07 desember 2006

Konunglegur Ballet

Já við fórum á frægasta ballett allra tíma, Svanavatnið, í nýja flotta óperuhúsinu í gærkvöldi.
vááá hvað það var æðislegt!!!

í hléinu skiptum við um sæti, því það voru tvö laus við hliðina á okkur, sem voru nær miðju
en það var ekkert allt of sniðugt því fyrir framan mig sat ákaflega hávaxin kona, höfðinu hærri en mennirnir í kringum hana, svo ég þurfti að sitja hálfskökk til að sjá danssýninguna sem er í upphafi annars þáttar, með spænskum, rússneskum og austurlenskum (vá vá vá) dönsum.
en svo kom svarta prinsessan og plataði prinsinn til að halda að hún væri svanaprinsessan, svo hann sveik raunverulegu svanaprinsessuna og ég steingleymdi því að það væri neinn fyrir framan mig.

og svona fyrir ykkur sem hafið bara séð teiknimyndina: Ballettinn endar illa. Af því að prinsinn var gabbaður til að svíkja svanaprinsessuna, þá losnar hún ekki undan álögunum.
Hún fyrirgefur honum og svo kveðjast þau áður en hún breytist aftur í svan.

og þessi lokasena er einhver flottasta tónlist sem til er, og nóg til að fá mig til að tárast, án þess að horfa líka á svona áhrifaríka dansa
en hjálp hvað það var flott!
20 svanir auk prinsessunnar, og í hvert skipti sem þær voru á sviðinu var það bara töfrum líkast.

mmmmmmmm

við skemmtum okkur sumsé konunglega
og í konunglegum félagsskap, þar sem hennar konunglega hátign mætti til að horfa á konunglega ballettflokkinn sinn.

svo þegar þau hneigðu sig, þá hneigðu þau sig fyrst fyrir henni og svo fyrir okkur :þ

ætli ég verði ekki að fara að bera meiri virðingu fyrir henni fyrst ég hef séð hana í eigin persónu...

Vigdís er samt alltaf flottust ;)

svo má ekki gleyma að minnast á það að Andrési fannst þetta líka mjög skemmtilegt, og pældi mikið í þessum ystu mörkum líkamlegrar getu sem ballet-dans er. alveg hreint ótrúlegt sem hægt er að gera við líkamann.

mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

*knús og kossar*

Dagbjört dísulísa sem dansar ekki lengur ein

Engin ummæli:

Skrifa ummæli