20 júní 2006

bókaormar í sambúð

Andrés lýsti því yfir um daginn að hann tæki alveg eftir öllu sem ég geri og að honum finnist æðislegt að það sé alltaf nóg af hreinum handklæðum og fötum.
hann þarf nefnilega bara að opna fataskápinn og þar er alltaf búið að fylla á boli og buxur og handklæði, nema hvað :p

veit samt ekki hvort hann tekur líka eftir því hvað það er yfirleitt snyrtilegt heima hjá okkur, sérstaklega í stofunni...

annars tel ég mig sleppa mjög vel í okkar verkaskiptingu, miðað við allflestar konur sem ég þekki:

þvottur: ég, og þannig vil ég hafa það
þrif: ahemm... ennþá að koma í ljós, en líklega bæði
innkaup: bæði
eldamennska: bæði, oftast saman, ef við erum bæði heima.
uppþvottur: hvorugt (þarf maður að gera svoleiðis?)

svo eigum við ekkert sjónvarp og okkur finnst það frekar æðislegt. uppá síðkastið hefur verið svo heitt í stofunni á kvöldin að við höfum þurft að flýja inní svefnherbergi. þá eru sængurnar settar til höfuðs (enda ekki nauðsynlegar) og kúrt sitt með hvora bókina. Andrés er gjörsamlega fastur í einhverri þvílíkri doðranta trílógíu, þar sem þriðja bókin er svo þykk að hún er tvær bækur, og ég er límd við alveg æðislega danska fantasíu-seríu, sem er skrifuð fyrir unglinga, en lezt vel af síungum líka.

jamm, sambúðin gengur sumsé vel og fáir árekstrar (sérstaklega eftir því sem ferðunum í húsgagna- oþh. -verslanir fækkar...)

það eina sem hægt er að kvarta yfir er að við höfum haft allt of lítinn tíma til að vera saman það sem af er sumrinu, svo við hlökkum mikið til að fara saman í sumarfrí :)

4 ummæli:

  1. æ, gefðu okkur eitthvað krassandi, þetta er að verða of alvarlegt :-)

    ds

    SvaraEyða
  2. oh þið eruð svo perfect :) eins og vinkona mín úr Noma kallaði ykkur svona "ógeðslegt par" hahahahah mér fannst það bara fyndið því henni fannst svo skrítið að sjá ykkur Andrés knúsast meðan þið töluðuð við mig og mér fannst það bara krúttað.....hún kannski bara abbó :) hahahha.....en ég er auðvitað svo vön henni Dagbjörtu minni.....smá væmin en ótrúlega góð, klár og skemmtileg stelpa og góð vinkona.....þannig Andrés þú ert ofur heppinn að finna dísina Dagbjörtu og þú Dagbjört að finna þennan góða karlkost :) Ég vona svo innilega að sambúðin haldi áfram að ganga svona vel!!! Gaman að sjá ykkur þó ekki nema í mýflugumynd....knús frá Íslandi og bráðum líka frá Vínarborg. Sakna þín helling Dagbjört mín :* Þín vinkona Dóra

    SvaraEyða