25 mars 2008

Pétur Hugi Andrésson

Pétur Hugi Andrésson kom í heiminn þann 19. mars 2008 klukkan 23:38 að dönskum vetrartíma.
Hann vóg 3945 gr. og var 54 cm.
Hann kom út með rassinn á undan, með miklum viðbúnaði, en mamma hans var svo dugleg að ýta honum út að allir læknarnir og ljósmæðurnar voru alveg gáttuð.
Barnalæknirinn gaf honum 10 á apgar prófinu, og lýsti því yfir að þetta væri "fullkominn lítill drengur".

Það finnst foreldrunum auðvitað líka. Hann sefur eins og engill - sérstaklega á nóttunni - öskrar þegar hann fær ekki nógu fljótt að borða, eða við dirfumst að skipta á honum en þagnar þegar það er sungið fyrir hann eða leikið á píanóið. Hann þrífst almennt ákaflega vel. Hann líkist pabba sínum mjög mikið, og mömmu sinni líka. Kannski þau séu bara frekar lík hvoru öðru ;)

Hann heitir Pétur í höfuðið á langafa sínum, Hugi af því að það er íslenskt og flott og hann er auðvitað Andrésson.

Við foreldrarnir erum auðvitað í skýjunum og getum mænt á hann löngum stundum...



Með bestu kveðjum,

Dagbjört, Andrés og Pétur Hugi

6 ummæli:

  1. Til hamingju með snáðann :)

    Þóra Marteins

    SvaraEyða
  2. Innilega til hamingju með drenginn.

    Bestu kveðjur
    Hallfríður Ósk

    SvaraEyða
  3. Ég var í Lambhaga yfir páskana, og í sundi hitti ég Halldóru systur þína og Einar, og þau sýndu mér mynd af drengnum og sögðu mér hvað hann héti. Síðan kom ég aftur í Lambhaga og mér var litið á ramma á veggnum þar sem saman eru komnar margar myndir af ýmsum fjölskyldumeðlimum, mest litlum börnum, og sé ég ekki aftur mynd af þessum dreng, nema í þetta sinn var það lítil stelpa sem sat á milli systkina sinna :D

    Fyrst þegar ég sá myndina fannst mér hann líkur Andrési, en ég skipti um skoðun eftir þetta.

    Ég og pabbi komumst að þeirri mjög svo góðu niðurstöðu að hann væri einfaldlega líkur ykkur báðum.

    En hvernig væri nú að setja einhverjar myndir á heimasíðuna? Ég sá ekki mikið úr símanum hans Einars. Það liggur samt ekkert á. Mig grunar að þið hafið nóg annað að gera ;)

    Anna Margrét

    SvaraEyða
  4. Elsku Dagbjört og Andrés.

    Hjartanlega til hamingju með litla drenginn ykkar. Mér finnst ég vera nýbúin að vera í sömu sporum og þið en það er víst komnir 4 mánuðir síðan ;)

    Kossar og knús
    Kristín Ösp, Halli, Hafrún Halla og Hallsteinn Skorri

    SvaraEyða
  5. Halló yndislega fjölskylda. Njótið þessa tíma í botn. Hlakka svo til að sjá mynd af ykkur saman þegar þið hafið tíma en ég skil vel ef það er ekki strax enda með rétt tæðlega 4 mánaða hlaupabólu hérna heima sjálf.

    Kveðja, Hafrún Ásta

    SvaraEyða
  6. So the chicken flew close to midnight! :)
    Glad to know all is wonderful!!!

    elisa.peturs@gmail.com
    Hafðu samband dísin þín!

    SvaraEyða