22 október 2006

innblásið uppvask

fátt er jafn gott fyrir innblástur og að vaska upp í útvarpslausu eldhúsi
það er ekki seinna vænna að byrja á jólalögunum, sem eiga að vera 2 þetta árið, eitt handa Ernu og eitt handa mér
jólalagið handa Ernu er alveg að verða samið
laglínan kom endanlega á fimmtudaginn, og núna áðan samdi ég textann við viðlagið yfir leirtausfullum vaskinum.

Stjörnurnar vaka
við gluggann þinn hljótt
dreymi þig jólaljós,
sofðu rótt
dreymi þig frið
á jólanótt

jeij

lag og texti er auðvitað auðveldi hlutinn, útsetning upptaka og hljóðblöndun er miklu meiri vinna.
mesta vandamálið er að mig vantar svo Danny Elfman diskana mína 2 (Nightmare before Christmas og Edward Scissorhands) til að fá pínu innblástur fyrir svona ekta jólatöfra. þeir eru báðir á Íslandi

já og svo þarf ég auðvitað að semja mitt jólalag...

2 ummæli:

  1. Sorry elsku ástin mín! Ég ætlaði ekki að vekja þig!!!

    En takk samt æðislega fyrir að leyfa mér að syngja lagið! Kennaranum mínum finnst það voða flott. Ég veit að hin lögin eru meira nútímaleg en þetta er stutt (má bara vera með ákveðið langa dagskrá) og liggur hátt uppi, þannig að ég sýni meira með því... ;p

    Láttu mig vita ef þú breytir píanópartinum svo ég geti látið píanistann minn fá nýjar nótur. Keppnin er nebbla ekki þessa heldur næstu helgi.

    Knús og kossar,
    Hulda Sif

    SvaraEyða
  2. Bara svo þú vitir og vonandi verðurðu ekki fúl... en ég ákvað að syngja lagið þitt miklu hraðar, annars þarf ég að anda svo oft að það eyðileggur frasana...

    SvaraEyða