12 nóvember 2005

nóvember og píanó

nóvember kom og allt í einu var allt komið á fullt.
ég skil ekki alveg hvernig það gerðist, en einhverra hluta vegna grunar mig að þetta hafi alltaf verið svona. þ.e.a.s. að nóvember hafi alltaf verið svona.

nóvember er mánuður vina minna, því stór hluti af mínu uppáhaldsfólki á afmæli í nóvember. nóvember er líka mánuðurinn þar sem allir eru að reyna að klára allt fyrir desember. mánuðurinn þegar allir vilja hittast til að lýsa upp skammdegið. já nóvember er skemmtilegur mánuður, en það er ekki mikill tími til að blogga ;)

stundum á ég að vera á 2 eða 3 stöðum á sama tíma og flestar vikur enda á því að ég hafi einhverra hluta vegna ekki fengið fullan svefn. en þetta er auðvitað allt saman svo skemmtilegt að það eina sem ég get kvartað undan er að hafa ekki nægan tíma til að setjast fyrir framan píanóið mitt og fá andann yfir mig. Nóg er nú af lögum sem ég þarf að klára...

já píanó píanó píanó
loksins píanó!
í sumar var ég búin að ákveða að steypa mér í 2ggja ára skuldabréf uppá 800 kílókrónur til að eignast virkilega gott píanó.
svo varð ég ástfangin og ákvað að 2ggja ára skuldbindingar á Íslandi væru bara alls ekki sniðugar. en mig vantaði píanó.
svo það varð úr að mamma lánaði mér gamla píanóið mitt sem við höfum annars gert óskrifaðan (og ómæltan) samning um að verði alltaf hjá henni. það er sumsé núna komið tímabundið til mín, og ég reyni að láta það duga, þó áslátturinn sé það stífur að stílbrigði eins og tremolo og píanissímó eru forréttindi sem ég fæ ekki að njóta.
það er samt svo óendanlega betra en ekki neitt, og yndislegt að geta sest við það og glamrað og glamrað upp úr mér í ró og næði.

reyndar fer ég bráðum að halda að ró og næði séu einhvers konar goðsögn. trúið þið að þau séu til í raun og veru?

2 ummæli:

  1. Hæ Dagbjartardísin mín, ég sakna þín. Ég er frekar stúrin yfir að sjá þig ekki um jólin en þú ert svo ástfangin og mér finnst það svo æðislegt að þú sleppur í þetta skiptið :) Ég er orðin sópran, frá og með deginum í gær. Þú sérð útskýringu á því á blogginu mínu. Ég vil svo endilega sjá mynd af honum Andrési þínum.

    Knús og koss í bili,
    Dóra

    SvaraEyða
  2. Hey já, það er líka frábært að þú sért með píanóið í láni. Gangi þér vel Dagbjört mín.

    Saknaðarkveðja,
    Litla jólabarnið

    SvaraEyða