29 maí 2005

dagurinn líður

ég er hálf uppgefin
en um leið svo full af yndislegum skynjunum og tónum dagsins

sund úti í sólskininu
heilt k
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
loksins!

en það var nú bara byrjunun

Dóra díva var hreint út sagt stórkostleg
á burtfararprófstónleikunum sínum í Langholtskirkju
hún hefur aldrei verið jafn glæsileg og falleg, og röddin!
hún er farin að hljóma virkilega pró
hún frumflutti "Dagurinn líður" svo undurfallega að ég táraðist og átti hálf bágt með mig þegar hún kallaði mig uppá svið eftir lagið til að hneigja mig
hún söng það SVO VEL !!!
*andvarpandvarpandvarpandvarp*

og svo var auðvitað allt sem hún söng á tónleikunum frábærlega gert
og mikið af flugeldum, sérstaklega í lokin
hún er bara æði

úff og svo
ef þetta var ekki nóg
þá fór ég á tónleika með Portúgölsku Fado söngkonunni Marizu
Fado fado fado
úfffffffffffffffffffff
hún söng með öllum líkamanum
dansaði um sviðið
innlifunin


allar þessar skynjanir fljóta stjórnlaust um inní mér, og einhverskonar undirmeðvitund reynir að koma skipulagi á þær
ég veit hvar þær enda
þær geymast vel í þeim hluta heilans sem við köllum í daglegu tali hjartað
svo brjótast þær út, ummyndaðar í einhvers konar tónlist
:)

svona dagar!

"En þaðan stíga sumarkvöldsins söngvar er sól til viðar hnígur" (úr Dagurinn líður)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli