07 október 2005

Strengir

mig langar svo á fantasíumyndina Strengi á laugardagskvöldið klukkan 20

Strengir er óvenjuleg, dramatísk og spennandi fantasíumynd fyrir börn og fullorðna. Við fyrstu sýn virðist Strengir vera hefðbundin ævintýramynd, en er frábrugðin að því leyti að allar sögupersón-urnar eru strengjabrúður. Allir strengir eru sýnilegir og gegna mikilvægu hlutverki í sögunni, t.d. er strengjabrúða drepin með því að klippa á “höfuð” strenginn. Þetta er fyrsta myndin í fullri lengd sem er gerð um strengjabrúður, og var fjögur ár í vinnslu. Myndin er um konungssoninn Hal Tara sem leggur upp í ferðalag til að hefna dauða föður síns. Á leið sinni lærir hann margt um fólkið sitt og finnur ástina þar sem hann á síst von á henni. Sagan segir frá ótrúlegu ævintýri Hal Tara, hugrekkinu, hættunum sem bíða hans, ástinni, hatrinu, og örlögum hans. Strengir hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna og hlaut meðal annars verðlaun sem besta evrópska fantasíumyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni á Spáni, 2004


sumsé greinilega mynd sem ég verð að sjá

Engin ummæli:

Skrifa ummæli