bara svona til að hafa það á hreinu!
krakkar eru æði, og við vitum það öll
samt er eins og maður geti ekki hætt að tala um það þegar eitthvað sniðugt gerist
þessi yngsti sem ég á (ok tæknilega séð þá á bróðir minn hann...), hann er allgjör pjakkur:
- 3ggja og hálfs
- ljóshærður
- brúneygður!!!
- alltaf í slag við 3 vini sína í leikskólanum og saman mynda þeir skaðræðis gengi í leikskólanum
- klæðist venjulega 5 - 6 flíkum með einhvers konar spiderman myndum (nærbol, nærbuxum, sokkum, bol, peysu, osfrv.)
- finnst skemmtilegast að láta Megaman, Bósa ljósár, Spiderman og fleiri kalla slást
- er mikill fegurðarunnandi og alls ekki hrifinn af feitum!
- bleikur er allt annað mál...
hann hefur ekki verið alveg jafn mikill Dagbjartaraðdáandi og hin 3, sér aðallega mömmu sína, pabba sinn og stóru systur sína, Önnu 3, sem elskar allt bleikt
eeeeeen:
fékk að gista hjá mér á laugardaginn
í fyrsta sinn
leika sér með þau fáu leikföng sem ég tók með mér frá m&p (maður verður nú að hafa eitthvað þegar smáfólkið lítur við)
það voru:
- 5 lukkutröll
- 3 tuskumýslur
- 1 bleikur baby pony-hestur
- 1 blár baby pony-sæhestur
- 1 árgangur af Andrésblöðum
auk þess hafði hann tekið með sér að heiman:
- Megaman
- Spiderman
- Vonda kallinn (grænn ljótur kall með 22 augu út um allt)
þetta er nú ekki mikið á nútíma mælikvarða, en eins og við vitum öll er það ýmindunaraflið sem skiptir höfuðmáli:
fyrst lék hann músamömmu
svo valdi hann tröllastrák með beikt hár ("heldurðu að þú verðir einhvern tíman með bleikt hár?" - "Nei!") og ég fékk að leika hina tvo
þá sá hann fallegasta leikfangið á svæðinu, litla bleika baby pony-hestinn. hún fékk að heita Dúlla
og eftir örskamma stund var Dúllan búin að stinga tröllastrákana af yfir á aðra plánetu þar sem hún lamdi vonda kallinn í klessu eins og ekkert væri sjálfsagðara!
með þessu var auðvitað hlaupið út um allt með öskrum og látum, hoppað í sófanum og farið nokkra kollhnýsa!
"jæja, eigum við að lesa?"
"já!"
úr fötunum, í náttfötin, burstaði tennurnar og upp í rúm á 10 mínútum, og ekkert múður.
svo svaf hann eins og... ljón?... ég fékk allavega minn skammt af hnefum í andlitið... en hann rumskaði ekki í 12 tíma!
draumur í dós
skilaði honum svo heim um hádegið á sunnudeginum, eftir stutta en hressandi ferð í sund
og svo, um kvöldið, í sunnudagsmatnum hjá m&p, fékk ég að heyra eftirfarandi:
"Dagbjört, þú ert best"
:D
Oooo svona komment eru alltaf svo yndisleg :o)
SvaraEyðaÉg kannast við þetta með hnefann, og hef bara eitt um það að segja - vertu bara ánægð meðan þetta var ekki hæll sem dettur með fullum þunga í andlitið á þér!
hvað er annars aftur netfangið þitt? Værirðu kannski til í að senda mér það (eða bara póst) á mig - það er semsagt nafnið mitt (allt fornafnið m. íslenskum ) @ vks.is - ég þarf að koma á þig smá boðskorti... :O)
knús
Hófí
Já þú ert æði ég vissi það hvort sem þú passar börn eða kisur hehe. ;o)
SvaraEyða