18 ágúst 2007

gítarraunir

var að reyna að spila á gítar, en vinstri höndin, sem er búin að jafna sig frekar vel, og hefur ekkert verið sár í mánuð, bara emjaði af sársauka !!!

buuuuuuuhuuuuuuuuuuuuuuuuu, það er meira en hálft ár síðan þetta helv. sinaskeiðavesen byrjaði, og ég má reikna með að vera í gítarbanni í amk hálft ár í viðbót.
þar fóru öll plön um rafmagnsgítarnámskeið í haust :(

er sem betur fer farin að geta spilað smá á píanó, og sjúkraþjálfarinn mælir með 15 mínútum á dag, en það er sumt sem er bara skemmtilegra að spila á gítar - og pikka upp
kannski neyðin kenni mér að spinna, ef ég neyðist til að pikka upp á píano...

endalaust mikið að gera í vinnunni, en frekar spennandi
ég er að læra á Ruby on Rails sem er bara eins og draumur hvers forritara, svo í þetta skiptið get ég sko ekki kvartað undan að vinnan mín sé ekki nógu krefjandi. var líka að hanna einn flóknasta gagnagrunn sem ég hef gert, en ég held barasta að hann sé frekar vel heppnaður. það eru samt ennþá að bætast við töflur, enda fylgi ég ítrunaraðferðinni fram yfir úrelda fossa.

hef ég einhvern tímann áður bloggað um vinnuna? hún hlýtur þá að vera spennandi ;)

eftir 3 vikur og 1 dag verð ég hvorki meira né minna en ÞRÍTUG!!! (9. sept, fyrir þá sem ekki nenna að reikna)
partýið verður kvöldið áður, ef einhver er á leiðinni hingað út...

annars kem ég til Íslands næsta föstudag (24. ágúst) og verð í bænum í viku, en fer svo norður, til að vera við brúðkaup eins uppáhalds frænda míns - en ég á reyndar nokkra svoleiðis
Andrés verður með, frá mánudeginum 27. svo maður þarf að deila sér í tvennt til að hitta hans fólk og mitt fólk og úff, ég fæ næstum hausverk af að hugsa um það

allavega, sýnið mér þolinmæði þó ég nái kannski ekki að hitta alla - við komum aftur um jólin og verðum lengur

*knús og kossar*

:Dagbjört handlama dísulísuþrítugskvísa

p.s. gleymdi að segja síðast að ég las loksins Persuasion og hún er alveg frábær! pottþétt sú besta frá Austen

Engin ummæli:

Skrifa ummæli