02 október 2007

ÞRÍTUG!

og það er frekar meiriháttar :D

partýið var frábært, nema hvað ég var með magakveisu daginn áður og um morgunninn og gat ekkert borðað og varla staðið, svo allt í einu klukkan 16 á laugardeginum voru 3 tímar í partý og ekkert búið að þrífa og Andrés, sem var ekki heima daginn áður, kominn á haus í eldhúsinu eins og alltaf þegar von er á gestum!!!
þá mætti konið mitt á staðinn og gerði sér lítið fyrir og reddaði þessu bara fyrir litlu veiku ófrísku mig! heimsins besta besta besta vinkona!!!

svo vorum við hérna 17 manns og allir skemmtu sér svo vel, að við hættum við að fara í þá leiki sem við höfðum skipulagt til að halda uppi stuði, þess þurfti ekki :)
klukkan 12 á miðnætti var ég svo orðin 30 og þá settum við Andrés upp hringana (sem við keyptum í Gull og Silfursmiðjunni Ernu, og það var EINA gullsmiðjan sem við fórum í, enda frábær)
þarmeð erum við merkt hvort öðru, en auðvitað búin að vera trúlofuð í hálft ár :)

svo var skálað í freyðivíni (líka óáfengu)
og opnaðir pakkar :þ

fékk meðal annars dekur og nudd og skartgripi og geisladiska og æðisleg sængurföt
og svo dönsku "vísnabókina" sem inniheldur ÖLL barnalögin MEÐ nótum !
hún er alveg frábær, og það er fullt fullt af lögum í henni sem eru líka til á íslensku, en oft með bara svona oggu ponsu pínulítið öðruvísi laglínu!
t.d.
uppá grænum grænum himinháum hól
fram fram fylking
gekk ég yfir sjó og land
(íslenska útgáfan er lagrænt skemmtilegri)
og margt margt fleira
meirihlutinn af barnalögunum okkar, er til líka á dönsku
nema þau sem eru BARA íslensk (eins og þessi allra bestu)


annars bara fljúga vikurnar framhjá, bumban stækkar (nei það verða líklega engar bumbumyndir), það er nóg að gera í vinnunni, og ég er að fara að syngja í brúðkaupi á laugardaginn, sem verður í fyrsta sinn sem ég syng opinberlega, síðan á 8. stigs tónleikunum. kvíði soldið fyrir því, enda með stanslaust óléttukvef og get lítið æft mig hérna heima, vegna þess hvað veggirnir eru þunnir, og ég hef bara orku á morgnanna...

kannski ég reyni að blogga oftar og stutt í hvert sinn, en það er bara svo sjaldan sem ég næ að fara í tölvuna eftir að ég kem heim, þessa dagana :þ

en allavega, það er frábært að vera þrítug, lífið er frábært, og lífið vex inní bumbunni á mér

takk fyrir öll afmælis sms-in og tölvupóstana, það var frábært að heyra frá ykkur

*knús og kossar*

:Dagbjört bumbudís

1 ummæli:

  1. Innilega til hamingju með afmælið og bumbubúann

    kveðja af Íslandinu
    Hallfríður

    SvaraEyða