03 ágúst 2005

foreldrar

horfði á nokkra þætti af Smallville um daginn
kannski ekki raunsæjustu þættir í heimi, en flestir vita að ég er pínu ofurhetjufrík

allavega
eitt af því sem er stundum einum of í Smallville þáttunum eru hvað foreldrar hins unga ofurmennis eru brjálæðislega fullkomnir
pabbi hans er sérstaklega með ofurmannlegt siðferðisþrek, og þau eru alltaf til staðar og segja honum einmitt það sem hann þarf að heyra til að komast í gegnum alla mögulega og ómögulega hluti
og þau eru alltaf svo góð við allt fólk sem þau hitta...
sem á auðvitað að útskýra af hverju Superman er svona súper góður gaur, en stundum finnst manni þetta nú bara einum of - sem skiptir svo sem engu máli, því hver er að taka þessa þætti alvarlega?

nema hvað
svo mæta foreldrar mínir og setjast niður með mér og segja mér nákvæmlega það sem ég þarf að heyra og hjálpa mér að takast á við hlutina og sannfæra mig um að það sem ég er um það bil að ákveða að gera sé rétt og eru bara í alla staði meiriháttar
og ég man að svona hafa þau jú alltaf verið
alltaf til staðar til að segja nákvæmlega það sem maður þarf að heyra
pabbi er auk þess með ofurmannlegan heiðarleika og mamma með ofurmannlega mannlega næmni... já og svo góð við alla líka

eiga allir svona frábæra foreldra, eða eru það bara ég og Súperman?

2 ummæli: