19 desember 2006

Jólakveðja


Kæru vinir!
Með jólalaginu í ár langar mig að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Smellið hér til að hlusta á jólalagið.

Takk fyrir að muna eftir mér og kíkja hérna inn, þó svo að ég sé komin í útlegð til Danaveldis.

Hafið það sem allra best yfir hátíðirnar, og munið að jólin snúast um ljós, hlýju og umfram allt fólk.

*knús og kossar* til ykkar allra

:Dagbjört jóladís

P.s. Þar sem sendingakostnaður á geisladiskum milli landa er töluverður, þá vona ég að þið fyrirgefið mér að þið fáið lagið yfir netið þetta árið. Ef einhver óskar sérstaklega eftir geisladisk, látið mig vita.

5 ummæli:

  1. Gleðileg jól elsku Dagbjört!

    Jólakortið frá okkur til Danaveldis fór á stafrænu formi á hotmail netfangið (held ég hafi ekkert annað) - vona að það lendi ekki í ruslinu! þú kannski tékkar á því...

    Knús sæta
    Hófí

    SvaraEyða
  2. Hæhæ !!!
    Gleðilega hátíð og allt það. Við óskum eftir jólakorti frá þér og þínum ekkert endilega með geisladiski en það væri ekki verra hahahah....
    Kv. Hreggviður besti frændi og fjölskyldan hans

    SvaraEyða
  3. Ég er að safna þessum diskum en læt mér nægja að fá hann þegar þú átt leið á Frón næst.

    SvaraEyða
  4. Hæ hæ Dagbjört
    Gleðilegt ár!!!!
    Vá hvað jólalagið þitt er yndislegt.........fallega sungið líka!!!!!
    Njóttu ársins 2007 eins og það sé þitt síðasta;-).
    Kv.
    Guðrún Árný (söngskólagella með meiru)

    SvaraEyða
  5. Elsku Dagbjört mín,

    Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt gamalt og gott. Öll ráðin, gleðina, spjallið, knúsið og gömlu góðu sönskóla dagana. Ég saknaði þess mjög að sjá þig ekki á klakanum um jólin. En ég vona að þú og Andrés hafið haft það rosalega gott yfir hátíðirnar. Ég verð að fara að fljúga í gegnum Danmörku til að geta hitt þig þar!!!

    Vildi bara segja þér að mér þykir vænt um þig snillingurinn minn. Jólalagið þitt verður betra með hverri hlustun, það er mjög fallegt!

    Knús og kossar,
    Dóra

    SvaraEyða