15 mars 2008

16, 17, 18 og 19 eru allt góðar tölur

svo það er best að slaka aðeins á

allt í einu virðist allt hafa stoppað - það hefur ekkert gerst núna að ráði í 2 sólarhringa
kannski er það bara lognið á undan storminum, en svona er þetta víst í fyrsta skipti, allt gerist hægt
á þriðjudaginn var allt að gerast...

mamma og pabbi eru í heimsókn fram á páskadag, svo ég þarf svosem ekki að láta mér leiðast...

þetta er spurning um að skipta úr ofurbjartsýni yfir í jákvæða þolinmæði, en ég vona vona vona að hann komi fyrir skírdag, því það er 20. mars, og allt eftir það eru miður góðir afmælisdagar (tuttugastiogeitthvað sem enginn man).

svo langar okkur auðvitað til að hann sé ennþá ungabarn þegar hann kemur, en hann er nú þegar farinn að nálgast 4 kíló, samkvæmt ljósunni...

ég fæ engan hjúkrunarfræðing heim um páskana, þær vinna ekki frá fimmtudegi til mánudags!
hversu mikilvæg er þessi þjónusta ef þær geta svo bara sleppt því að koma?
hafa þær enga yndislega múslima í vinnu?
amk ekki í þessari kommúnu...


er eiginlega hætt að þora á netið, nema svona eldsnemma á morgnanna, þegar enginn er online
fólk sem er ekki einu sinni vinir mínir var farið að bögga mig á msn (var nú bara að blocka einn úr vinnunni áðan sem kann sig ekki...)

svo hringir síminn hjá Andrési næstum stanslaust, hann á fullt af vinum sem eru alveg grænir :S

fjölskyldan mín er hins vegar yndisleg - þau vita að ég læt þau vita um leið og eitthvað gerist

hann var líka upphaflega settur á 17. mars, í fyrri sónar, svo í minni bók er ennþá ekki orðinn seinn...

2 ummæli:

  1. Hey þið það er bannað að bögga konur á síðustu metrunum biðin ern nógu erfið samt. Knús frá Fróni

    SvaraEyða
  2. til lukku með fallega prinsinn, hann er algjört æði. Takk fyrir myndirnar :) Hlakka til að koma og fá að knúsa hann eftir mánuð + 1 dag :) knúsknús
    kveðja Halldóra, Hreggviður, Dagný Lind og Andri Fannar

    SvaraEyða