22 nóvember 2005

bara svona smá draumórar

í dag spurði ég Andrés hvort við gætum haft eplatré í garðinum
svona eins og í ævintýrunum
hann stakk uppá því að við flyttum á lítinn sveitabæ í Jótlandi
mmmmmmm
með eplatrjám og perutrjám
og fullt af útivistarsvæði
samt allt svo flatt að kona fer allra sinna ferða hjólandi

sé þetta alveg fyrir mér
semja, spila á hljóðfærin
vinna stundum
leika við fullt af ljóshærðum sprækum börnum
úti og inni
týna epli og perur og ýmislegt fleira og borða beint af tránum

svo myndi kona þurfa (og vilja) taka á sig nokkrar bóndakonuskyldur
svo sem að búa til skyr
og baka flatbrauð
og venjulegt brauð
og kanelsnúða
og einstaka sinnum kleinur og kókosbollur með aðstoð krakkanna

já, maður tengir jú mikið af góðu bakkelsi við sveitina

jamm, og hver veit nema við fengjum okkur hund þegar elstu börnin væru orðin nógu stór...


annars er það af raunveruleikanum að frétta að lagið sem ég er að vinna í fyrir skólann þokast áfram smátt og smátt
ég hef svo mikið að gera að ég fæ næstum samviskubit þegar ég stelst til að tala við Andres (en ég stelst nú samt ;)
þessi vika verður ansi strembin, en það er allt í lagi, því ég fæ svo æðisleg verðlaun í vikulokin...

...loksins loksins loksins er það Köben um helgina!

:D

1 ummæli: