13 febrúar 2007

islandsbryggja.dk

kæru allir sem þetta lesa

undanfarið hef ég í atvinnuleysi mínu verið að vefa heimasíðu fyrir tengdó.
þannig er mál með vexti að tengdó býr á Íslandi en keypti sér glænýja lúxusíbúð á Íslandsbryggju síðasta vor. Hugmyndin er að hafa alltaf vísan stað þegar þau kíkja í heimsókn, og geta komið oftar og vera óháð okkur. Og svo á þess á milli að leigja íbúðina út til annarra Íslendinga sem heimsækja Køben. En hvernig getur fólk vitað af íbúðinni? Jú með heimasíðu, að sjálfsögðu, og þar sem ég hef verið minna upptekin undanfarið (en ég er vön) þá skellti ég mér í verkefnið. Síðan fór svo í loftið í síðustu viku, og þó við eigum etv. eftir að skrifa meira innihald hér og þar, þá erum við mjög ánægð með útkomuna. Það eina sem vantar er að hún googlist, og til þess þarf fólk að skoða hana. Svo mig langar að biðja ykkur, öll sem hafið tíma, til að kíkja á síðuna (og sjá hvað ég er búin að vera dugleg). Hún er á www.islandsbryggja.dk og þar eru líka alls konar sniðugir hlekkir til að kynna sér Kaupmannahöfn og hvað er að gerast. Og ef þið þekkið einhvern á leiðinni til Køben sem vantar góða gistingu, þá megið þið auðvitað benda á hana ;)

takk allir

*knús og kossar*

:Dagbjört vefari

2 ummæli:

  1. FLott síða vel gert hjá þér og flott íbúð hef hana í huga þegar ég á leið til Köben.

    SvaraEyða
  2. reyndar ættirðu að biðja fólk um að linka hana, þá fær hún fleiri stig í google ;-)

    ds

    SvaraEyða