24 apríl 2005

heimsfræði

Fór í gær á alveg hreint frábæran fyrirlestur í Háskólabíói:
"Rúm, tími og þyngd í afstæðiskenningu Einsteins"
sem er hluti af fyrirlestraröð fyrir almenning í tilefni af ári eðlisfræðinnar, sem kallast "Undur Veraldar" (sjá edlisfraedi.is)

framsetningin var einmitt nægilega einföld til að almenningur gæti skilið þessa hluti, sem eru vægast sagt ákaflega spennandi.
meðal þess sem við lærðum var að

  • tíminn líður hraðar fjarri þyngdarsviði

  • og þar með hægar nálægt þyngdarsviði

  • og stendur í stað við sjóndeild svarthols

  • og út af þessu, svokallaða bláviki, þarf að leiðrétta GPRS staðsetningarkerfið um 11 km á sólahring...

  • ljósið beygist nálæt þyngdarsviði

  • og þess vegna getum við séð sömu stjörnuna á 3 stöðum á himninum

  • en bara ef hún er á bak við stóran vetrarbrautaklasa

  • ...eða kannski er það bara rúmið sem beygist

  • OG: hulduefni er að verða viðurkennd stærð í eðlisfræði

  • og það er orka í tóminu...


vátsj!!
þegar ég var í stjörnufræði í menntó, fyrir tæpum 10 árum eða svo, þá var það bara mikli hvellur, heimurinn varð til, heimurinn þenst út, hægar og hægar, heimurinn skreppur saman, heimurinn fellur saman og ekkert, nema kannski endurtekur þetta sig allt saman.
það var heimsmyndin
frekar óspennandi
svo 1998
þá komust þeir að því að heimurinn þenst út hraðar og hraðar
hann ætlar sko bara alls ekki að skreppa saman aftur
og allt í einu er óhemjumikið af spurningum ósvarað
fyrirlesarinn viðurkenndi að 70% af "alheiminum" (vont orð á þessum tímum), þ.e. okkar plani af heiminum, okkar skynjanlega heimi...
70% væri eðlisfræðilega óþekkt
þ.e. ekki þekkt efni
5% er það sem við sjáum
25% (minnir mig) er hulduefni
og 70% hafa menn bara ekki hugmynd um hvað er...

ef það er ekki spennandi... þá veit ég ekki hvað spennandi er
enda þyrpist nú fólk í stjarneðlisfræði
og vá hvað ég skil það vel!

:D

Engin ummæli:

Skrifa ummæli