12 janúar 2005

ekkert líf næstu 8 vikurnar

Kæru vinir!

Hér með er orðið ljóst að ég mun ekki eiga neitt líf næstu 8 vikurnar og engan hitta utan skóla, vinnu og hljómsveitar.
Á dagskránni er:

  • að setja upp 2. sýningu nemendaóperunnar á þessum vetri, en þar fer ég með hlutverk Meg Peg í Falstaff eftir Verdi. Sýningin sjálf verður samsett úr 4 óperum.
    Frumsýnd í byrjun mars.
  • 8. stig í hljómfræði 1. mars - scary og mjög mikilvægt
  • annað söngskólapuð vegna 8. stigs prófs og tónleika í maí
  • 8 vikna Pilates námskeið til að koma mér í gang aftur hreyfingarlega
  • vinna vinna og vinna
  • 3 lög sem hljómsveitin Mín/Mien þarf að klára ASAP!!!


Svo sko, þið skiljið vonandi ef ég hef ekki samband. Þeir sem láta það fara í taugarnar á sér... því miður, svona er ég bara vond vinkona. Þetta er einfaldlega það sem maður þarf að leggja á sig til að vera í fullu námi án lána og getað borðað og reyna að brjótast inní hinn harða heim atvinnutónlistar...

Um leið og þessari törn er svo lokið ætla ég svo að stinga af til storesös í Norge yfir alla páskana, og skella mér á skíði með guttunum mínum, sem ég hef ekki séð í þá hálft ár

svo:
við sjáumst eftir páska :)

*knús og kossar*

:Dagbjört klikkhaus

p.s. blogga samt kannski stundum til að láta vita af mér... :D

Engin ummæli:

Skrifa ummæli