10 maí 2007

Búnað kjósa

kom heim frá Köln á mánudagsmorguninn, illa sofin, illa étin og í hálfgerðu uppnámi yfir að vera að fara að kjósa.
kíkti á netið til að fara yfir framboðslistana og komst í ennþá meira uppnám.
hvernig átti ég að fara að því að velja á milli???

á endanum hringdi ég í pabba sem sagði mér að það skipti ekki máli hvort ég kysi svo framarlega sem það væri annað hvort V eða S og ekki annað
til að fella ríkisstjórnina
það lítur víst út fyrir að Ómar blessaður gæti hjálpað henni að halda velli, þó hann hafi örugglega alls ekki ætlað sér það :s

svo ég kaus
annað hvort

skiptir ekki svo miklu máli hvort, ég passa í rauninni inní hvorugt

vil frelsi
en ekki selja landið einhverjum útlenskum risum, hvort sem þeir framleiða ál eða eitthvað annað

vil fjárfesta í menntamálum og nýsköpun og þróun vetnisvéla og annarrar umhverfisvænnar tækni
gjörbreyta utanríkismálum
og hætta að ætlast til að heilbrigðiskerfið "borgi sig" á einhvern peningalega mælanlegan hátt
og koma skólatannlækningum á aftur
og margt margt fleira

ég passa í rauninni best inn
í Danmörku

land frelsis og félagshyggju


en ég held áfram að kjósa heima, enn um sinn, því ég get ekki látið mér standa á sama
og auk þess hef ég kosningaskyldu þar næstu 7 eða 8 árin.


:D

1 ummæli:

  1. Já en stjórnin hélt þó frekar aumlega. Því Framsókn var í öðrum kosningunum í röð rassskellt en það er ekki nóg eða hvað.... Kannski D+S stjórn hver veit.

    SvaraEyða