26 apríl 2005

draumafyrirtækið

í tilefni af umræðu um framkomu við starfsfólk, lagði ég fram eftirfarandi kenningu:

--kenning hefst--
Ef ég væri að stofna hugbúnaðarfyrirtæki þá myndi ég:

  • Eingöngu ráða konur

  • ráða þær eingöngu í 80% starf

  • borga þeim 100% laun

  • fá 120% afköst

--kenningu líkur--

Rökin eru þessi:

Konur eru mjög duglegar, sérstaklega þegar þeim finnst vera gert OF vel við sig. Ef maður borgar þeim meira en þeim finnst þær eiga skilið (100% laun fyrir 80% starf), þá leggja þær sig allar fram um að standa undir því. Þær kunna virkilega vel að meta 80% starf, því þær hafa svo margt annað að gera sem karlar einhvern veginn sleppa oftar við. Auk þess sem það er algjör vitleysa að láta fólk vinna yfirvinnu, því heilinn hættir að gera neitt af viti eftir langan vinnudag. Hann er jú bara vöðvi, og þarf hvíld.

80% vinna - súpergóður mórall - 120% framlag

(plús: þær konur sem eru góðir tölvunarfræðingar eru mjög góðar ;)

1 ummæli:

  1. stórgóð hugmynd :O)

    ég væri amk alveg til í að vinna eftir þessum skilyrðum ;O)

    SvaraEyða