22 maí 2005

halló jörð!

jæja, þá er maður svona um það bil að lenda :)
allt í kringum prófið og tónleikana var mjög undarlegt og svo fór sólin að skína og þar með fór nætursvefninn :)
prófið gekk ekki eins vel og ég er vön, svo allt fór í algjört panikk fyrir tónleikana
áttuðum okkur á að formið (sérstaklega í hæðinni) var einfaldlega ekki komið til baka, því miður :(
ég varð því að leggja áherzlu á túlkun og útgeislun, en þar sem ég var með mikið á íslensku þá gekk mjög vel að ná tengslum við áhorfendur - sem kunnu líka vel að meta lögin mín :)

takk fyrir stuðninginn, allir sem komu, og líka þið sem komust ekki en hugsuðuð til mín :)

Iwona var búin að stríða mér heilmikið yfir að ætla að syngja lög eftir sjálfa mig, en tilgangurinn var auðvitað að kynna þau fyrir samnemendum sem fjölmenntu á tónleikana
það tókst heldur betur og mér fannst æði að fá að tala um lögin mín við áheyrendur og fá pantanir frá stelpunum

já, söngdívurnar vilja ólmar fá að syngja Rósir, á meðan spekúlantarnir voru hrifnari af Krumma og töluðu um kontrast (íslenska?) á milli krunksins í krumma (píanóið krunkar) og áberandi sönglínu. Þ.e. þessi tvö megin þemu í laginu, krunkið og söngur krummahjartans, þau komust til skila! það er fátt eins æðislegt eins og að leggja verkin sín fyrir aðra og finna að fólk skilur þau ! ! !

en það er ekki allt alveg búið
ég var, fyrr í dag, að klára lokaútgáfuna af "Dagurinn líður"
Dóra díva er búin að læra laglínuna, en ég var aðeins að dytta að undirspilinu, því 5. erindið var gert í of miklu stressi um daginn. það bara var ekki rétt - vantaði í það róna sem býr í textanum. svona égeralvegaðsofna stemningu. held hún sé komin núna með rólegum fallandi litlum þríundum, eins og í vögguvísunum :)

Annars fæ ég alveg svakalegan fiðring út úr því að nota dúrhljóma úr allt öðrum tóntegundum allt í einu í miðju moll-erindi. fyllir allt af von, einhvern veginn. mmmmmmmmmmmmmmm. dúr á lækkuðu 7unda (svosem ekki það skrítið) eða jafnvel á 3ja - veit ekki einu sinni hvort ég kunni að greina hann út frá klassískri hljómfræði...
6. sæti með stækkaðri 5und, stækkaðri 9und og án 3undar ? nja.. líklega yrði þetta flokkað sem (mjög) tímabundin tóntegundaskipti.

ég get varla lýst því hvað það er spennandi að láta þetta stærsta verk sem ég hef gert hingað til, í hendurnar á listakonu sem blæs í það lífi. ég fæ að mæta á æfingu hjá þeim í vikunni, til að gefa þeim ábendingar. svo á tónleikunum um næstu helgi þá fæ ég bara að sitja í rólegheitunum útí sal og njóta þess að hlusta á hvernig ljóðið hans Tómasar, lagið mitt og túlkunin þeirra myndar heild sem vonandi skilar sér til áheyrenda.
þetta barasta hlýtur að vera besta listform í heimi!

hmmm, reyndar getur verið að ég þurfi að vera að hamast við að taka upp þessa blessuðu tónleika - vona bara að vélin mín standi sig :S

jæja best að bruna til dívunnar og afhenda herlegheitin útprentuð og fín :)

*knús og kossar* þú yndislegi græni og blái (og bleiki ;) heimur

1 ummæli: