06 júní 2005

Hversdagsleikinn?

tja...

ég byrjaði á að draga allt nördagengið uppí skorradal í fjórhjólasafarí, veggjaklifur, axarkast osfrv. Endaði að sjálfsögðu með bjór og grilli (og slatta af eplasnafsi) fram eftir nóttu :)

sweet
hefði aldrei trúað því hvað það er GEGGJAÐ gaman á fjórhjólum
(já elsku umhverfissinnar, þetta var allt eftir fyrirfram ákveðnum leiðum og ekki verið að spæna upp neitt af fósturjörðinni - haldiði að ég hafi ekki verið búin að dobbeltékka það???)
en sumsé, vindurinn í andlitið, fjöllin, firnindin, nýbornu lömbin, hestarnir...
barasta íslensk náttúra eins og hún leggur sig og ákaflega vel taminn og kröftugur fákur undir manni ;)

fór auðvitað í algjöra sveiflu yfir því að vera pínd til að vinna inni í allt sumar! ! !
*hneiksl*
það er svo andstætt eðli mínu að mér finnst það vera brot á mannréttindum mínum!

jamm

svo var Gerard Butler kvöld hjá dívuráðinu á laugardaginn, en fyrst fórum við út að borða á Tapas barnum. Viðfangsefnið var kroppasýningin og gamanmyndin Tomb Raider 2, og ekki hægt að segja annað en að það hafi verið mikið hlegið og svo líka pínu stunið ;) Svo var töluvert velt vöngum yfir því hvers vegna allir flottir karlmenn eru svona gamlir (GB er 36). Mér finnst það frekar augljóst. Hver vill stráka? Jú, kannski sumar stelpur. En konur? Þær vilja menn. Og dívur þess þá heldur ;)

En að öllu gamni slepptu, þá liggur við að kona hafi alveg jafn mikið að gera eftir allt saman. Nema bara núna er það við að hitta fólk. Sem er auðvitað frábært, því þannig á sumarið að vera.

Og fólk er líka best.

*knús og kossar*

2 ummæli:

  1. Heheheh... Já, ég hlakka ekkert smá til að horfa á Reign of Fire með ykkur! Við verðum svo að fara að sanka að okkur fleiri Gerald Butler myndum. Er ekki málið að fara saman á Beowulf myndiná þegar hún kemur í bíó? Ég verð sko über sár ef hún kemur í bíó þegar ég er úti! :/

    SvaraEyða
  2. Já heyrðu... svo var ég að spá hvort þú værir ekki með msn messenger?

    Kv. Dívan

    SvaraEyða