13 febrúar 2006

Tónsmíðafréttir

Húmið kom til mín í gær
það varð til að svolítið annan hátt en yfirleitt gerist
það var ekki bara einhver laglína í hausnum á mér sem fæddist af ljóði
nei
það voru hljómarnir sem fæddu það
húmið á sinn hljómheim og hvert einasta orð í ljóðinu á hljóm sem samsvarar því miðað við hljóminn á undan
t.d. "raddirnar" er A-dúr á eftir E-moll
mmmmmmmmmmmm

Dúfan er svo virkilega vel á veg komin. Fyrsta uppkast að undirleik tilbúið, en þar þarf helst að laga upphaf og endi. Þegar það er komið verður vonandi forspilið til að sjálfu sér. Veit hvernig.

Er sumsé að semja þessi tvö lög handa henni Rannveigu, sem er að fara að taka burtfararprófið í vor.
Ljóðin eru eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, og hún er búin að gefa góðfúslegt leyfi sitt :)

þegar þetta verður allt tilbúið, þá mega allir skoða hér á síðunni, en enginn fær að prenta fyrr en eftir frumflutninginn ;)

:D

Engin ummæli:

Skrifa ummæli