20 mars 2007

Grátt eða grænt?

jæja, ef svo ólíklega vill til að þið hafið ekki heyrt um hann, þá er Sáttmálinn um framtíð Íslands kominn á netið til undirskriftar hér.

Meðal þess helsta er:

1. Við höfum kjark til að byggja upp fjölbreytt og lifandi samfélag á Íslandi þar sem hugvit og sköpunargleði einstaklinga fær að njóta sín þeim sjálfum og öðrum til heilla.

2. Við sýnum komandi kynslóðum virðingu með því að láta lögfesta áætlanir um náttúruvernd áður en nokkuð frekar er aðhafst í orkuvinnslu.
3. Við öxlum ábyrgð á tímum viðsjárverðra loftslagsbreytinga í heiminum með því að fylgja alþjóðlegum skuldbindingum um losun gróðurhúsalofttegunda.


Og það er líka bent á að núverandi áætlanir í stóriðjumálum:
1. Takmarka nýtingu á fjölbreyttari og verðmætari tækifærum
2. Krefjast gríðarlegra fórna á náttúruverðmætum
3. Skuldbinda orkulindir Íslands til einhæfra nota til langs tíma
4. Leiða af sér aukna losun gróðurhúsalofttegunda


Það sem fer hvað mest í taugarnar á mér er ósvífnin í stjórnmálamönnum sem halda að þeir séu með bestu lausnina til að skaffa 200 manns vinnu. Hvað varð um hæfileika þessara 200 manna til að finna og velja sér vinnu sjálfir? Eða eins og Andri skrifaði, geta ekki 200 heilar fundið fleiri möguleika en einn?

:Dagbjört skógardís

1 ummæli:

  1. grátt eða grænt, svart eða hvítt, er nokkur munur?

    eru ekki fleiri möguleikar?

    ds

    SvaraEyða