fyrir mér hver væri Utanríkisráðherra Íslands og fattaði að ég væri búin að gleyma því, enda hef ég ekki mikið verið á Fróni síðan stjórnin breyttist síðast. svo ég spurði Svabba. og nú veit ég það. og nú veit ég líka af hverju Ísland segir ekki múkk.

það var einu sinni gerður samningur
til að binda enda á stríð
í honum fólst einfaldlega að ekkert land mætti ráðast á annað land.
þessi samningur gildir greinilega bara um suma...

maður að nafni Galloway hefur betra minni en margir hvað þetta varðar og liggur ekki á sínum skoðunum hér

ég ætla reyndar ekki að halda því fram að Hezbollah séu einhverjir sakleysingjar, en hvað vitum við ? og hvar kemst maður í hlutlausar fréttir? kannski helst á BBC?

ef einhver lætur sér detta í hug að fylgjast með CNN, þá eru þeir þekktir fyrir, ekki bara að ritskoða fréttir, heldur að klippa saman fréttamyndir og breyta myndum í Photoshop. sumsé hluti af áróðursmaskínu Gogga og co.

Ísland! Halló? Standiði á fætur! Segið eitthvað! Hvað þarf mikið að gerast áður en þið hættið að styðja þetta ógeðslega stríðsbrölt???

13 ágúst 2006

LBN

uh

ef Spænskir hryðjuverkamenn læddust inní Frakkland, dræpu nokkra hermenn og rændu nokkrum öðrum, myndu Frakkar hefja loftárásir á samgöngukerfi Spánverja, sprengja Katalóníu í tætlur og ráðast svo inní landið?

tja
nei
líklega myndu þeir frekar eiga samstarf við Spænsk stjórnvöld um að berjast gegn hryðjuverkasamtökunum og frelsa gíslana.

og ef þú ert hryðjuverkasamtök sem vilt ná pólitískum yfirvöldum í landi sem gerir sífelt meira til að hrekja þig á brott, hvað er það sniðugasta sem þú getur gert? jú, einmitt að fá sprengiglöðu nágrannana fyrir Sunnan til að byrja að sprengja landið í tætlur og drepa sem flesta saklausa borgara. þá snýst allt í einu allur almenningur, sama hverrar trúar, á sveif með þér, og voila: þú stjórnar landinu!

Ísraelsstjórn gekk beint í gildru Hezbollah, þvílíkir andskotans fávitar.
Líbanon var eitt vestrænasta nágrannaríkið þeirra, með mikla uppbyggingu, verslun og fjármálamarkað. Þeir voru að reyna að losa sig við áhrif Sýrlands og Hezbollah, og Hezbollah brást svona við. Þeir eru víst búnir að vera að reyna að starta þessu stríði síðan í Nóvember. Meira um sögu Líbanon hér.

en hvað veit ég, kannski gengu Ísraelsmenn ekkert í neina gildru. kannski eru þeir bara að reyna að hjálpa Bush og co. að finna afsökun til að ráðast á Sýrland...

og það eru tvö ár eftir af þessu helvíti
man einhver hvernig heimurinn var áður en fíflið varð forseti?

11 ágúst 2006

kröfulisti

sumir virðast vera hissa á að ég hafi fundið mér æðislegan og myndarlegan kærasta. eins og ég hafi verið einhleyp í 7 ár af því að enginn vildi mig...

neinei, líklega gerðu flestir sér grein fyrir að ég hafði alltof miklar kröfur, enda setningar eins og "af hverju finnurðu ekki bara einhvern og verður ólétt?" algengari eftir því sem á leið. eða "ást er erfið!"... erfið og erfið, ekki sami hluturinn. af hverju að standa í veseni þegar manni líður bara voða vel út af fyrir sig?

en bara svona vegna þess að ég viðurkenndi bara brot af þessum langa kröfulista fyrir fólki áður (nema auddað koninu), þá er hann hér í einhvers konar mikilvægisröð:


  • þorir að vera hann sjálfur og er sama hvað öðrum finnst

  • ber virðingu fyrir öðru fólki (þmt. konum og börnum og gömlu fóli) og líka náttúrunni, dýrum og dauðum hlutum

  • góður við aðra

  • er jákvæður gagnvart tilverunni

  • tekur sjálfan sig ekki of hátíðlega (með húmor)

  • skemmtilegur

  • heiðarlegur

  • góður vinur og traustur klettur

  • mátulega klár (en ekki svo það jaðri við geðveiki)

  • tilfinningagreindari en ég

  • ástfanginn af mér upp fyrir haus

  • fattar mig oftast

  • gerir mig hamingjusama

  • dópar ekki

  • reykir ekki

  • drekkur ekki of mikið

  • er ekki sama (labbar ekki framhjá fólki í vanda án þess að hjálpa)

  • er ekki extreme í einu né neinu (trú, pólitík osfrv.)

  • vinnur ekki of mikið

  • gefur sér tíma til að sinna fjölskyldunni

  • elskar börn

  • hávaxinn

  • í góðu formi án þess að vera hnakki

  • stundar íþróttir en horfir ekki á þær í sjónvarpinu!

  • er ekki efnishyggjukarl

  • er ekki latur

  • er algerlega sjálfbjarga

  • kann að fara út með ruslið

  • kann að elda og finnst það gaman

  • er ekki tölvufíkill

  • er ekki sjónvarpsfíkill

  • myndarlegur án þess að hafa fyrir því eða gangast upp í því

  • ósérhlífinn

  • ævintýragjarn

  • myndi berjast við King Kong til að bjarga mér (og vinna)

  • myndi hætta lífi sínu til að bjarga örðum (smá skammtur af súperman)

  • nógu sterkur til að geta haldið á mér

  • finnst gott að kúra á morgnanna

  • ljóshærður

  • bláeygður

  • finnst ég fallegasta konan í öllum heiminum

  • kann bardagalistir



og þá vitið þið það. algerlega klikkuð?
já frekar svona...
nema hvað ég veit um mann sem uppfyllir hvert einasta atriði og nokkur fleiri.

Frá og með þessari helgi erum við búin að vera saman í ár :D

og hananú

p.s. ef einhvern langar til að gubba: get over youself!

08 ágúst 2006

ævintýradís

eftir að hafa dreymt um þau í að því er virðist árafjöld, hafa ævintýrin loksins fundið mig aftur :)

það var allt fullt af ævintýrum í sumarfríinu, sum næstum lífshættuleg, enda Ísland ekki bara eitthvað leiksvæði :þ
vonandi hef ég tíma næstu daga til að segja almennilega frá kattarhryggjum, steiktum sokkum og minniháttar slysum

en þó sumarfríið sé búið er nóg eftir af ævintýrunum.
í kvöld ætla ég að fara með höfuðið undir vatnið og anda inn, hægt og rólega.

:D

p.s. meira seinna

22 júlí 2006

sumarfrí

jámm afsakið ég náði ekki að láta vita

við erum sumsé komin í sumarfrí
algjört sumarfrí

og fyrir mér snýst það soldið um frí frá tölvum
við erum og verðum að mestu fjarri mannabyggðum og nútímaveseni og ætli þetta sé ekki ca. fyrsta sinn sem ég kemst í tölvu í fríinu, og það var nú helst til að kíkja á bankabókina ;)

þið megið gera ráð fyrir að heyra aftur í mér í byrjum ágúst

mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
loksins frí

*knús og kossar*

:Dagbjört sumardís

20 júní 2006

bókaormar í sambúð

Andrés lýsti því yfir um daginn að hann tæki alveg eftir öllu sem ég geri og að honum finnist æðislegt að það sé alltaf nóg af hreinum handklæðum og fötum.
hann þarf nefnilega bara að opna fataskápinn og þar er alltaf búið að fylla á boli og buxur og handklæði, nema hvað :p

veit samt ekki hvort hann tekur líka eftir því hvað það er yfirleitt snyrtilegt heima hjá okkur, sérstaklega í stofunni...

annars tel ég mig sleppa mjög vel í okkar verkaskiptingu, miðað við allflestar konur sem ég þekki:

þvottur: ég, og þannig vil ég hafa það
þrif: ahemm... ennþá að koma í ljós, en líklega bæði
innkaup: bæði
eldamennska: bæði, oftast saman, ef við erum bæði heima.
uppþvottur: hvorugt (þarf maður að gera svoleiðis?)

svo eigum við ekkert sjónvarp og okkur finnst það frekar æðislegt. uppá síðkastið hefur verið svo heitt í stofunni á kvöldin að við höfum þurft að flýja inní svefnherbergi. þá eru sængurnar settar til höfuðs (enda ekki nauðsynlegar) og kúrt sitt með hvora bókina. Andrés er gjörsamlega fastur í einhverri þvílíkri doðranta trílógíu, þar sem þriðja bókin er svo þykk að hún er tvær bækur, og ég er límd við alveg æðislega danska fantasíu-seríu, sem er skrifuð fyrir unglinga, en lezt vel af síungum líka.

jamm, sambúðin gengur sumsé vel og fáir árekstrar (sérstaklega eftir því sem ferðunum í húsgagna- oþh. -verslanir fækkar...)

það eina sem hægt er að kvarta yfir er að við höfum haft allt of lítinn tíma til að vera saman það sem af er sumrinu, svo við hlökkum mikið til að fara saman í sumarfrí :)

12 júní 2006

hvernig er svo þaddna úti?

jú sko
ein og allir vita þá eru Danir örlítið öðruvísi en Íslendingar

sofa ofan á sænginni og undir dýnunni
borða morgunmat á morgnanna, árbýt í hádeginu og miðdegisverð á kvöldin

en þeir eru líka miklu léttari í bragði, bjóða frekar góðan daginn og koma fram við hvern annan af töluvert meiri kurteisi en frekjurnar á Fróni
hér eru líka margar sjálfskipaðar löggur, svo ef þú brýtur reglurnar og t.d. leggur í stæði fatlaðra eða gerir eitthvað annað sem ekki má máttu fastlega búast að því að einhver vindi sér uppað þér og láti þig heyra það. svoleiðis er auðvitað bara lífshættulegt á Íslandi, því miður

hér eru auðvitað einstaka ökuníðingar eins og heima, en hlutfallslega miklu miklu færri, því þú þarft að eiga mjög ríka foreldra til að komast á bíl hér fyrir 25 ára aldur. hér er nebblilega 200% tollur af bílum.
afleiðingarnar eru þær að ungir menn og konur hjóla allra sinna ferða og þaðan er líklega komin ástæða hins fræga aðdráttarafls ungra danskra manna, sem flestar íslenskar konur á mínum aldri hafa heyrt um.

ýkta myndin:

25 ára Íslendingur:
hreyfði sig síðast fyrir um 8 árum, er farinn að bæta vel á sig um sig miðjann. vinnur eins og hestur 50+ tíma í vinnu sem hann hefur ekkert svo mikinn áhuga á því það ætlast allir til þess að hann skaffi. er hundþreyttur þegar hann kemur heim og líklega frekar þunglyndur af þessu öllu saman. líklega líka kominn með fjölskyldu og á kafi í íbúðalánum af því að allir ætlast til þess.

25 ára Dani:
hefur hjólað um allt síðustu 20 árin og skín af hreysti og vellíðan. vinnur á leikskóla eða elliheimili eða bara þar sem hann langar af því að honum finnst það gaman og leigir stóra íbúð ásamt svona 10 vinum sínum á meðan hann sparar fyrir útborgun. á kannski kærustu en ekkert endilega því hann þarf ekkert að festa sig fyrr en hann vill það. er búinn í vinnunni einhvern tímann milli 14 og 16 á daginn og hittir vini sína til að stunda íþróttir eða áhugamál eða drekka bjór og elda saman og njóta þess að vera til. svo seinna þegar hann eignast fjölskyldu, þá eyðir hann að sjálfsögðu tímanum eftir vinnu með henni :)


jájá voða ýkt auðvitað, en ég þekki bara svo mörg svona dæmi, og vinsamlegast segið mér ef þið þekkið einn einasta íslenskan karlmann sem er kominn úr skóla en er undir 40 sem vinnur ekki nema 40 klst á viku eða minna.

svo leyfi ég mér að halda því fram að engum sé greiði gerður með þessu striti. maður verður þreyttur af að púla og púla og vinnur þar af leiðandi ekki eins vel og þarf þar af leiðandi að vinna lengur og þar er vítahringurinn mættur!

danski tíminn
jújú, ég var alveg föst í þessum vítahring sjálf og orðin vön að geta gert hlutina eins og skot eins og sannur Íslendingur. fékk þar af leiðandi minn skammt af menningarsjokki hérna í vor þegar ég þurfti að aðlagast danska tímanum sem virkar allt allt öðruvísi. nokkur dæmi:

þú pantar internet og færð það 2 vikum síðar. þá 128K en þú pantaðir 2048K. það tekur aðra viku að koma því í lag.

þú ætlar bara að redda hlutunum sjálf, drífur í þessu, ferð í búðir til að kaupa það sem þarf, en kemst bara í eina, því það tekur svo langan tíma að komast leiðar sinnar (jafnvel ef þú ert með bíl í láni) og búðirnar loka klukkan 14 á laugardögum

þú ætlar að vera dugleg og taka daginn í að mála. skellir í eina umferð, sem tekur svona 3 tíma í undirbúning og klukkutíma í rúllun og ætlar svo að taka þér góða matarpásu fyrir næstu umferð, en kemst að því að þú þarft að bíða í 4 klukkutíma þangað til þú mátt mála aftur !!!

þú hleypur út í Nettó á horninu (sem er hér í hverju hverfi með gæði a la Bónus) til kaupa eitthvað eitt sem þig vantar í matinn og kemur heim þremur korterum síðar því þú þurftir að sjálfsögðu að standa í biðröð.

eða vaknar á sunnudegi og langar að dekra við sjálfa þig. fattar að þú keyptir ekkert í matinn í gær og allar búðir eru lokaðar. endar á því að borða morgunkorn í kvöldmat með restinni af léttmjólkinni blandaðri saman við restina af undanrennunni


jamm, búin að venjast þessu núna og er sjálf farin að slaka á og fatta að það skiptir minna máli að hlutirnir gerist hratt og meira máli að drepa sig ekki af stressi.
og í gær borðaði ég einmitt snakk og ís í kvöldmatinn, en það var reyndar af því að við erum búin að bjóða svo mörgum í mat undanfarið og vorum búin að plana grjónagraut. svo var bara svo ógeðslega heitt að maður hafði ekki lyst á neinu heitu.

niðurstaðan

ég er frekar vön því að búa í öðrum löndum, en aldrei áður líkað það betur en að vera á Íslandi. venjulega hef ég átt það til missa mig yfir kynjamisrétti (t.d. Bretland) eða þunglyndisvaldandi einstaklingshyggju (t.d. Kanada). Hér eru bæði þessi atriði betri en heima, og lífsgæðin og veðrið óendanlega betra!

það sem Ísland hefur sem Danmörk hefur ekki eru m&p og örfáir vinir (flestir fluttir eitthvert út - konið kemur til mín í haust), undurfallegt ríkt tungumál og stórfenglegur bókmenntaarfur, norðurljós, sundlaugar og hverfandi fegurð landsins. ég held að vatnið sé ennþá gott en ég veit að loftið er ekki hreint lengur.

hér er líka mjög fallegt, og ég er búin að kaupa mér æðislegt hjól, sem ég hef ákveðið að kalla frú Camelíu, því það skiptir um lit eftir veðri (svart í rigningu og dimmrautt í sól), og er æðislega frúarlegt konuhjól, með konustöng og svartri körfu að framan.
hjólaði rannsóknarleiðangur um hverfið í 25° hita og brennandi sól í gær í nýjum sumarkjól (þeim fyrsta í 7 ár)

annars hefur loftið verið svo tært í þessum hlýindum að sólin er stórhættuleg og eiginlega bara óþægilegt að finna hana bíta í gegnum vel sólarvarnarsmurða húðina.
það var send út útfjólublá viðvörun á laugardaginn um að maður ætti að krema sig vel og helst ekki vera úti nema í klukkutíma, en ég heyrði það fyrst þegar ég var búin að hjóla einhverja 18 km til Ernu, og átti eftir að koma mér til baka :p
var líka vel varin hvort eð var.


já, því miður, kæru vinir, það hefur verið logið að ykkur. það er alls ekki best að vera á Íslandi. ekki nema lífsgæði fyrir ykkur séu mæld í fjölda nýrra bíla og flatskjásjónvarpa. fyrir mér eru þau mæld í peningunum sem eru afgangs um mánaðarmótin og í tíma til þess að vera til og njóta lífsins með sínum nánustu. og eins og er býr stærstur hluti af mínum nánustu líka í Danmörku (fyrir utan m&p eins og komið hefur fram)


látið nú samt ekki bugast. það er bara ár í næstu kosningar og vondu karlarnir eru að hverfa frá hver af öðrum. til hamingju með það öll sömul :)

*knús og kossar*

Dagbjört dísulísuhjólaskvísa

p.s. svo er auðvitað svo mikið að gera við að vera til og taka á móti gestum að ég hef ekki haft mikinn bloggtíma, auk þess sem það er næstum ólíft í stofunni eftir vinnutíma ef veðrið er gott því hún er með vesturglugga :D

22 maí 2006

hitt og þetta

Eurovision
jæja, við veltum fyrir okkur hvort Evrópa myndi fatta grínið, og niðurstaðan var að kannski svona þriðjungur álfunnar annað hvort fattaði þetta eða sá bara keppnina og fannst atriðið kúl í alvöru.
Við lágum í hláturskrampa í einni kássu heima hjá Ernunni, ég, karlinn minn, konið mitt, Guðbjörgin hennar og auðvitað Ernan.
þetta með púið er greinilega mjög Grískt, því ég heyrði ekki betur á laugardaginn en öll lönd sem gáfu Grikkjum fá eða engin stig væru púuð niður.
mér finnst líka alveg ótrúleg hræsni að finnast Silvía vanvirða keppnina miðað við allt klámið sem við þurftum að horfa uppá frá hinum og þessum löndum.

Annars ótrúlega misjafnt hvað löndin leggja mismikið í þessa keppni. Þessi 4 sem halda henni uppi ættu eiginlega bara að hætta að taka þátt ef þeim finnst þetta svona leiðinlegt. Það var frönsk stelpa í Eurovision partýinu hjá Guðbjörgu á laugardaginn og hún baðst afsökunar á hvað franska framlagið var ömurlegt.

við skemmtum okkur annars við það í stigagjöfinni að giska á hvaða lönd fengju 8, 10 og 12 stig frá hverju landi og við höfðum rétt fyrir okkur í hvert einasta sinn!
Frekar einfalt:
Vestur-Evrópulöndin gáfu Finnum 12
Fyrrum Júgóslavnesku löndin gáfu Bosníu 12
Fyrrum Sovétlöndin gáfu Rússum 12
Kýpur gaf Grikkjum 12
osfrv.

svosem ágætt að Lordi vann, en lagið var bara alls ekkert spes af rokklagi að vera, og komst ekki í hálfkvisti við Wig-Wam lagið í fyrra. Þess vegna kaus ég Bosníska lagið, það hafði eitthvað við sig sem önnur lög þarna höfðu ekki. Kannski einlægni. Hefði samt viljað hlusta á það betur, en í Eurovision partýum er auðvitað mest kjaftað og minnst hlustað :p

Da Vinci Code
Skelltum okkur svo í bíó með koninu í gærkvöldi. Hún var sumsé í heimsókn hérna um helgina, er líklega í loftinu akkúrat núna á leiðinni heim.

við vorum frekar ósammála um myndina. Mér fannst Tom Hanks fínn í staðinn fyrir Dan Brown útgáfuna af Langdon, en ég er víst búin að lesa of margar Dan Brown bækur og búin að fá algjört ógeð á hans einvíðu persónusköpun.
Ég var líka fegin að ekkert gerðist á milli þeirra Sophie, því ef Tom Hanks hefði kysst hana Amelie mína hefði ég líklega kastað upp :p+

Myndin er töluvert mildari en bókin þegar ódæðisverkum krikjunnar er lýst, og það er auðvitað synd. 50.000 konur brenndar??? yeah right. nær 5 milljónum. Af hverju er heimurinn ekki tilbúinn til að viðurkenna að nornaveiðarnar voru skipulögð herferð gegn sjálfstæðum og gáfuðum konum? grrrrrrrrrrrrrrr

annars var hún bara svona lala mynd og varla 95 DKR virði, en kannski alveg 800 ISK ;)
það verður annars sjaldan farið í bíó í sumar, svona helst X-Men sem mín bíður eftir :p


mmmm
búin að vera rigning með smá þrumum í dag, en nú er komið glampandi sólskin :D
ilmurinn í garðinum okkar er eftir því, enda hálfgerður frumskógur :p
við erum annars loksins búin að fá fínu þvottavélina, en Andrés er að smíða pall undir hana, því gólfið í þvottahúsinu er allt annað en slétt
held ég hafi aldrei á ævi minni áður hlakkað til að þvo þvotta !

nóg í bili

knús

:Dagbjört

19 maí 2006

muh...muse

muh

muh

er einhver búinn að heyra nýja Muse lagið???

er í losti

veit ekki hvort ég á að öskra eða grenja eða... hlusta betur?

hvað eru þeir að gera?

er þetta eitthvað alveg nýtt breakthrough dæmi eða flopp eða...
ekki ætla ég að heimta að hljómsveitir staðni...

en

muh

þetta hljómar eins og

muh

popp !


en samt
eitthvað meira
eða ?


hvað varð eiginlega um trommurnar?
hvar kemur Prince inní dæmið?

diskótrommur, Princesöngur, metall og Muse í einum hrærigraut
kannski smá Gorillaz áhrif?

hvað á mér eiginlega að finnast???

muh

muh

M U H ! ! ! !

18 maí 2006

á fóninum í Valby

ég er víst soldið snobbuð á tónlist, því þrátt fyrir að hafa reynt að halda því fram að popp sé bara fínt fyrir þá sem það fíla, þá get ég bara alls ekki hlustað á hvað sem er :S

er samt svo heppinn að kærastastinn minn leyfir mér að mestu að ráða tónlistarvalinu, enda ekkert ósáttur við rokksmekkinn minn.

stundum fær hann samt að setja á Amerískt popprokk eins og t.d. Linkin Park þar sem textinn minnir á slappan Americas Next Top Model þátt ("poor me, you're so mean to me, nobody understands me, nobody notices me, me, me, me") í frekju- eða reiðiskasti ("I won't be ignored!" "I won't waste myself on you!"). Ef þetta lýsir viðhorfi heillar kynslóðar kana til heimsins, þá er ég alls ekki hissa á ástandinu þarna hinum megin.

þá eru nú Dikta textarnir öllu betri, eða reyndar bara alveg frábærir eins og auðvitað lögin - hafa fullt fullt að segja og kallinn minn sammála því.

eru ekki annars allir búnir að kaupa "Hunting for Happiness" plötuna þeirra?

við erum frekar viss um að #2 "Breaking the Waves", sem hefur verið spilað mest í útvarpinu, sé um Bandaríkjaforseta:
"the governor's son, his daddy's new gun, come out and play, lets have some fun"
"break all the rules, ruin the schools, how will they know which one's are the fools?"
svo er hann beðinn um að pakka niður og hætta "nobody wants you and your goddamned lies"

meiriháttar lag alveg.

svo er #3 hugsanlega um Ísrael og Palestínu: "an eye for an eye makes the world go blind"


en #1, það langar mig til að sé um Ísland: "Look around, look around, can believe what you see? It's amazing. They're changing it bit by bit, in tiny babysteps, so you won't notice." lagið heitir Loosing every day og er mjög fallegt.

ef einhver á ekki þessa plötu, þá eru þetta uþb bestu plötukaup sem þú gerir á þessu ári. og nei þið megið ekki brenna hana, maður brennir ekki íslenskt rokk.



ahemm
svo hlustum við auðvitað á helling annað, en mest spilað á ipodnum mínum er Dikta, Jeff Buckley og Cesaria Evora. Mig vantar alveg heilmikið af tónlistinni minni, sem er ennþá heima á Fróni, t.d. Ampop diskurinn minn sem hvarf einhvers staðar í flutningunum :(


smá tónlistargetraun í lokin:
Hvaða hljómsveit byrjaði sem argasta stelpupopp en þróaðist svo út í eina framsæknustu rokkhljómsveit allra tíma?

16 maí 2006

sigur!

í gær unnum við í húsinu frá klukkan 8 um kvöldið og fram að háttatíma við að undirbúa svefnherbergið undir málningu.

í morgun vaknaði ég og fann alls 0 bit!!!

jibbbbbbbbíííííí
þær eru dauðar!!! allar!!!
2 umgangar af eitri virðast hafa dugað til :D

þá er bara að fara að koma sér fyrir !

jibbbííííííííííí!

en best að fara að koma sér að verki, ég er hjá Storebror að vinna þaðan þar til ég fæ netið (á morgun :D)

annars átti ég líka að skila þessu:

Kæra internet!
Andrés biður kærlega að heilsa þér. Hann saknar þín ákaflega mikið eftir að hafa verið án þín í 7 daga, en vonandi fær hann að hitta þig aftur á morgun. Ég held hann sé með væg fráhvarfseinkenni, en það gæti líka verið frjókornaofnæmi. Ekki hafa samt of miklar áhyggjur, ég lánaði honum spennandi bók að lesa á meðan. Ég passa hann líka vel.


knús og kossar,

:Dagbjört

15 maí 2006

flutningur og fleiri íbúar

Andrés kom heim frá Jótlandi, fékk lánaðan bíl, leigði kerru, og flutti okkur svo til Valby í einum grænum á 2 dögum. svona gerast hlutirnir stundum, og bílleysingjar verða að geta brugðist hratt við þegar hleypur á snærið.

á fimmtudagsmorguninn vöknuðum við í nýja húsinu okkar klukkan 06 um morguninn. eins og er sofum við í stofunni, því til stendur að mála svefnherbergið. það var hins vegar orðið svo bjart í gluggatjaldalausri stofunni klukkan 06, að við gátum bara ekki sofið lengur.

Andrés lét renna í bað handa okkur, en ekki tókst það betur en svo að heita vatnið dugði ekki í eitt baðker. Við fórum því í kalt bað.

Svo bjó hann til hafragraut handa okkur, en við áttum enga mjólk, og langt þangað til búðir opnuðu, svo mín fékk sér ávaxtadjús útá hafragrautinn.

þarna sátum við svo, nýkomin úr köldu baði, borðandi hafragraut með ávaxtadjús, og brostum út að eyrum yfir að vera komin í nýja húsið okkar.

svo drifum við okkur út að versla flóameðal, því einhverra hluta vegna vorum við komin með ný skordýrabit á hverjum morgni frá mánudeginum, og einmitt þennan morgun sáum við tvær flær stökkva um á löppunum á Andrési. við fundum ekkert flóameðal, en var sagt að þvo öll fötin okkar og okkur sjálf vel... það vorum við svosem búin að gera, nýkomin úr köldu baði.

fyrst héldum við að ég hefði fengið þetta í dýragarðinum, því ég var bitin fyrst, en svo var nú ekki, enda ekki flær sem halda sig á mönnum.

konan sem leigði þetta gamla hús á undan okkur (einstæð móðir með tvö börn), var með tvo ketti. kettirnir voru með flær, og flærnar voru búnar að verpa í glufunum í parketinu. ójá, nýja bjarta húsinu okkar fylgdu ansi margir íbúar sem neita að fara, og við erum nú að berjast við að útrýma. þær stökkva á okkur upp af gólfinu, drekka sig saddar, og fara svo.

erum búin að eitra tvisvar og í morgun leit þetta frekar vel út, en það er ekki víst að við losnum alveg við þær fyrr en við fáum þvottavél. hana erum við búin að kaupa, og fáum vonandi senda næstu daga. Erum annars búin með öll lökin og ég er í seinustu buxunum.

þetta hefur svo aftur valdið því að við erum ekki búin að koma miklu í verk í húsinu. það er ekkert svakalega girnilegt að fara að mála meðan verið er að éta mann.
en ég er að mestu búin að venja mig við danska hraðann.
hlutirnir gerast, hægt og rólega. en þeir gerast samt. á endanum.

knús og kossar,

:Dagbjört útétna

06 maí 2006

og um húsið

við fengum lyklana afhenta í fyrrakvöld :D
flest lítur alveg ágætlega út, nema eldhúsið, sem er hálfgerð martröð, illa skipulagt, með ogguponsupínulitlum ísskápi og vask-, eldavélar- og bekkhæð frá miðri síðustu öld þegar konur voru um 1,50 m
ég hef nú þegar mjög slæma reynslu af svoleiðis lágum vöskum, frá því ég bjó á Reynimelnum. þá var ekki hægt að vaska upp meira en svona vaskafatsfylli í einu, svo þurfti að taka amk klukkutímapásu til að jafna sig í bakinu!
við erum hætt við að gera nýtt eldhús alveg strax, en eitthvað þarf þó að gera við þetta...

karlinn minn stakk af til Jótlands í gær - til að láta breyta sér í köfunarkennara - og kemur ekki heim fyrr en annað kvöld, svo ég ætla að reyna að gera herlegheitin hrein eins og hægt er í dag. Andrés er með ofnæmi fyrir köttum, og þarna voru tveir! svo það verður bara ipodinn í botni og ryksugan á fullu.

veðrið hérna er hreint út sagt æði. eins og bestu júlídagar á Íslandi mestalla vikuna, og ennþá núna um helgina. stuttbuxur, pils og hlírabolir eru málið :)

er búin að vinna allt of mikið uppá síðkastið, en nú er það að lagast, og ég skrapp með Ernunni minni niðrá Nörreport í gær að sötra hanastél :þ

svo ætla ég að fara með gríslingunum hans storebror í dýragarðinn á morgun og virkilega njóta veðurblíðunnar.

enn meiri knús og kossar,

:Dagbjört sólskinsdís

hljóðfærabrjálæðingur

eins og það hafi ekki verið nóg fyrir mig að kaupa rafmagnsgítar fyrir 2 mánuðum, þá er ég núna búin fjárfesta í rafmagnspíanói!!!

sem einfaldlega þýðir:
(syngist)
ég er komin með píanó, húrra húrra húrraaaaa!!!

Roland heitir það, og mætti inná stofugólf hjá mér í gær. Vaknaði í morgun og settist við. Ég má spila þó klukkan sé 8 að laugardagsmorgni, eða jafnvel niðdimm nótt, því ég get bæði skrúfað niður og notað heyrnartól.

mmmmmmmmm

svo er bara að byrja að safna fyrir "the real thing"

knús á alla

:Dagbjört

24 apríl 2006

Draumalandið

Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð

eftir Andra Snæ

er bók sem allir ættu að lesa!

Eins og allar bestu bækurnar fékk hún mig til að hlæja og gráta til skiptis.
Í lokin fyllti hún mig skelfingu. Endar svo á cliffhanger, svona nokkurs konar amk.
Ég tók andköf.

Morð, spilling, náttúruspjöll, mengun nálægt mannabústöðum, yfirhylmingar, allt sem tilheyrir góðum krimma, en þetta er bara alls ekki skáldsaga...

Hann er bæði hugmyndaríkur, frumlegur og búinn að vinna heimavinnuna sína virkilega vel. Hann er jákvæður og jafnvægissinni. Það eru engar öfgar, engar ásakanir á hendur neinum, heldur staðreyndir, rök, upplýsingar sem hefur verið leynt og fallegar, jákvæðar, hagkvæmar, heilsusamlegar og umfram allt skynsamlegar og framkvæmanlegar hugmyndir. Hann er ekki virkjunarandstæðingur.

Loksins kominn einhver sem þorir og getur. Það liggur við að mig langi að senda manninn inná þing...

Húrra!
Lesið bókina, núna! (Var ég búin að minnast á að hún er líka fyndin?)

Bk,

:Dagbjört

Spirit: 10

This Is My Life, Rated
Life:
8.9
Mind:
8.6
Body:
8
Spirit:
10
Friends/Family:
5.6
Love:
7.7
Finance:
9.4
Take the Rate My Life Quiz


Alltaf hressandi að taka svona próf og komast að því hvað lífið er gott.
Soldið hissa á fjölskyldu-einkuninni, en ég held að hún sé tengd því að ég á bara eina ömmu eftir og ekkert barn...

fékk þetta annars hjá Huldu sætu

*knús og kossar*

:Dagbjört lífsglaða

20 apríl 2006

Gleðilegt sumar !

vaknaði kl 8 í morgun með eftirfarandi Jet Black Joe slagara á vörunum:
"I open my eyes, woke up with a smile, and this is the day" osfrv.

loksins loksins LOKSINS!

reyndi að vekja sifjaðan karlinn minn

stökk fram úr rúminu og kveikti á tölvunni
beint á tónlist.is, og fann besta sumarlag allra tíma

Sumarið er tíminn

með Bubba og GCD

þá vaknaði Andrés og var farinn að smitast

það var ekki til jógúrt, so ég fékk mér rúgbrauðsneið og appelsínusafa
svo fórum við út að hlaupa
hlupum um 5 km

með örfáum öndunarpásum :þ

í gær lofaði ég nefnilega Jeanette vinkonu okkar að hlaupa með henni í danska kvennahlaupinu í sumar ;)

og nú er ég sturtuð og komin í græna sumarpilsið mitt og meira að segja með ogguponsu maskara í tilefni dagsins

Andrés er útí búð að kaupa jógúrt í morgunmatinn handa mér, og á eftir kemur Erna í Pílates

en nú þarf ég reyndar af fara að vinna því ég skipti út frídeginum í dag fyrir annan dag sem hentaði bæði mér og vinnunni betur - það skiptir engu máli, það er samt hátíð í dag:

ÞAÐ ER KOMIÐ SUMAR !!!

gleði gleði gleði gleði :D :D :D :D :D :D :D :D :D :D :D

05 apríl 2006

Raðhús í Valby

tja sko

ekki nóg með að kona sé allt í einu komin í sambúð í Kaupmannahöfn, nú á líka að fara að gera upp gamalt raðhús í Valby

ef einhver kannast við Valby, þá rekur sá hinn sami nú líklega upp stór augu
Valby er hverfi rétt fyrir vestan miðbæinn í Köben, sem hefur verið frekar mikið slum undanfarin ár, en á nú, sökum staðsetningar, að fara að byggja upp.
verið er að flæma gamla leigjendur í burtu og ýmislegt gert til að heilla duglegt ungt fólk á svæðið

minn kærasti var svo fyrirhyggjusamur þegar hann frétti af þessu, að hann skráði sig á biðlista eftir raðhúsi í raðhúsahverfi sem á að fara að gera upp að utan og ofan.
biðlistinn er svo þannig gerður að þeir sem öllu ráða þarna velja hvaða fólk þeir vilja fá í hverfið
og þeir vilja svona líka endilega fá okkur :)

það sem við fáum út úr þessu er lítið sætt raðhús á undirverði, sem verður gert upp að utan, og annarri hæð bætt ofan á. það sem við þurfum/ætlum að gera er að laga þá hæð sem er nú þegar, að innan:

  • brjóta niður veggi

  • mála allt í björtum og fallegum litum

  • byggja nýtt eldhús

  • rífa gamla eldhúsið

  • leggja nýtt rafmagn

  • leggja nýtt parket



það er pínu skrítið að taka allan þennan pakka svona strax, en við hlökkum bæði mikið til
það merkilegasta er hversu sammála við erum um hvernig allt á að vera :D

Dagbjört litla og Andrés litli, allt í einu orðin stór

við fáum húsið 15. maí :D

04 apríl 2006

nývöknuð

mig dreymdi að ég væri að borða uppáhalds svarta pilsið mitt

hvaða mögulega merkingu getur það haft?

kannski var þetta til að minna mig á að mig langar innst inni í ljósblátt sumarpils...

bleah

best að fara að fá sér morgunmat og pína svo oní sig nokkur vatnsglös...

þegar vatnið hérna er soðið myndast hvít kalkskán á pottinum

27 mars 2006

Fer á föstudaginn

Jæja, þá er þetta loksins komið á hreint!

Ég flýg út til Kaupmannahafnar á föstudagsmorguninn, þann næsta, og verð þar með flutt til Köben :)

Ég flutti út úr Grænuhlíðinni um (þar)síðustu helgi, og er að fara að afhenda lyklana núna á eftir.

Ég veit ég hef ekki getað hitt alla ennþá, og að ég á líklega ekki eftir að ná því áður en ég fer, en næstu 3 kvöld verða þó helguð vinum að mestu (í kvöld er það reyndar skattaskýrslan og einhver fleiri skjöl)

Annars er vorið loksins komið til Danmerkur og við Andrés erum að farast úr spenningi að fá loksins að hefja sambúðina :)

knús

:Dagbjört

10 mars 2006

Emily the Strange

nýjasta uppáhaldið í lífi mínu heitir Emily the Strange og hér er mynd af henni.

hún er byggð á þessari stelpu (sem heitir einmitt líka Emily the Strange og sumir netverjar kannast eitthvað við).

en mín Emily er auðvitað rafmagnsgítar. hér er líka viðtal við hina Emily um gítarinn ;)

annars sumsé Epiphone G 310. Epiphone eru Gibson gítarar framleiddir í Kína. (Gibsonar eru sjúklega flottir)

úff það eru nú farið að vera ansi margt sem ég held svo mikið uppá að ég geti varla verið án:


  • tónvinnslulappinn

  • Fenderinn (kassagítarinn minn)

  • leðurjakkinn

  • Emily

  • (kannski bráðum ipodinn?)

  • Andrés



er kona kannski að breytast í einhvers konar material girl???

smá um Montreal

Við Andrés flugum til London og þaðan beinustu leið til Montreal föstudaginn 24. febrúar
gistum á Marriot hótelinu

laugardagurinn fór í að jafna sig eftir flugið og skoða okkur um í borginni. röltum uppá Mont Royal, fjallið sem borgin heitir eftir
-20°C með vindkælingu

drifum okkur á skíði á sunnudaginn. æðislega léttur snjór og við vorum fljót að finna okkur á parabólísku skíðunum. en klukkan 4 var kominn smá skuggi í brekkurnar og þá var bara orðið allt of kalt, þrátt fyrir margföld lög af fötum.
Súperfrost og vindur.
Ekki venjulegt í Montreal.

virkir dagar fóru svo auðvitað í mikla vinnu hjá mér, og við vorum ennþá á svo evrópskum tíma að það varð ekki mikið meira úr kvöldunum en bara kvöldverður.
þegar komið var fram á fimmtudag var ég ennþá ekkert búin að komast í búðir, og átti að fara heim daginn eftir. vinnan var mikið að reyna að fá mig til að vera lengur, og Andrés var alveg til í aðra helgi, svo það varð úr að við framlengdum.
á föstudagskvöldið kíktum við í búðir, og ég keypti mér ipod-nano og nokkra góða Simons-boli

fórum á skíði á laugardaginn, en þá var orðið heldur betur hlýrra, og snjóaði auk þess blautum snjó allan daginn. Færið varð þess vegna svo þung að eftir aðeins 4 tíma á skíðum var ég orðin alveg búin í fótunum, og meira að segja íþróttahetjan mín varð að viðurkenna að þetta tók á í hnjánum.

svo var loksins afslöppun á sunnudaginn, kíktum í artí-hverfið og keypum hana Emily mína (sjá næsta blogg fyrir ofan).

á mánudagskvöldið var rómó-kvöld og á þriðjudagsmorguninn bakaði ég vöfflu handa Andrési afmælisbarni, eins og lofað hafði verið. upphaflega ætlaði ég sumsé að baka vöfflur hér í Köben, en fyrst við vorum enn í Montreal þá voru það bara morgunverðarvöfflur með sýrópi í staðinn - en ekki án rjóma og jarðarberja.

Andrés þurfti svo að fljúga heim á þriðjudagskvöldið en mér var þrælað út 2 daga í viðbót, og kom til Köben í dag.

Montreal var samt umfram allt annað sannkölluð átveisla! við borðuðum á okkur gat hvað eftir annað, og Andrés greyið þurfti að læra að leyfa!

Við borðuðum:
á Boccachinos - ítalskur(minn uppáhalds) x 3 (eða 4 )
á Entrecote - fransk-kanadískur steikarstaður
á Carlos & pepes - mexíkóskur
á Grískum humarstað
á Mikasa - fengum rómantískt herbergi fyrir okkur og sátum á gólfinu og borðuðum amerískt sushi (sumir bitarnir voru með djúpsteiktu gumsi!)
á Cafe Presto einu sinni í hádeginu
á Cafe Vienna næstum öll hin hádegin (þeir sáu mér fyrir öllum grundvallar næringarefnum í eitt ár)
á æðislega morgunverðarhlaðborðinu á hótelinu, sem býður uppá allt frá hafragraut að vöfflum með sýrópi og frá fersku ávaxtahlaðborði að eggjahræru og beikonu

og svo var okkur auðvitað boðið í mat:
hjá Dössu og Hilmari
hjá Halla og Sigrúnu

það var alveg yndislegt að hitta þau öll aftur :)
takk fyrir okkur ;)

(okkur var líka boðið í tvö partý en skrópuðum í báðum, því við áttum oftast mjög erfitt með að halda okkur vakandi fram yfir klukkan 9 á kvöldin ;)

úff, en allavega mikið borðað
og nú þykist meira að segja Andrés minn vera kominn í átak!
við sjáum til...

18 febrúar 2006

Lagið tilbúið

jæja
þá er kona formlega útskrifuð úr tónvinnsluskólanum
og í þeim töluðu orðum á leiðinni beint til Köben

en ef einhver hefur áhuga á að heyra hvað ég gerði í þessum skóla, þá má hlýða á afraksturinn hér.
lagið heitir Unreal, og eru lag og texti eftir mig, en með mér í vinnuhóp voru þeir Árni og Völundur. svo eiga auðvitað kennarar og hljóðfæraleikarar í skólanum svaka mikið í þessu, t.d. öll hljóðfærin auðvitað ;)

jæja meira um þetta seinna, ég þarf að ná flugvél í fyrramálið

:Dagbjört sybbna

p.s. smá getraum: hver syngur?

14 febrúar 2006

Til hamingju með daginn Anna 2

Hún Anna mín númer 2 er 21 árs í dag!
Ég gleymi aldrei hvað það var æðislegt að fá hana í heiminn.
Fyrsta litla barnið í mínu lífi :)
Nú löngu orðin kona :)

Til hamingju, sæta!

þín frænka :D

13 febrúar 2006

12. - 13. ágúst 2005

einn og einn dagur stendur uppúr
svona dagur sem maður man eftir
nokkurn veginn fullkominn
þannig var 12. ágúst 2005 - og vel fram á þann 13. ;)

sumarfríið nýbyrjað
ég var í heimsókn hjá Ernunni minni, í Köben, hafði lent kvöldið áður og sopið nokkur öl fyrir háttinn :)
vaknaði og við skelltum okkur beint á hjólin og hjóluðum út í búð til að kaupa í morgunmatinn
átum hann í rólegheitunum
hjóluðum (eða löbbuðum við?) útá lestarstöð og tókum lestina niðrá Hovedbandgården
röltum Strikið í blíðskaparveðri
það er meiriháttar að versla með Ernu
hún er afslöppuð og kemur með ferskar hugmyndir
manaði mig til að kaupa grænar vasabuxur í staðinn fyrir svartar
hafði aldrei átt grænar buxur fyrr
svona er maður alltaf að vaxa ;)
hjálpaði mér líka að velja nýja boli

keyptum okkur ferskjur af götusala og nutum þess í botn að vera í Köben
horfðum á breakdansara
man ekki hvað ég hvar við borðuðum, en við komum heim til Ernu einhvern tíman rétt fyrir kvöldmatarleytið með innkaupapokana
töluðum við Guðna um að við værum of sein að fara í mat til frænda hans, sem bjó einhvers staðar í buskanum hinum megin við Köben
pæjuðum okkur upp og skelltum okkur svo aftur niðrí bæ
ég í nýju grænu vasabuxunum og ilmandi af Forbidden Fantasy :)

sátum tvær inná Y's sem er kokteilabar á Nörreport og sötruðum kokteila sem hétu sumir hverjir ansi svæsnum nöfnum, og fífluðumst og hlógum
mikið stuð

þegar leið á kvöldið birtist Guðni (hennar Ernu) með tveimur (minnir mig) vinum sínum. annar var íslenskur. hinn eitthvað annað. við héldum áfram að panta og hlæja :)

svo mætti frændi hans Guðna. þessi sem við fórum ekki í matinn til. íslenskur að hluta. sagðist vinna við köfun. jeij, ævintýragaur! af því að við komum ekki í mat til hans, þá var hann bara ekkert búinn að borða, svo þegar leið á kvöldið ákváðum við að finna okkur einhvern góðan Kebab stað. fundum svoleiðis og röltum um strikið, smjattandi á kjúllarúllum. sem voru svo vel sósaðar að umbúðirnar urðu blautar í gegn og allt í einu var ég í doppóttum buxum. frændi hans Guðna sagðist öfunda mig mikið að þessum flottu doppum :p

við Erna stigum nokkur dansspor. frændinn hélt áfram að spjalla. einhvers staðar á leiðinni yfir götu við Ráðhústorgið (held ég) komst ég að því að hann hefði aldrei átt bíl. sumsé virkilega áhugaverður ævintýramaður!

við rákumst á einhvern hóp af Íslendingum og röltum með þeim einhvern spöl, en enginn gat komið sér saman um hvert við ættum að fara svo við Erna, Guðni og frændi hans stungum þau bara af. stoppuðum stutt á einhverjum eðalbjór pöbb. svo dróg frændinn okkur á salzastað. úje.

meiri drykkir, fundum borð. pínu spjall. viltu dansa? jamm. salza.
ég veit ekki alveg í hvaða röð hlutirnir gerðust eftir það. alltíeinu var frændi hans Guðna búinn að dansa mig alveg uppúr skónum

hann heitir Andrés og í dag erum við búin að vera á föstu í hálft ár :D

til hamingju við!

:Dagbjört dís

Tónsmíðafréttir

Húmið kom til mín í gær
það varð til að svolítið annan hátt en yfirleitt gerist
það var ekki bara einhver laglína í hausnum á mér sem fæddist af ljóði
nei
það voru hljómarnir sem fæddu það
húmið á sinn hljómheim og hvert einasta orð í ljóðinu á hljóm sem samsvarar því miðað við hljóminn á undan
t.d. "raddirnar" er A-dúr á eftir E-moll
mmmmmmmmmmmm

Dúfan er svo virkilega vel á veg komin. Fyrsta uppkast að undirleik tilbúið, en þar þarf helst að laga upphaf og endi. Þegar það er komið verður vonandi forspilið til að sjálfu sér. Veit hvernig.

Er sumsé að semja þessi tvö lög handa henni Rannveigu, sem er að fara að taka burtfararprófið í vor.
Ljóðin eru eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, og hún er búin að gefa góðfúslegt leyfi sitt :)

þegar þetta verður allt tilbúið, þá mega allir skoða hér á síðunni, en enginn fær að prenta fyrr en eftir frumflutninginn ;)

:D

06 febrúar 2006

mál málanna

Alli litli var þreyttur og svangur þegar hann lagði af stað heim úr skólanum. Áttundubekkingarnir höfðu stolið nestinu hans, eina ferðina enn. Hann vildi ekki segja mömmu sinni frá því, því hann vildi ekki að bæta á raunir hennar. Mamma vann alltof mikið en hafði samt ekki efni á að kaupa handa honum ný föt. Pabba sinn hafði hann ekki séð í bráðum ár.
Í dag hafði kennarinn skammað hann eins og svo oft áður, því hann átti svo erfitt með að fylgjast með þegar hann var svona svangur. Hann var líka oft illa sofinn og uppstökkur, svo hann átti ekki marga vini.
Á leiðinni heim mætti hann hóp af krökkum sem flest komu frá vel stæðum og hlýjum heimilum. Þau voru flest öll góðir krakkar, og ekki vön að abbast uppá hann, en þennan dag var Óli með í hópnum. Óla fannst átti það til að gera ýmislegt til að ná athygli hinna og hann vissi fyrir hverju þessi ólundarlegi, horaði og skrítni strákur var viðkvæmastur.
"Alli, vissirðu að mamma þín er hóra?" kallaði hann í því sem Alli gekk fram hjá þeim.
Alli stansaði. Hann stóð kyrr í andartak, áður en hann sneri sér við og með ómannlegu öskri, stökk eins og köttur á Óla og lamdi hann og beit.
Hinir krakkarnir voru svo óvön svona slagsmálum að þau stóðu fyrst eins og þvörur og vissu engan veginn í hvorn fótinn þau áttu að stíga. Þau skildu ekki hvað amaði að þessum strák. Af hverju hann var alltaf svona reiður við allt og alla. Hann hlaut bara að vera eitthvað vondur. Það var bara eins og hann hefði breyst í villidýr. Vissi hann ekki að Óli sagði oft eitthvað heimskulegt, án þess að meina það?
Sum þeirra reyndu eitthvað að toga Alla af Óla, en þá var eins og hann fílefldist enn meir og sló þau frá sér og glefsaði.
Þessi söddu börn sem höfðu allt sem Alla skorti og höfðu aldrei þurft að hafa áhyggjur af einu og neinu, og réðust á það sem honum var allra kærast, voru allt í einu orðin holdgervingar alls óréttlætis þessa heims sem hataði hann. Þar sem allir voru vondir við hann. Öll hans reiði og allar hans sorgir brutust fram eins og óstöðvandi flóð svo honum sortnaði fyrir augum af bræði.
Eitt barnanna ákvað að hlaupa og ná í kennarann...

Verður fundur um málið hjá skólastjóranum? Ætli Alli verði jafnvel rekinn úr skólanum?

Kannski ekki mín best skrifaða dæmisaga, en punkturinn er: Til hvers erum við sem allt höfum að níðast á olnbogabörnum veraldarinnar?

05 febrúar 2006

Fyrir þjóðina

Réttupphönd sem horfðu á undankeppnina á laugardaginn

Ég heyrði í fréttunum að einhver hinna keppendanna hefði lagt fram stjórnsýslukæru vegna lekans, því hann hefði veitt Silvíu og co. óréttlátt forskot.
Mér fannst niðurstaðan sem virtist hafa fengist í málinu fyrir helgi vera sanngjörn og góð. Að leyfa einu lagi enn að komast áfram í úrslit og draga því úr þeim hugsanlega skaða sem þetta gæti fræðilega valdið öðrum keppendum.
En nei, einhver ákvað að vera erfiður og leggja fram stjórnsýslukæru. Hvað heldur viðkomandi eiginlega að sé tilgangurinn með þessari keppni? Þetta er ekki spretthlaup þar sem einhver þjófstartaði, eða spurningakeppni þar sem einhver komst yfir spurningarnar fyrirfram. Þessi keppni er ekki haldin fyrir höfundana og flytjendurna. Hún er haldin fyrir þjóðina. Haldin til þess að leyfa þjóðinni sjálfri að velja hvaða lag hún vill senda til Aþenu.

Ef þjóðin vill senda Silvíu Nótt, þá á að sjálfsögðu að gera það.
Ef þjóðin vill hana ekki, þá sigrar hún einfaldlega ekki.
En að reyna að láta taka hana úr leik með stjórnsýsluskipun, þjónar það hagsmunum þjóðarinnar?

Eitt enn: Það er ástæða fyrir því að þetta lag lak á netið. Hún er sú að þjóðin (á netinu) vildi heyra það. Ég fékk það með tölvupósti (mér til nokkurs uppnáms, því ég þekkti reglurnar) og titillin á póstinum var "Loksins gott lag!". Ég reyndi meira að segja að benda fólki á að dreifa því ekki, en það hlustaði svosem enginn á það. Allir vildu fá að heyra það.

Þjóðin á valið. Við skulum sjá hvað hún vill.

02 febrúar 2006

Vanadís

Mínir helstu guðir eru Freyr, Freyja, Óðinn og svo kannski Bragi,
en ef ég væri ásynja, hver væri ég?

Þessar niðurstöður eru tileinkaðar Andrésinum mínum sem ætlar að fljúga til mín á morgun :D


Which Norse God or Goddess are you most like?
created with QuizFarm.com

27 janúar 2006

ESB og þjóðarstoltið

þar sem ég fer nú svona hvað úr hverju að versla mér stakan farmiða til Köben...
(bara svona til að sjá hvað gerist og hvort þetta endist :)
... þá sumsé eru sumir alltíeinu farnir að vera voða viðkvæmir fyrir ákaflega meinlausum og týpískum athugasemdum frá mér um hvað Íslendingar eiga það til að vera gallaðir (minnir að ég hafi tjáð mig um vetrarakstur eða skort á sköfun, eins og ég geri örugglega á hverjum vetri)
viðkvæmir eins og ég sé nú búin að svíkja Ísland og orðin Dani, og hafi því engan rétt að á tjá mig um íslenska misbresti, rétt sem Danir hafa auðvitað ekki, enda kunna þeir alls ekki að keyra í snjó ;)
en vá, ég er ekki og verð aldrei Dani
mun aldrei byrja að reykja til að líkja eftir Möggu Tótu, né syngja danska ættjarðarsöngva um áramótin (heldur standa kjánaleg hjá og bíða í klukkutíma eftir að það séu komin áramót á Íslandi)

ég er og verð alltaf Íslendingur, fyrst og fremst, og sem slíkur má ég alveg tjá mig um hvað mér finnst mega betur fara hér heima.
reyndar held ég stundum að ég sé meiri þjóðernissinni en flestir sem ég þekki, og ég er alls ekki búin að gleyma því frá hverjum við hlutum frelsi.

og þá að ESB
ég er loksins og (að öllum líkindum) endanlega búin að gera upp hug minn varðandi aðild Íslands að ESB. (Alltaf þegar þetta er á annað borð rætt er gert ráð fyrir að þeir gæfu undan hvað varðar fiskinn - annars dytti engum heilvita Íslendingi þetta í hug).
Þegar ég var að skoða háskólanám, fyrir um 9 árum, þá óskaði ég hálfpartinn að við værum í ESB svo ég kæmist nú hvert sem er í háskóla. Nám og vinna hvar sem er í Evrópu, það eru jú kostirnir. Vissi samt innst inni að Jón og Jónas og allir hinir börðust ekki fyrir frelsinu til þess eins og láta það af hendi til Breta, Þjóðverja, Frakka og Spánverja.
Hin síðari ár hef ég svo haft hin og þessi samskipti við sum af þessum löndum, vegna vinnu. Skrifræðið og seinagangurinn í Frökkum er nóg til að gera venjulegan Íslending (og Gaulverja) gjörsamlega vitlausa. Bretar eru 70 - 200 árum eftirá í samfélagsgerð og jafnrétti milli manna og manna, ekki síður en manna og kvenna. Allt verður að fara eftir einhverjum fáránlegum goggunarleiðum...
Smátt og smátt fór ég að hallast meira á móti.
Svo ákvað ESB að gulrætur væru ávextir, af því að þær eru notaðar í sultugerð!

En svo var það Andrés sem varð til þess að ég gerði endanlega upp hug minn. Það sem hann sagði mér af ESB og reynslu Dana. Það sem sumir vita, en fæstir kjósa að muna.
Við vitum öll að auðlegð Breta, Frakka, Spánverja, Hollendinga, Portúgala og hverjar þessar þjóðir nú voru allar, byggðist upp á að arðræna nýlendur út um víða veröld. Jájá, hræðilegt, allir vita það osfrv.
Nú sumsé þykjast þessar þjóðir vera hættar því. Kannski af því að þær gera það, nú, helst í gegnum ESB. Byggja sitt ríkidæmi á að viðhalda fátækt annars staðar. Og ekkert sérstaklega óbeint heldur.
Þetta sagði Andrés mér:

"Sælgætisverksmiðja í Suður-Afríku kaupir ekki sykur af bóndanum á næsta bæ. Hann kaupir sykur sem er fluttur inn frá Danmörku. Vegna þess að hann er ódýrari. Ha? Jú fyrst fá danskir bændur ESB styrk af því að þeir eru jú bændur, og svo fá þeir meiri ESB styrk af því að þeir flytja vöruna út! Þannig að þrátt fyrir að búið sé að flytja sykurinn alla þessa leið, þá er hann samt ódýrari en fátækur bóndi í Suður-Afríku getur tekið fyrir sykurinn sinn. Þess vegna getur hann engan sykur selt, eða selur hann svo ódýrt að hann fer bara á hausinn."
Einhver hissa á fátæktinni í Afríku, ef þetta er bara eitt dæmi um hvað ESB er að gera? Einhver sem hélt að BNA væru þeir einu sem væru að $%#$&$%&#&$#% heiminum?

og svo þjóðarstoltið
já, það er svo sem ekki margt sem við Íslendingar getum raunverulega verið stolt af, umfram aðrar þjóðir.
loftið er bara hreint af því að vindurinn blæs allri menguninni okkar í burtu - það höfum við séð, þá sjaldan að hér er logn.
ég hef séð gullfallegt fólk í mörgum öðrum löndum.
Fjölmiðlarnir okkar eru orðnir jafn lágkúrulegir og annars staðar, fólkið jafn gráðugt og sjálfselskt og í ameríku (amk um helmingurinn), og fallega landið okkar er að breytast í eina stóra álverksmiðju.

En við getum verið, og eigum að vera, stolt af því að okkar auðlegð og hagsæld var ekki á neinn hátt byggð á þjáningum annarra þjóða (amk ekki síðustu 800 ár).
Hún er byggð á krafti og vinnusemi kynslóðanna á undan okkur, fólksins sem byggði hús og flakaði fisk myrkranna á milli, í einskærri gleði yfir að hafa einhverja vinnu, og breytti þannig Íslandi úr fátækasta landi Evrópu í eitt ríkasta land heims á innan við öld.
(Já einmitt, fólksins sem við viljum núna helst loka inni á einhverjum stofnunum svo við þurfum ekki að sjá hvernig við munum einhvern tíman verða, þ.e. gömul.)
Við megum vera stolt af þeim. Og af því að enn þann dag í dag erum við ekki að arðræna fátækar þjóðir. Vonandi munum við aldrei taka þátt í slíku.

og líkur hér með ræðu kvöldsins ;)

húrra fyrir Íslandi